Hundakúkur Berglind Pétursdóttir skrifar 13. október 2014 00:01 Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun