Lífið

Ghost­bu­sters-leik­stjórinn Ivan Reit­man látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ivan Reitman fæddist í þáverandi Tékkóslóvakíu árið 1946.
Ivan Reitman fæddist í þáverandi Tékkóslóvakíu árið 1946. AP

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Ivan Reitman er látinn, 75 ára að aldri.

AP segir frá þessu en hann er þekktastur fyrir mynd sína Ghostbusters frá árinu 1984 sem skartaði þeim Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis og Rick Moranis í aðalhlutverkum.

Fjölskylda Reitman segir hann hafa andast á heimili sínu Kaliforníu í nótt.

Reitman leikstýrði sömuleiðis Meatballs og Stripes áður en hann leikstýrði Ghostbusters. Síðar átti hann eftir að leikstýra myndum eins og Twins, Six Days, Seven Nights og Junior.

Reitman fæddist í Komarno í þáverandi Tékkóslóvakíu árið 1946 en fluttist síðar til Norður-Ameríku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×