Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 21:00 Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt. Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt.
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31