Borgarstjórn

Fréttamynd

Kláfur sé fyrst og fremst að­­gengis­­mál

Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

92 hag­ræðingar- og um­bóta­til­lögur sam­þykktar í borgar­ráði

Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að setja kláf í Esju­hlíðar

Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað

Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað.

Innlent
Fréttamynd

Einnar lóðar forysta Einars

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Klinkið
Fréttamynd

Segir borgina í for­ystu en lána­stofnanir virðist draga lappirnar

Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið

Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig viljum við eldast?

Í amstri hversdagsins hugsa fæstir um framtíðina. Látum duga að dvelja í núinu, mæta til skóla eða vinnu, koma ungum á legg, halda heimili. Þannig týnist tíminn. Við verðum ekki var við að eldast, ekki fyrr en horft er á börnin í kringum okkur eflast, dafna, vaxa úr grasi eða þegar rekist er á gamlan vin eftir 30 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn

Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum lífs­gæða­borg

Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu

Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.

Innherji
Fréttamynd

Borgar­full­trúar í Reykja­vík - vel­komin í spila­tíma!

Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari.

Skoðun
Fréttamynd

„Af­leiðing af margra ára ó­á­byrgum rekstri“

„Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Segir bið­tíma eftir plássi á hjúkrunar­heimilum hafa styst

Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Við lýsum auð­vitað yfir miklum á­hyggjum“

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. 

Innlent
Fréttamynd

Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni

Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku.

Innlent
Fréttamynd

Rekstrarhalli borgarinnar nær sexfalt meiri miðað við áætlanir

Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.

Innherji
Fréttamynd

Góð í krísu

Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum.

Skoðun
Fréttamynd

Engir nýir starfs­menn nema nauð­syn beri til

Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 

Innlent