Borgarstjórn

Fréttamynd

Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun

Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut í göng fyrsti kostur

Fyrsti valkostur við lagningu Sundabrautar er að leggja hana í göng segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hann segir að nú snúi upp á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að tryggja fjármögnun framkvæmdarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka val, gæði og árangur

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekkert athugavert við ritstjórnina

Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa

Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur í mál við Orkuveituna

Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur gæti náð meirihluta með 43%

Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í Reykjavík með 43 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur fimm sinnum náð meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða. Miklu skiptir hvernig atkvæði skiptast á önnur framboð. Fleiri vilja sjá Dag B. Eggertsson í stóli Borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun en mjótt er þó á munum á milli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Jafnt í borginni

Ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú fengju Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga menn kjörna eða sjö hvor flokkur. Vinstri - grænir fengju fimmtánda manninn og yrðu því í oddaafstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hindra að Big-Ben fái Úlfarsfellslóðirnar

Meirihlutinn í borginni ætlar að leita allra leiða til þess að hnekkja þeirri niðurstöðu að allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema ein, fari til sama mannsins. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að þessi niðurstaða hafi verið fyrirséð og vill endurtaka lóðaúthlutunina og láta draga um hver fái lóðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í borgarstjórn

Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn.

Innlent
Fréttamynd

Dagur fékk 47 prósent atkvæða

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi vann öruggan sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og fékk 47 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Í næstu sætum eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Björk Vilhelmsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Á áttunda hundrað hafa kosið

Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja slíta samstarfinu um Strætó

Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri framfaraspor stigin

Framfaraspor verða áfram stigin í þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar næstu árin, sögðu borgarfulltrúar R-listans í bókun við umræður í borgarstjórn um áætlun borgarinnar næstu þrjú árin.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá að taka afstöðu til sölunnar

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn samþykktu á borgarstjórnarfundi í dag að skora á stjórn Landsvirkjunar að bera söluna á Laxárstöð undir eigendur Landsvirkjunar; ríki, borg og Akureyrarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Marklaus þriggja ára áætlun

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir.

Innlent
Fréttamynd

Náði ekki tilætluðum árangri og hættir því

"Ég náði ekki tilætluðum árangri og þess vegna tók ég ákvörðun um að vera ekki með á listanum," segir Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, um ástæðu þess að hún tekur ekki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún bauð sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins en endaði í 2. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Öll atkvæði utan kjörfundar innsigluð

Stuðningsmenn Óskars Bergssonar, sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík um helgina, létu innsigla öll utankjörfundaratkvæði að talningu lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Félagsráðgjafar felldu samning

Félagsráðgjafar felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í vikunni. Kosningaþátttaka var um 90 prósent og greiddu nær allir atkvæði gegn samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón og Dagur vinsælastir

Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra.

Innlent
Fréttamynd

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

Innlent
Fréttamynd

Gengið frá lista VG fyrir borgarstjórnarkosningar

Hermann Valsson íþróttakennari skipar 5.sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til borgarstjórnarkosninga í vor. Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri leiðir listann. Tillaga uppstillingarnefndar um skipan á lista VG fyrir kosningarnar í vor var samþykkt á almennum félagsfundi nú í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Dagur genginn í Samfylkinguna

Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur.

Innlent