Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­horf á úr­slit Euro­vision hríð­féll

Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Meistari B-kvikmyndanna látinn

Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri.

Lífið
Fréttamynd

Love Lies Bleeding: Ekið af hrað­braut og út í skurð

Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hin raun­veru­lega Martha opnar sig hjá Pi­ers Morgan

Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Gleði og gæsa­húð á for­sýningu Sveitarómantíkur

Sérstök forsýning á sjónvarpsþáttunum Sveitarómantík fór fram á Kex hostel síðastliðinn mánudag. Þættirnir eru í umjón Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu sem fékk að skyggnast inn í líf sex para sem eiga það öll sameiginlegt að búa í sveit. Ása bauð gestum upp heimabakaðar kleinur og pönnukökur í anda þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Ian Gelder úr Game of Thrones látinn

Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.

Lífið
Fréttamynd

Á­horf á Euro­vision hríðfellur

Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bernard Hill er látinn

Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic.

Lífið
Fréttamynd

Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling

Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ó­stund­vísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara

Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma.

Lífið
Fréttamynd

Gæsa­húð og allur til­finninga­skalinn á for­sýningu Mari

Forsýning heimildarmyndinnar um hlaupadrottninguna Mari Jaersk fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona fylgdi Mari eftir í heilt ár, fór með henni í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi og heimsótti SOS barnaþorpið í Eistlandi þar sem hún ólst upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þættirnir rími við margt í raun­veru­leikanum

Afbrotafræðingur segir margt í þáttunum Baby Reindeer ríma við það sem hún hefur lesið í afbrotafræðunum. Hún segir umsáturseinelti nokkuð algengt á Íslandi, að um tíu prósent íslenskra kvenna verði fyrir því á lífsleiðinni og og fimm prósent íslenskra karla. 

Innlent
Fréttamynd

Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna

„Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið