Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

M*A*S*H-stjarnan Sally Keller­man er látin

Bandaríska leikkonan Sally Kellerman, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Margaret „Hot Lips“ O'Houlihan, í kvikmyndinni M*A*S*H, er látin. Hún varð 84 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Licorice Pizza: Hvað ertu að gera okkur, Paul Thomas Anderson?

Nýjasta kvikmynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er nú sýnd í Bíó Paradís. Hún fjallar um hinn fimmtán ára Gary, sem getur ekki látið hina 25 ára Alönu í friði. Gary er bráðþroska, á meðan Alana virðist algjörlega stöðnuð í þroska. Allt við framvindu myndarinnar er rangt, líkt og pizza með lakkrís (þó svo titillinn vísi í vínylplötur). 

Gagnrýni
Fréttamynd

Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd

Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir.

Lífið
Fréttamynd

Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða

Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið

Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista.

Lífið
Fréttamynd

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp!

Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni

Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Lífið
Fréttamynd

Galadriel og Elrond mæta aftur í Rings of Power

Fyrsta stikla Amazon-þáttanna Lord of the Rings: The Rings of Power verður sýnd í hálfleik á Super-bowl um helgina en upphitunin fyrir það er þegar hafin. Vanity Fair birti í dag myndir af nokkrum af aðalpersónum þáttanna og sagði frá hluta þess sem þættirnir eiga að fjalla um.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimildaþáttaröð um Janet Jackson

Ný heimildarþáttaröð um goðsögnina Janet Jackson er komin inn á Stöð 2+. Janet þarf vart að kynna en hún er yngsti meðlimur Jackson fjölskyldunnar. Hún hefur heldur betur sett sitt mark á tónlistarsöguna og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Lífið samstarf