Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Sighvatur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 18:45 Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu. Borgarstjórn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu.
Borgarstjórn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira