Eiginmaður og sonur Ingibjargar Sólrúnar segja sig úr Samfylkingunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 12:15 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist hryggur yfir þeirri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin. Landsdómur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson segist hryggur yfir því að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir landsdómi. Hann segist hafa gengið í gegnum allt tilfinningalitrófið, en skrifað sig frá reiðinni. Eiginmaður og yngri sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna atkvæðagreiðslunnar í landsdómsmálinu. Mikil óánægja er meðal Samfylkingarfólks með að hluti þingflokksins hafi viljað ákæra fyrrverandi ráðherra flokksins fyrir landsdómi, þótt það hafi á endanum verið niðurstaða Alþingis að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra einan. Bæði Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, og yngri sonur þeirra hjóna, sögðu sig úr Samfylkingunni í þessari viku þegar atkvæðagreiðslan á Alþingi lá fyrir. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem var á endanum ekki ákærður, sneri aftur á Alþingi í gær. Hann segist hryggur yfir þeirri niðurstöðu þingsins að ákæra Geir. „Mér þótti niðurstaðan dapurleg. Ég var ekkert ánægður með það og var hryggur yfir því að Geir skyldi sendur fyrir landsdóm því mér þykir efni ekki standa til. Það sem var gert og ekki gert síðustu mánuðina fyrir hrun og alþjóðakreppuna miklu hefur ekki verið sýnt fram á að hefði haft afgerandi áhrif," segir Björgvin. Þessi tími fram að atkvæðagreiðslunni hefur verið erfiður fyrir Björgvin, en hann segist hafa farð í gegnum allt tilfinningalitrófið. Hann segist hins vegar ekki bera kala til nokkurs manns og segist hafa skrifað sig frá reiðinni. Fram kefur komið að Björgvin ætlaði að segja af sér embætti strax daginn eftir örlagaríka ákvörðun ríkisins um að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni banka hinn 29. september september 2008. Ástæðan er sú að honum, sem ráðherra bankamála, hafði verið haldið utan við atburðarásina sem leiddi til yfirtökunnar. Össur Skarphéðinsson lagði hins vegar hart að honum að halda áfram og segja ekki af sér. Kemur þetta t.d fram í Umsátrinu, bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. En hvernig er samband Björgvins og Össurar í dag? „Samband okkar er jafn gott núna og það var fyrir tíu árum," segir Björgvin.
Landsdómur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira