Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls

Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Valdi að verða sex­tug í stað þess að flytja til Eþíópíu

Yrsa Sigurðar­dóttir, glæpa­sagna­drottning og marg­faldur met­sölu­höfundur, fagnar sex­tugs­af­mæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stór­af­mælið með pompi og prakt í febrúar að jóla­bóka­flóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, sam­nefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Painkiller: Netflix-níðvísa um Oxy

Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína.

Lífið
Fréttamynd

Enn hækkar Disney verð

Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yrsa gaf Sigur­jóni og Erlingi nýjan Kulda

Yrsa Sigurðardóttir afhenti Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen fyrstu eintökin af nýrri útgáfu af spennusögunni Kulda. Samnefnd bíómynd þeirra félaga, byggð á bókinni, kemur í bíó 1. september.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjórn­endur Love Is­land hafi meinað sér að tala

Mitch Taylor, einn af kepp­endum í tíundu seríunni af Love Is­land, segir að sér hafi verið meinað að tjá sig af stjórn­endum þáttanna í sér­stökum endur­funda­þætti sem sýndur var síðast­liðinn mánu­dag.

Lífið
Fréttamynd

Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmti­legt var orðið leiðin­legt“

Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir.

Lífið
Fréttamynd

Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug

Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu

Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Breaking Bad stjarna látin

Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul.

Lífið
Fréttamynd

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni

Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Paul Reu­bens sem lék Pee-wee Her­man látinn

Bandaríski leikarinn Paul Reubens lést í gær sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku.

Erlent
Fréttamynd

„Í lífinu er ekkert grand plan“

Sigur­jón Sig­hvats­son er fluttur frá Hollywood og var nýlega verð­launaður fyrir frum­raun sína í leik­stjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leik­stjóra­stólinn. Í haust kemur hroll­vekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið.

Lífið