Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Myndataka og klipping

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
BERGSTEINN BJÖRGÚLFSSON
Myndataka í kvikmyndinni FORELDRAR. Bergsteinn hóf störf sem kvikmyndatökumaður hjá Stöð 2 1986 og starfaði þar 15 ár. Síðan þá hefur hann unnið við auglýsingar og kvikmyndir. Bergsteinn hefur tekið átta kvikmyndir á síðustu þremur árum. Meðal mynda sem hann hefur myndað eru Börn, Foreldrar, Mýrin, Astrópía, Gargandi snilld og Syndir feðranna.

G. MAGNI ÁGÚSTSSON
Myndataka í heimildarmyndinni HEIMA. Magni hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1996. Hann hefur gengt ýmsum störfum við kvikmyndir og starfaði framan af sem aðstoðarkvikmyndatökumaður. Frá árinu 2002 hefur hann unnið sem kvikmyndatökumaður við auglýsingar, tónlistarmyndbönd og kvikmyndir. Hann sá meðal annars um myndatöku í Strákarnir okkar og The last winter. Þá myndaði Magni Síðasta bæinn sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2005 sem besta stuttmyndin.

VÍÐIR SIGURÐSSON
Víðir er tilnefndur fyrir myndatöku í KALDRI SLÓÐ. Hann hóf kvikmyndatökuferill sinn í auglýsingum hjá Saga film þar sem hann starfaði einnig við dagskrárgerð og kvikmyndatöku á sjónvarpsþáttum, sjónvarpsmyndum og tónlistarmyndböndum. Meðal kvikmynda sem Víðir hefur myndað eru In tune with time og Cold trail auk stuttmyndanna og sjónvarpsþáttanna The Day Yesterday, Flying Blind og The Other INRI.




Skoðun

Sjá meira


×