Edduverðlaunin

Fréttamynd

Hross í oss verði kvikmynd ársins

Ásgrímur Sverrisson birti í dag spádóm sinn fyrir úrslit Eddunnar á kvikmyndavefnum Klapptré sem hann ritstýrir. Ásgrímur er meðal stofnenda Eddunnar og talinn vera einn helsti kvikmyndasérfræðingur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar aftur í kvikmyndahús

Kvikmyndin Foreldrar sem hlaut sex verðlaun á Edduhátíðinni um síðustu helgi hefur verið tekin aftur til sýninga í bíóhúsum vegna fjölda áskoranna. Myndin hlaut flest verðlaunin á hátíðinni og var meðal annars valin kvikmynd ársins. Myndin er sýnd í SAM bíóunum í Reykjavík og á Akureyri. Sýningarfjöldi er takmarkaður.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Bragason er sigurvegari Eddunnar

Ragnar Bragason leikstjóri kom sá og sigraði á Eddunni. Hann hlaut fern verðlaun. Kvikmynd hans, Foreldrar, hlaut alls sex verðlaun. Foreldrar var valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir besta handrit. Ragnar fékk verðlaun fyrir leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir voru valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverkum og Bergsteinn Björgólfsson fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir, hlaut tvenn verðlaun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

...og fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir eru:

GameTV, Kompás, Næturvaktin, Stelpurnar og Venni Páer eru fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir samkvæmt kosningu almennings sem lauk klukkan fimm í dag á Vísi. Úr þessum hópi verður vinningshafinn valinn með símakosningu á meðan verðlaunaafhending Eddunnar 2007 fer fram á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þorsteinn kynnir Edduna

Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Aðsókn í bíó tók kipp

Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 64 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Veðramót fékk 11 tilnefningar, Astrópía eina

Kvikmyndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 11 talsins. Foreldrar í leikstjórn Ragnars Bragasonar fær næstflestar tilnefningar eða sex talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Köld slóð fjórar tilnefningar. Það vekur athygli að Astrópía, sú mynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn skuli einungis fá eina tilnefningu, fyrir leikstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Stöð 2 fær átta tilnefningar til Eddunnar

Átta tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 tengjast Stöð 2. Fréttaskýringarþátturinn Kompás er tilnefndur í flokknum Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kompás hlaut verðlaunin í fyrra. Gamanþáttaröðin Næturvaktin fær tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni og handrit. Pétur Jóhann Sigfússon fær einnig tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefningar til Edduverðlauna 2007

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 voru kynntar fyrir stundu. Verðlaunin verða afhent í níunda sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica 11. nóvember næstkomandi. Það eru meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem kjósa úr hópi tilnefndra, en þeir telja um 700 manns.

Innlent
Fréttamynd

Eddutilnefningar 2007: Handrit ársins

Guðný Halldórsdóttir / Veðramót - Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og Leikhópurinn / Foreldrar - Jón Ævar Gríimsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason / Næturvaktin

Innlent
Fréttamynd

Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni

"Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna.

Bíó og sjónvarp