Landsdómur

Fréttamynd

Leikreglum breytt eftir á

Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrrum forsætisráðherra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráðstafana gegn Landsbankanum á því sama ári.

Fastir pennar
Fréttamynd

Geir ritaði dómsmálaráðherra bréf

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að dómsmálaráðuneytið veiti sér nánari upplýsingar um aðkomu saksóknara Alþingis að samningu frumvarps um breytingar á lögum um landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Víkja sæti vegna landsdóms

Kjararáði ber að ákveða þóknun dómenda og dómritara landsdóms, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í gildandi lögum segir að landsdómur sjálfur ákveði þóknunina. Telur ráðherrann eðlilegt að kjararáð annist ákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við landsdóm 113 milljónir

Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Geir vill Andra sem verjanda

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að óhæfilegur dráttur hafi orðið á því að sér sé skipaður verjandi í samræmi við þá ákvörðun Alþingis að höfða mál gegn honum. Hann hafi verulega hagsmuni af því að lögmaður sinn fái formlega stöðu verjanda og því vill Geir að Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, verði skipaður verjandi sinn.

Innlent
Fréttamynd

Ákært um eða eftir áramót

Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur þarf að velja á milli hjóna

Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigur­björnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum.

Innlent
Fréttamynd

Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður og Helgi kjörin saksóknarar Alþingis

Alþingi hefur kosið þau Sigríði Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, í embætti saksóknara og varasaksóknara Alþingis í komandi máli gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknaranefnd valin á þriðjudag

Saksóknaranefnd Alþingis vegna málshöfðunar gegn Geir Haarde verður kosin á þriðjudag, strax eftir að saksóknari og varasaksóknari hafa verið kjörnir. Nefndin er kosin á grundvelli laga um landsdóm og er gert ráð fyrir að um fimm manna nefnd sé að ræða sem fylgist með málinu og sé saksóknara Alþingis til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Verjandi Geirs vill að málið verði fellt niður

Verjandi Geirs Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, vill að Alþingi felli niður málshöfðun gegn Geir vegna meintra brota á ráðherraábyrgð. Þetta kemur fram í bréfi Andri Árnason, lögmaður Geirs, sendi forseta Alþingis í fyrradag, samkvæmt heimildum Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður og Helgi Magnús verða saksóknarar

Sigríður J. Friðjónsdóttir verður tilnefnd sem saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson verður tilnefndur sem varasaksóknari í málinu gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Réttlætiskennd misboðið

Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning".

Skoðun
Fréttamynd

Aftur boðað til mótmæla

Hópurinn sem boðaði til mótmæla gærkvöldsins hvetur fólk til þess að mæta á Austurvöll á ný í dag. Þingfundur hefst klukkan tvö í dag og á Facebook síðu hópsins er bent á að umræðuefni dagsins á þingi sé fjárlagafrumvarpið. „Samkvæmt því er boðaður gífurlegur niðurskurður í heilgbrigðis- og menntamálum. Engar kjarabætur fyrir bótaþega og engar úrbætur fyrir húsnæðislánagreiðendur. Þetta þýðir að við fáum eingöngu meira af því sama þrátt fyrir það að mörg okkar erum þegar komin í þrot," segir á Facebook síðunni.

Innlent
Fréttamynd

Beðið um vantrauststillögu

Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stalín eða stjórnarskráin?

Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þverbrestur þingsins

Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð.

Skoðun
Fréttamynd

Dómarar við Hæstarétt íhuga hæfi sitt

Tveir af fimm Hæstaréttardómurum sem sitja í landsdómi, störfuðu með Geir H. Haarde í fjármálaráðuneytinu, áður en þeir voru skipaðir í Hæstarétt. Fjórir hæstaréttardómarar til viðbótar kynnu að verða vanhæfir til að dæma í máli Geirs.

Innlent
Fréttamynd

Eiga að mæta með hávaðatól

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 19.30 í kvöld. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á sama tíma og er fólk hvatt til þess að mæta með stóra hljómgjafa til þess að „skapa réttan undirleik og umgjörð“ eins og segir á Facebook-síðu fyrir mótmælin sem ganga undir nafninu Tunnumótmælin.

Innlent
Fréttamynd

Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni

Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Ber ekki kala til nokkurs manns

„Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Innlent
Fréttamynd

Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti

Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs.

Innlent