Berglind Pétursdóttir

Fréttamynd

Veistu hvað mig dreymdi?

Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Ber miðja

Magabolir eru loksins komnir aftur í tísku. Fólk sem ólst upp í næntís fagnar af ákefð og finnst gott að láta haustgoluna leika um miðjuna. Sjálf er ég búin að klippa neðan af öllum bolum sem ég fann í skápnum og geng um götur bæjarins með naflann á undan mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Tómt tjón

Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leikskóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri

Bakþankar
Fréttamynd

Heilbrigð sál í hreinum líkama

Í klefum sundlauga landsins starfa iðnir sundverðir sem sjá til þess að sundgestir þvoi kroppa sína vel áður en gengið er til laugar. Ég hef aldrei unnið á vinnustað þar sem allir eru allsberir nema maður sjálfur en ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé steikt stemning.

Bakþankar
Fréttamynd

Plöntu- fanturinn

Sonur minn heimtaði lítið systkini um daginn svo við fórum saman í gróðrarstöð og keyptum flotta plöntu handa honum til að leika við. Eftir undursamlegt ferli umpottunar og nafngjöf leit ég í kringum mig og mundi af hverju heimilið var plöntulaust. Plönturnar voru allar dauðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Gæsilegt

Vinkonur mínar eru svo miklar nútímakonur að engin þeirra ætlar að gifta sig fyrr en um sextugt. Við erum sjálfstæðar nútímakonur, mætum á mikilvæga fundi og lifum í synd með mökum sem þvo þvott og taka fæðingarorlof. Gott og blessað.

Bakþankar
Fréttamynd

Frí

Hvernig var fríið? spurði ég félaga minn sem kom sér upp kjarnafjölskyldu langt fyrir aldur fram og var nýkominn heim úr pakkaferð frá Spáni. Hann hló tryllingslega áður en hann greip fast í handlegginn á mér og hristi mig duglega.

Bakþankar
Fréttamynd

Bið

Það er fátt leiðinlegra en að bíða. Bíða í röð. Bíða eftir strætó. Bíða eftir sumrinu. Úff. Allra leiðinlegast er þó að bíða hjá sýslumanninum eftir nýju vegabréfi. Ég íhugaði að hefja feril í skjalafalsi um daginn þegar ég var búin að panta alls konar flugmiða í allar áttir og fattaði svo að vegabréfið mitt var útrunnið. Ég byrjaði að klippa og líma en sá svo fréttirnar um konur sem höfðu klippt og límt með hræðilegum afleiðingum og ákvað að bruna upp í Kópavog á fund sýslumanns.

Bakþankar
Fréttamynd

Útvíkkun

Margur sprenglærður tískufræðingurinn hefur skrifað lærða fræðigrein um það hvernig tískan fer í hringi og við eigum allteins von á því að Tarzan-lendaskýlur komist aftur í tísku – það og sé hreinlega ekkert sem við getum gert í því.

Bakþankar
Fréttamynd

Vormorgunn í RVK

Mér fannst ég renna saman við Reykjavík og leið eins og allt sem ég hugsaði væri ljóð.

Bakþankar
Fréttamynd

Hátíðleiki

Ég elska hátíðir. Ég hef verið viðloðandi hátíðir um langt skeið. Ég seldi fólki með þykkar gleraugnaumgjarðir miða á djasshátíð mörg ár í röð, sit í stjórn danshátíðar, bý með manni sem skipuleggur hátíðir að atvinnu og er tíður hátíðargestur. Enda ekki kölluð Hátíðar-Berglind að ástæðulausu.

Bakþankar
Fréttamynd

i-úr

Tæknirisi framleiðir kassalaga armbandsúr og heimurinn fer eðlilega á hliðina. Þetta er úrið sem mun breyta lífinu eins og við þekkjum það. Fólk um allan heim klappar saman lófunum og öskrar: "Loksins! Úr sem ég þarf að hlaða daglega!“

Bakþankar
Fréttamynd

Mars

Febrúar leið hratt, enda stuttur í annan endann. Í febrúar var nóg við að vera, flestir búnir að gefast upp á janúar-detoxinu svo það var skálað og haldinn hátíðlegur Valentínusardagur, konudagur, öskudagur, sprengidagur og bolludagur.

Bakþankar
Fréttamynd

Hársár

Í æsku fór ég alltaf í klippingu með mömmu og þegar það var búið að blása og rúlla hana var klipptur þvertoppur á mig og mér hrósað fyrir þykkt hrosshársins sem guð blessaði mig með. Ég hélt áfram að fara í klippingu til sömu hárgreiðslukonu þegar ég varð stærri.

Bakþankar
Fréttamynd

Ritzenhoff-raunir

Það hefur verið sagt um mig (mamma segir um mig) að það sé ómögulegt að gefa mér gjafir, ég er stundum með fjólublátt hár, er ekki eins og fólk er flest og svo framvegis. Þar af leiðandi fæ ég mjög mikið af gjafakortum í gjafir og svo eru náttúrulega hinar

Bakþankar
Fréttamynd

"Hva, ertu eitthvað pirruð eða?“

Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent hringjanda póst þar sem ég gerði grein fyrir því hvernig mætti bæta samskipti okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Venjulegt nýtt ár

Nú árið er liðið í aldanna skaut og við bara laus við þess gleði og þraut. Enginn er lengur á yfirsnúningi og fólk nýtur lífsins á útsölum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hátíðafyllerí

Er enginn annar kominn með leiða á því að jólin standa yfir í þrjá mánuði? Nú erum við búin að vera að undirbúa jólin síðan í október og allir eru löngu komnir með upp í kok af þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Gleðilegt kvíðakast!

Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana.

Bakþankar
Fréttamynd

Sími sími

Líf mitt fer að mestu leyti fram á internetinu. Ég er á internetinu allan daginn að vinna og fræðast, grínast, skoða, njósna, hlæja og ranghvolfa augunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Grænmeti sæta

Ég horfði nýlega á myndband um grimmilega meðferð á litlum kjúllum og gerðist í kjölfarið æsipólitísk grænmetisæta.

Bakþankar
Fréttamynd

Barnamyndir

Ég er komin á þann aldur að mjög margir vinir mínir og kunningjar eru að eignast sín fyrstu börn. Fólk sem maður fylgdist með prófa sígó í fyrsta sinn er nú komið á fullt í hreiðurgerð og heklar heimferðarsett eins og það eigi lífið að leysa.

Bakþankar
Fréttamynd

Rassatónlist

Ég hlusta stundum á tónlist. Ég er bara þannig gerð. Ég hef gaman af alls konar tónlist og þar sem ég var alin upp af jazz-geggjara er rytminn í mér ríkjandi. Verð bara að dilla mér þið skiljið.

Bakþankar
Fréttamynd

Bósakaka

Ég mun aldrei gleyma því þegar pabbi kom heim með stórkostlega bleika Barbapabba-afmælisköku á þriggja ára afmælisdaginn minn. Hvílíkt undur sem mér þótti þetta sköpunarverk. Ég gat því ekki annað en horft djúpt í augu þriggja ára sonar míns og jánkað þegar hann bað um Bósa Ljósár afmælisköku

Bakþankar
Fréttamynd

Tilfinningar í bíl

Um daginn fór ég ein í bíltúr. Ekki eitthvað sem ég tek venjulega upp á, enda virkur þátttakandi í aðförinni að einkabílnum. Á þessum tiltekna tímapunkti fannst mér þetta þó vera eitthvað sem ég þyrfti að gera.

Bakþankar
Fréttamynd

Sumarflensan

Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld.

Bakþankar
Fréttamynd

KONUR! HAHAHA

Sástu leikinn í gær? Já, sá hann, dómarinn var alveg á brjóstahaldaranum. SNAKK, SNAKK, gefið mér snakk.“Einhvern veginn svona hljómar auglýsing sem er spiluð í útvarpi allra landsmanna þessa dagana í tilefni af því hversu vel snakk og heimsmeistaramót í karlafótbolta fara saman. Þarna er notast við klassískt brjóstahaldaragrín á kostnað kvenna, því það er svo fyndið.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinnustaðakex

Á vinnustöðum er kex. Það er í reglugerðinni um vinnustaði. 1.gr. Á vinnustöðum skal vera kex. 2. gr. Kexið skal vera við hliðina á kaffivélinni. Það eru reyndar undantekningar frá þessu eins og flestu. Til dæmis þegar ég vann sem ballettkennari, þá var aldrei kex. En förum ekki nánar út í það hér.

Bakþankar