Stangveiði Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: Veiði 8.7.2011 13:55 Ytri Rangárnar bæta við sig Alls veiddust 14 laxar í Ytri Rangá í gær og er það einum fleiri frá deginum áður. Þetta eru góð tíðindi því ekki nema tveir dagar síðan það komu einungis fimm laxar á land. Veiði 8.7.2011 13:11 Fluguveiði ekki bara karlasport Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Veiði 8.7.2011 13:08 Rólegt í Dölunum Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Veiði 8.7.2011 13:04 Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. Veiði 8.7.2011 12:58 Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Veiði 7.7.2011 16:42 Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Veiði 7.7.2011 12:59 Lax að ganga í Hvannadalsá Við heyrðum í veiðimönnum úr Hvannadalsá. Þeir segja mikið vatn vera í ánni og frekar kalt úti. Lítið gekk hjá þeim til að byrja með á sunnudag en fór svo strax að ganga betur á mánudag, þá fengu þeir tvo laxa í Djúpafossi, annar um 90cm en hinn í kringum 83cm. Í gær beit hann svo á í Árdalsafossi og Árdalsfljóti en þeir voru í kringum 83cm, á meðan slagurinn stóð yfir sáu þeir um 10-15 laxa renna sér inn í Árdalsfljót. Veiði 7.7.2011 12:57 Ytri Rangá ennþá frekar róleg Alls komu 13 laxar upp í Ytri Rangá í gær og menn urðu varir við miklu meira líf en hefur verið undanfarið. Veiði 7.7.2011 12:54 Veiðin gengur vel í Elliðaánum Samkvæmt veiðivörðum stóðu Elliðaárnar í 176 veiddum löxum í gærkveldi. Stöðugar göngur eru í árnar en í nótt gengur 30 laxar gegnum teljarann við rafstöðina. Veiði 7.7.2011 12:51 Góð veiði í Straumunum Síðasta holl í Straumunum var með 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Hollið þar á undan var með 16 laxa en mikið vatn er í vatnamótunum. Veiði 7.7.2011 12:49 Veiðidagar barna í Elliðaánum Nú fer að líða að fyrsta veiðidegi barna í Elliðaánum og er mikil eftirvænting meðal yngri kynslóðarinnar. Töluverðar eftirspurnir hafa verið eftir plássum og hefur því einum degi verið bætt við þann 13.júlí næstkomandi. Enn eru örfá pláss laus þennan dag. Veiði 7.7.2011 12:46 Stórlax úr Víðidalnum Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum. Veiði 6.7.2011 07:00 Góð veiði í vötnunum Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni. Veiði 6.7.2011 06:49 Veiðin að glæðast í Soginu Veiðin í Soginu hefur farið hægt af stað, en nú berast þær fréttir að laxinn sé mættur. Veiðimenn í Ásgarði tóku tvo laxa á sunnudag við Frúarstein og í gær landaði slyngur veiðimaður þremur löxum af Ystunöf. Veiði 6.7.2011 06:42 Styttist í opnun Setbergsár Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Veiði 6.7.2011 06:40 Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði hófst í Gljúfurá á föstudaginn síðastliðinn. Eftir sem við komumst næst veiddust sex laxar fyrstu þrjár vaktirnar. Veiði 3.7.2011 16:18 Norðurá komin í 400 laxa Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins. Veiði 3.7.2011 16:15 Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Föstudaginn 17. júní hófst veiði í Veiðivötnum en opnunin er ein sú rólegasta í nokkur ár. Það munar mestu um færri veidda fiska úr Litla Sjó en núna komu á land 1621 fiskur en 2735 í fyrra. Á engum mælikvarða er þetta slök veiði, bara minna en árið áður. Veiði 3.7.2011 07:14 Flott opnun í Breiðdalsá Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund. Veiði 2.7.2011 11:16 Tungufljót í Biskupstungum opnað í morgun Tungufljót opnaði í morgun og er bara bísna líflegt uppfrá, menn eru aðalega að setja í fisk og missa en það er mjög hvast og leiðindaveður þessa stundina. Félagarnir voru búnir að missa 5 laxa það sem af er að degi 2 í Faxa, 2 á fossbrotinu og 1 lax austan megin í Gljúfrinu. það verður spennandi að heyra í mönnum eftir seinni vaktina í dag hvort menn geti ekki látið laxinn tolla á stönginni. Veiði 1.7.2011 17:52 Svartá opnaði í morgun, komnir tveir á land. Við heyrðum í félögunum sem eru í Svartá í A-hún, en Svartá opnaði í morgun og náðu félagarnir 1 laxi fyrir framan veiðihúsið og mistu tvo í Ármótahyl á fyrstu vakt. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur næstu daga en það er greinilega eitthvað af laxi í Ármótahyl. Veiði 1.7.2011 17:49 Ágætis gangur í Ytri Rangá Við heyrðum í Matthíasi veiðiverði í Ytri Rangá í morgun og sagði hann vera stígandi í veiðinni þessa dagana. Frá opnunardeginum hafa verið að koma 2-3 laxar á dag en í gær tók veiðin kipp og alls veiddust 9 laxar í gær, margir misstir og sáu menn töluvert af fiski. þess má geta að flestir laxanna voru lúsugir. Það er stórstreymi næstu daga og er þá hægt að gera ráð fyrir því að það muni koma töluvert af laxi næstu daga. Veiði 1.7.2011 12:22 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. Veiði 30.6.2011 16:52 Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti. Veiði 30.6.2011 16:43 Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Veiði 30.6.2011 16:39 9 laxar á land í Hítará Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. Veiði 30.6.2011 16:35 Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði hófst í Laxá í Dölum í gærdag. Í morgun kom svo fyrsti laxinn á land, tíu punda hrygna úr Brúarstreng. Mjög fínt vatn er í ánni en kalt líkt og víða. Veiði 29.6.2011 17:50 Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Opnunardagurinn í Bílsfelli var góður. Sett var í sex laxa í gær og var fjórum þeirra landað. Byrjunin lofar sem sagt góðu í Soginu. Veiði 29.6.2011 17:46 Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá í gær samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum. Var þar á ferðinni 82 cm hrygna sem veiddist um miðbik árinnar. Veiði 28.6.2011 21:06 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 94 ›
Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: Veiði 8.7.2011 13:55
Ytri Rangárnar bæta við sig Alls veiddust 14 laxar í Ytri Rangá í gær og er það einum fleiri frá deginum áður. Þetta eru góð tíðindi því ekki nema tveir dagar síðan það komu einungis fimm laxar á land. Veiði 8.7.2011 13:11
Fluguveiði ekki bara karlasport Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Veiði 8.7.2011 13:08
Rólegt í Dölunum Það er rólegt yfir veiðinni í Dölunum þessa stundina. Þó tvöfaldaði síðata holl veiðina í Krossá þegar að níu laxar fengust á tvær stangir. Veiði 8.7.2011 13:04
Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. Veiði 8.7.2011 12:58
Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Veiði 7.7.2011 16:42
Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Veiði 7.7.2011 12:59
Lax að ganga í Hvannadalsá Við heyrðum í veiðimönnum úr Hvannadalsá. Þeir segja mikið vatn vera í ánni og frekar kalt úti. Lítið gekk hjá þeim til að byrja með á sunnudag en fór svo strax að ganga betur á mánudag, þá fengu þeir tvo laxa í Djúpafossi, annar um 90cm en hinn í kringum 83cm. Í gær beit hann svo á í Árdalsafossi og Árdalsfljóti en þeir voru í kringum 83cm, á meðan slagurinn stóð yfir sáu þeir um 10-15 laxa renna sér inn í Árdalsfljót. Veiði 7.7.2011 12:57
Ytri Rangá ennþá frekar róleg Alls komu 13 laxar upp í Ytri Rangá í gær og menn urðu varir við miklu meira líf en hefur verið undanfarið. Veiði 7.7.2011 12:54
Veiðin gengur vel í Elliðaánum Samkvæmt veiðivörðum stóðu Elliðaárnar í 176 veiddum löxum í gærkveldi. Stöðugar göngur eru í árnar en í nótt gengur 30 laxar gegnum teljarann við rafstöðina. Veiði 7.7.2011 12:51
Góð veiði í Straumunum Síðasta holl í Straumunum var með 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Hollið þar á undan var með 16 laxa en mikið vatn er í vatnamótunum. Veiði 7.7.2011 12:49
Veiðidagar barna í Elliðaánum Nú fer að líða að fyrsta veiðidegi barna í Elliðaánum og er mikil eftirvænting meðal yngri kynslóðarinnar. Töluverðar eftirspurnir hafa verið eftir plássum og hefur því einum degi verið bætt við þann 13.júlí næstkomandi. Enn eru örfá pláss laus þennan dag. Veiði 7.7.2011 12:46
Stórlax úr Víðidalnum Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum. Veiði 6.7.2011 07:00
Góð veiði í vötnunum Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni. Veiði 6.7.2011 06:49
Veiðin að glæðast í Soginu Veiðin í Soginu hefur farið hægt af stað, en nú berast þær fréttir að laxinn sé mættur. Veiðimenn í Ásgarði tóku tvo laxa á sunnudag við Frúarstein og í gær landaði slyngur veiðimaður þremur löxum af Ystunöf. Veiði 6.7.2011 06:42
Styttist í opnun Setbergsár Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Veiði 6.7.2011 06:40
Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði hófst í Gljúfurá á föstudaginn síðastliðinn. Eftir sem við komumst næst veiddust sex laxar fyrstu þrjár vaktirnar. Veiði 3.7.2011 16:18
Norðurá komin í 400 laxa Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins. Veiði 3.7.2011 16:15
Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Föstudaginn 17. júní hófst veiði í Veiðivötnum en opnunin er ein sú rólegasta í nokkur ár. Það munar mestu um færri veidda fiska úr Litla Sjó en núna komu á land 1621 fiskur en 2735 í fyrra. Á engum mælikvarða er þetta slök veiði, bara minna en árið áður. Veiði 3.7.2011 07:14
Flott opnun í Breiðdalsá Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund. Veiði 2.7.2011 11:16
Tungufljót í Biskupstungum opnað í morgun Tungufljót opnaði í morgun og er bara bísna líflegt uppfrá, menn eru aðalega að setja í fisk og missa en það er mjög hvast og leiðindaveður þessa stundina. Félagarnir voru búnir að missa 5 laxa það sem af er að degi 2 í Faxa, 2 á fossbrotinu og 1 lax austan megin í Gljúfrinu. það verður spennandi að heyra í mönnum eftir seinni vaktina í dag hvort menn geti ekki látið laxinn tolla á stönginni. Veiði 1.7.2011 17:52
Svartá opnaði í morgun, komnir tveir á land. Við heyrðum í félögunum sem eru í Svartá í A-hún, en Svartá opnaði í morgun og náðu félagarnir 1 laxi fyrir framan veiðihúsið og mistu tvo í Ármótahyl á fyrstu vakt. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur næstu daga en það er greinilega eitthvað af laxi í Ármótahyl. Veiði 1.7.2011 17:49
Ágætis gangur í Ytri Rangá Við heyrðum í Matthíasi veiðiverði í Ytri Rangá í morgun og sagði hann vera stígandi í veiðinni þessa dagana. Frá opnunardeginum hafa verið að koma 2-3 laxar á dag en í gær tók veiðin kipp og alls veiddust 9 laxar í gær, margir misstir og sáu menn töluvert af fiski. þess má geta að flestir laxanna voru lúsugir. Það er stórstreymi næstu daga og er þá hægt að gera ráð fyrir því að það muni koma töluvert af laxi næstu daga. Veiði 1.7.2011 12:22
94 sm hængur úr Laxá í Kjós Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. Veiði 30.6.2011 16:52
Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti. Veiði 30.6.2011 16:43
Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Veiði 30.6.2011 16:39
9 laxar á land í Hítará Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. Veiði 30.6.2011 16:35
Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði hófst í Laxá í Dölum í gærdag. Í morgun kom svo fyrsti laxinn á land, tíu punda hrygna úr Brúarstreng. Mjög fínt vatn er í ánni en kalt líkt og víða. Veiði 29.6.2011 17:50
Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Opnunardagurinn í Bílsfelli var góður. Sett var í sex laxa í gær og var fjórum þeirra landað. Byrjunin lofar sem sagt góðu í Soginu. Veiði 29.6.2011 17:46
Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá í gær samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum. Var þar á ferðinni 82 cm hrygna sem veiddist um miðbik árinnar. Veiði 28.6.2011 21:06