Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2023 14:03 Jim Caviezel, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Jesús, í myndinni Passion of the Christ, fer með aðalhlutverkið í Sound of Freedom. Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir. Þá er myndin ekki langt frá því að ná í svipuna hjá Indiana Jones sem hefur halað inn um 167 milljónum dala í Bandaríkjunum og í Kanada. Mission Impossible var frumsýnd 12. júlí og hefur halað inn tæpum 140 milljónum dala, samkvæmt frétt CNBC. Velgengni Sound of Freedom, með leikaranum Jim Cavaziel í aðalhlutverki, hefur einnig vakið athygli þar sem myndin var upprunalega sýnd í 2.600 kvikmyndahúsum vestanhafs. Bæði Mission Impossible og Indiana Jones voru sýndar í fleiri en fjögur þúsund kvikmyndahúsum. Myndinni hefur verið tekið nokkuð vel af gagnrýnendum og mjög vel af áhorfendum, ef marka má einkunnir hennar á Rotten Tomatoes. Stóran hluta þeirra tekna sem Sound of Freedom hefur aflað má rekja til markaðsherferðar þar sem kvikmyndagestir geta borgað fyrir fleiri en einn miða, svo aðrir eigi að hafa tök á að sjá myndina. Sound of Freedom hefur ekki verið sýnd annarsstaðar en í Bandaríkjunum. Til stendur að sýna hana í Suður-Afríku þann 18. ágúst og á Bretlandseyjum þann 1. september. Þó Sound of Freedom hafi vegnað vel í kvikmyndahúsum er óhætt að segja að hún sé mjög umdeild. Hún er sögð byggja á raunverulegum atburðum og fjallar um meinta baráttu Tim Ballard við að bjarga börnum sem búið er að ræna í frumskógum Kólumbíu. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Segir börn drepin til að lengja líf annarra Jim Caviezel, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Jesús í myndinni Passion of the Christ eftir Mel Gibson, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ummæla hans og tengsla við QAnon samsærishreyfinguna svokölluðu. Hann hefur lengi haldið því fram að alþjóðleg „elíta“ misnoti og myrði börn til að lengja líf sitt. Caviezel hefur talað um að Leyniþjónusta Bandaríkjanna muni myrða hann, að Joe Biden sé ekki forseti Bandaríkjanna og um að mikið óveður muni brátt skella á Bandaríkjunum, sem er fræg lína úr QAnon hreyfingunni. Í viðtölum við Steve Bannon, Mike Lindell, Fox og aðra hefur hann meðal annars sagt að mansal á börnum tengist lyfi sem unnið sé úr blóði barna. Það sé tíu sinnum sterkara en heróín og hafi einnig dulrænar verkanir eins og að lengja líf fólks. Í viðtali við Jordan Peterson hefur Ballard einnig haldið því fram að þessi lyfjavinnsla sé raunveruleg. Actor Jim Caviezel went on Steve Bannon's War Room again, where besides invoking the QAnon-connected adrenochrome conspiracy theory now also claimed it was connected to the false Ukrainian biolabs conspiracy theory which originally blew up online due to a QAnon influencer. https://t.co/vuXapDbMn7 pic.twitter.com/UQaq1WngMs— Alex Kaplan (@AlKapDC) June 21, 2023 Gátt til QAnon Í umfjöllun Guardian um myndina segir að Sound of Freedom virðist vera saklaus í sjálfu sér en í jöðrum hennar megi sjá anga QAnon og hún sé gátt til samsæriskenninga. Myndin var þó tekin upp áður en QAnon hreyfingin varð eins umfangsmikil og hún er í dag og eru engar tilvísanir til hreyfingarinnar og samsæriskenninga í myndinni. Hvað er QAnon? Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna sem hefur verið áberandi undanfarin ár. Í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Donald Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sérfræðingur sem rannsakað hefur hreyfinguna sem blaðamenn NPR ræddu við sagði Sound of Freedom markaðssetta fyrir fólk sem aðhyllist QAnon og það fólk hefði tekið myndinni opnum örmum. Miðillinn vísar til þess að á QAnon síðum hafi verið skrifað um það hvernig hægt sé að nota myndina til að auka útbreiðslu hreyfingarinnar. Þá hafa hægri sinnaðir stjórnmálamenn og aðrir á hægri væng stjórnmálanna vestanhafs auglýst hana mjög. Þeirra á meðal er Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sýndi kvikmyndina í þinghúsinu. The Sound of Freedom is more than a movie. It s a call to action to combat child trafficking wherever the evil exists.Thank you to Tim Ballard and Jim Caviezel for bringing this true story to light even though so many in Hollywood tried to stop you! pic.twitter.com/VPtenKk9Tt— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) July 26, 2023 Ýkja frásagnir af björgunum Tim Ballard sjálfur er einnig umdeildur maður. Hann segist hafa á árum áður starfað hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna og svo Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segist hann hafa unnið við að bjarga börnum úr ánauð og kynlífsþrælkun. Hann hætti svo þar og stofnaði samtökin Operation Underground Railroad, eða OUR, til að berjast gegn mansali á börnum á heimsvísu. Það segist Ballard hafa gert að áeggjan guðs. Samtökin segja að Ballard og aðrir starfsmenn hafi bjargað þúsundum barna úr ánauð. Blaðamenn VICE hafa lengi rannsakað OUR og segja mjög erfitt að sannreyna yfirlýsingar samtakanna um vel heppnaðar aðgerðir þeirra. Yfirlýsingar hafi reynst ýktar og erfiðar að sannreyna. Þá hafa fyrrverandi sjálfboðaliðar hjá OUR lýst yfir áhyggjum af því að samtökin hafi hreinlega leitt til kynferðisbrota á börnum þar sem dulbúnir sjálfboðaliðar hafi farið til erlendra ríkja, gengið milli bara og klúbba og spurst fyrir um stúlkur undir lögaldri. Forsvarsmenn OUR hafa einnig oft stært sig af björgun stúlku sem kölluð hefur verið Liliana. Hún er frá Mexíkó en þegar hún var fjórtán ára flutti hún inn til sautján ára kærasta hennar og fjölskyldu hans og var hún að miklu leyti að flýja kynferðislegt ofbeldi tveggja frænda sinna, samkvæmt frétt VICE. Hún og kærastinn fóru með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna og enduðu í New York. Þar þvingaði hann hana til vændis og læsti hana inni. Aðrar konur hafa sambærilegar sögur að segja af fjölskyldu mannsins. Þær hafi verið táldregnar til Bandaríkjanna, þar sem þær voru þvingaðar til vændis. Liliana og hinar konurnar sögðu fyrir dómi að þær hefðu verið fluttar um New York, Staten Island, News Jersey og nærliggjandi svæði og ætlast til að þær hefðu mök við allt að tuttugu menn á dag. Fólkið sem þvingaði þær í þrælkun tók svo allan peninginn af konunum. Eftir um þrjú og hálft ár af kynlífsþrælkun tókst Liliönu að flýja af sjálfsdáðum. Hefur ítrekað farið með fleipur um Liliönu Ballard hefur nokkrum sinnum talað um Liliönu en það gerði hann fyrst í grein á vef Fox News sem birt var árið 2019. Þá sagði hann að henni hefði verið rænt þegar hún var þrettán ára og að hún hefði verði þvinguð til að hafa mök við allt að fjörutíu menn á dag. Þá sagði hann að OUR hefðu að endingu hjálpað henni að flýja úr ánauðinni. Þremur dögum síðar var Ballard á viðburði í Hvíta húsinu með Donald Trump, þar sem hann kallaði eftir því að múr yrði reistur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá sagði hann aftur frá Liliönu og hvernig henni átti að hafa verið rænt „skömmu áður“, þegar hún var ellefu ára og að hann hefði kynnt þessa „ungu stúlku“ fyrir Ivönku Trump. Nokkrum dögum eftir það birti Ballard nýja grein þar sem hann hafði eftir Liliönu að hún vildi að múr yrði reistur á landamærunum. Sagði aftur að henni hefði verið rænt þegar hún var ellefu ára. Þá mætti hann fyrir þingnefnd nokkrum vikum eftir það þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið leyfi hjá ríkissaksóknara til að segja sögu Liliönu sem hann sagði þá að héti „Lily“ og ræddi nauðsyn múrsins. Ballard hefur nokkrum sinnum til viðbótar nefnt Liliönu en saga hans er töluvert öðruvísi en saga hennar er sögð í dómskjölum. Í fyrsta lagi var Liliönu ekki rænt, heldur var hún táldregin og plötuð úr erfiðum aðstæðum í verri. Samtökin OUR hafa oft verið gagnrýnd fyrir að einblína á æsifengnar sögur af rændum börnum og hunsa algengustu leiðina sem stúlkur og konur sem enda í kynlífsþrælkun fara. Oftar en ekki eru þær misnotaðar eða seldar af fólki sem þær þekkja og eru náin. Þá hefur Ballard gert Liliönu yngri en hún var. Hún var fjórtán ára þegar hún flutti inn til kærasta síns en ekki þrettán ára eða ellefu. Hún hafði þar að auki verið þvinguð í kynlífsþrælkun nærri því áratug fyrir þennan viðburð í Hvíta húsinu, ekki „skömmu áður“ og var ekki „ung stúlka“. Að endingu má benda á að Liliana slapp ekki úr ánauðinni með aðstoð OUR heldur tókst henni að flýja af sjálfsdáðum. Leituðu Gardy Mardy Í grein frá 2021 segir Vice frá því að starfsmenn og sjálfboðaliðar OUR hafi farið í björgunarleiðangur til þorps á Haítí við landamæri Dóminíska lýðveldisins. Sá leiðangur, sem farið var í árið 2014, byggði á ábendingu til Ballard, sem hann sagði trúverðuga. Samtökin réðu heilbrigðisstarfsmenn til að fara til þorpsins en með í för voru dulbúnir sérfræðingar samtakanna sem leituðu að týndu barni í þorpinu. Barnið sem verið var að leita að hét Gardy Mardy, strákur frá Haítí sem hafði fæðst í Bandaríkjunum. Hann var nærri því þriggja ára þegar hann hvarf úr kirkju föður hans í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Ballard hefur sagt að hvarf Mardy hafi verið meðal þeirra ástæðna sem leiddu til þess að hann stofnaði OUR. Eins og áður segir var farið í þennan leiðangur árið 2014 en tveir sem tóku þátt í honum ræddu við blaðamenn VICE, hvor í sínu lagi. Heimildarmennirnir segja að Ballard hafa haft eftir heimildarmanni sínum að mörg börn væru í haldi nærri þessu þorpi og Gardy væri meðal þeirra. Ballard treysti heimildarmanni sínum svo mikið að hann hringdi í föður Gardy, samkvæmt heimildarmönnunum, og sagði að drengurinn væri á leiðinni heim. Mætti með kvikmyndatökumenn og skyggn Seinna meir mætti Ballard með heimildarmann sinn og kvikmyndatökumenn í þorpið en meinaði öðrum að tala við konuna. Aðrir í leiðangrinum komust þó að því að um væri að ræða konu frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem segðist búa yfir skyggnigáfu. „Eftir nokkra daga komst ég að því að hún væri fjandans skyggn. Það var helvítis heimildarmaðurinn hans,“ sagði einn heimildarmannanna. Blaðamenn Vice höfðu samband við konuna sem sagðist hafa skrifað undir þagnarsamkomulag og þess vegna mætti hún ekki tjá sig. Talsmaður OUR sagði að löggæsluembætti hefðu bent samtökunum á konuna og að hún hefði aðstoðað við einhver stærstu mál samtakanna. Talsmaðurinn sagði samtökin hafa góða reynslu af skyggnu konunni og hún hefði hjálpað við marga leiðangra OUR. Sjálfboðaliðarnir tveir segja að Ballard hafi farið hlaupandi um þorpið með kvikmyndatökumennina í eftirdragi og valdið miklum usla í þorpinu. Að endingu hafi þorpsbúar skipað heilbrigðisstarfsmönnunum að fara og sérfræðingum OUR með þeim. „Þetta er ekki Taken“ Aðrir heimildarmenn segja um aðra leiðangra af þessu tagi að bakhjarlar OUR hafi fengið að koma að þeim. Þeim hafi virst að tilgangur með þeim væri að taka upp spennandi myndefni. Nokkrir uppgjafarhermenn sem störfuðu fyrir OUR um tíma sögðu VICE að OUR gerði oft aðstæður ungs fólks sem stundaði vændi verra. „Sko, þróunarheimurinn getur verið ljótur,“ sagði einn þeirra. „Fólk er örvæntingarfullt. Þau gera það sem þau geta. Þess vegna er mikið af sextán, sautján og átján ára stúlkum í vændi. Þetta eru oft ungar konur sem stunda vændi. Ég er ekki að segja að það sé í lagi. Ég er ekki að segja að þær þurfi ekki hjálp. Þetta er ekki Taken með Liam Neeson. Þessar stúlkur eru í örvæntingarfullum aðstæðum. Þær þurfa störf og menntun. Þær hafa ekki þörf á því að vera bjargað af einhverjum hvítum gaur frá Utah.“ Hætti nýverið hjá OUR eftir innri rannsókn Blaðamenn VICE komu höndum yfir mynd af tússtöflu þar sem Ballard hafði teiknað upp einhverskonar áætlun fyrir framtíðina. Þar hafði hann skipulagt að verða andlit baráttu gegn mansali, græða á því og leiða fólk að mormónatrúnni, sem hann tilheyrir. Hann hefur einnig lengi verið talinn stefna á hið pólitíska svið og spilaði smávægilega rullu í ríkisstjórn Donalds Trump. Ballard hætti nýverið hjá OUR en samkvæmt frétt VICE er það í kjölfar innri rannsóknar sem beindist gegn honum. Starfsmaður OUR mun hafa lagt fram kvörtun í kjölfar ferðar með honum. Eðli kvörtunarinnar liggur ekki fyrir og starfsmönnum OUR hefur verið meinað að ræða hana. Hann hafði áður verið sakaður um að misnota fé OUR og um óviðeigandi hegðun gagnvart konum. Hann var þó hreinsaður af sök innan OUR eftir innri rannsókn. Undanfarnar vikur hefur Ballard kynnt sig sem meðstofnanda Spear Fund, sem ku vera ný samtök sem berjast gegn mansali og kynlífsþrælkun. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. 12. september 2022 09:09 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þá er myndin ekki langt frá því að ná í svipuna hjá Indiana Jones sem hefur halað inn um 167 milljónum dala í Bandaríkjunum og í Kanada. Mission Impossible var frumsýnd 12. júlí og hefur halað inn tæpum 140 milljónum dala, samkvæmt frétt CNBC. Velgengni Sound of Freedom, með leikaranum Jim Cavaziel í aðalhlutverki, hefur einnig vakið athygli þar sem myndin var upprunalega sýnd í 2.600 kvikmyndahúsum vestanhafs. Bæði Mission Impossible og Indiana Jones voru sýndar í fleiri en fjögur þúsund kvikmyndahúsum. Myndinni hefur verið tekið nokkuð vel af gagnrýnendum og mjög vel af áhorfendum, ef marka má einkunnir hennar á Rotten Tomatoes. Stóran hluta þeirra tekna sem Sound of Freedom hefur aflað má rekja til markaðsherferðar þar sem kvikmyndagestir geta borgað fyrir fleiri en einn miða, svo aðrir eigi að hafa tök á að sjá myndina. Sound of Freedom hefur ekki verið sýnd annarsstaðar en í Bandaríkjunum. Til stendur að sýna hana í Suður-Afríku þann 18. ágúst og á Bretlandseyjum þann 1. september. Þó Sound of Freedom hafi vegnað vel í kvikmyndahúsum er óhætt að segja að hún sé mjög umdeild. Hún er sögð byggja á raunverulegum atburðum og fjallar um meinta baráttu Tim Ballard við að bjarga börnum sem búið er að ræna í frumskógum Kólumbíu. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Segir börn drepin til að lengja líf annarra Jim Caviezel, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Jesús í myndinni Passion of the Christ eftir Mel Gibson, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ummæla hans og tengsla við QAnon samsærishreyfinguna svokölluðu. Hann hefur lengi haldið því fram að alþjóðleg „elíta“ misnoti og myrði börn til að lengja líf sitt. Caviezel hefur talað um að Leyniþjónusta Bandaríkjanna muni myrða hann, að Joe Biden sé ekki forseti Bandaríkjanna og um að mikið óveður muni brátt skella á Bandaríkjunum, sem er fræg lína úr QAnon hreyfingunni. Í viðtölum við Steve Bannon, Mike Lindell, Fox og aðra hefur hann meðal annars sagt að mansal á börnum tengist lyfi sem unnið sé úr blóði barna. Það sé tíu sinnum sterkara en heróín og hafi einnig dulrænar verkanir eins og að lengja líf fólks. Í viðtali við Jordan Peterson hefur Ballard einnig haldið því fram að þessi lyfjavinnsla sé raunveruleg. Actor Jim Caviezel went on Steve Bannon's War Room again, where besides invoking the QAnon-connected adrenochrome conspiracy theory now also claimed it was connected to the false Ukrainian biolabs conspiracy theory which originally blew up online due to a QAnon influencer. https://t.co/vuXapDbMn7 pic.twitter.com/UQaq1WngMs— Alex Kaplan (@AlKapDC) June 21, 2023 Gátt til QAnon Í umfjöllun Guardian um myndina segir að Sound of Freedom virðist vera saklaus í sjálfu sér en í jöðrum hennar megi sjá anga QAnon og hún sé gátt til samsæriskenninga. Myndin var þó tekin upp áður en QAnon hreyfingin varð eins umfangsmikil og hún er í dag og eru engar tilvísanir til hreyfingarinnar og samsæriskenninga í myndinni. Hvað er QAnon? Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna sem hefur verið áberandi undanfarin ár. Í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Donald Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sérfræðingur sem rannsakað hefur hreyfinguna sem blaðamenn NPR ræddu við sagði Sound of Freedom markaðssetta fyrir fólk sem aðhyllist QAnon og það fólk hefði tekið myndinni opnum örmum. Miðillinn vísar til þess að á QAnon síðum hafi verið skrifað um það hvernig hægt sé að nota myndina til að auka útbreiðslu hreyfingarinnar. Þá hafa hægri sinnaðir stjórnmálamenn og aðrir á hægri væng stjórnmálanna vestanhafs auglýst hana mjög. Þeirra á meðal er Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sýndi kvikmyndina í þinghúsinu. The Sound of Freedom is more than a movie. It s a call to action to combat child trafficking wherever the evil exists.Thank you to Tim Ballard and Jim Caviezel for bringing this true story to light even though so many in Hollywood tried to stop you! pic.twitter.com/VPtenKk9Tt— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) July 26, 2023 Ýkja frásagnir af björgunum Tim Ballard sjálfur er einnig umdeildur maður. Hann segist hafa á árum áður starfað hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna og svo Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segist hann hafa unnið við að bjarga börnum úr ánauð og kynlífsþrælkun. Hann hætti svo þar og stofnaði samtökin Operation Underground Railroad, eða OUR, til að berjast gegn mansali á börnum á heimsvísu. Það segist Ballard hafa gert að áeggjan guðs. Samtökin segja að Ballard og aðrir starfsmenn hafi bjargað þúsundum barna úr ánauð. Blaðamenn VICE hafa lengi rannsakað OUR og segja mjög erfitt að sannreyna yfirlýsingar samtakanna um vel heppnaðar aðgerðir þeirra. Yfirlýsingar hafi reynst ýktar og erfiðar að sannreyna. Þá hafa fyrrverandi sjálfboðaliðar hjá OUR lýst yfir áhyggjum af því að samtökin hafi hreinlega leitt til kynferðisbrota á börnum þar sem dulbúnir sjálfboðaliðar hafi farið til erlendra ríkja, gengið milli bara og klúbba og spurst fyrir um stúlkur undir lögaldri. Forsvarsmenn OUR hafa einnig oft stært sig af björgun stúlku sem kölluð hefur verið Liliana. Hún er frá Mexíkó en þegar hún var fjórtán ára flutti hún inn til sautján ára kærasta hennar og fjölskyldu hans og var hún að miklu leyti að flýja kynferðislegt ofbeldi tveggja frænda sinna, samkvæmt frétt VICE. Hún og kærastinn fóru með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna og enduðu í New York. Þar þvingaði hann hana til vændis og læsti hana inni. Aðrar konur hafa sambærilegar sögur að segja af fjölskyldu mannsins. Þær hafi verið táldregnar til Bandaríkjanna, þar sem þær voru þvingaðar til vændis. Liliana og hinar konurnar sögðu fyrir dómi að þær hefðu verið fluttar um New York, Staten Island, News Jersey og nærliggjandi svæði og ætlast til að þær hefðu mök við allt að tuttugu menn á dag. Fólkið sem þvingaði þær í þrælkun tók svo allan peninginn af konunum. Eftir um þrjú og hálft ár af kynlífsþrælkun tókst Liliönu að flýja af sjálfsdáðum. Hefur ítrekað farið með fleipur um Liliönu Ballard hefur nokkrum sinnum talað um Liliönu en það gerði hann fyrst í grein á vef Fox News sem birt var árið 2019. Þá sagði hann að henni hefði verið rænt þegar hún var þrettán ára og að hún hefði verði þvinguð til að hafa mök við allt að fjörutíu menn á dag. Þá sagði hann að OUR hefðu að endingu hjálpað henni að flýja úr ánauðinni. Þremur dögum síðar var Ballard á viðburði í Hvíta húsinu með Donald Trump, þar sem hann kallaði eftir því að múr yrði reistur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá sagði hann aftur frá Liliönu og hvernig henni átti að hafa verið rænt „skömmu áður“, þegar hún var ellefu ára og að hann hefði kynnt þessa „ungu stúlku“ fyrir Ivönku Trump. Nokkrum dögum eftir það birti Ballard nýja grein þar sem hann hafði eftir Liliönu að hún vildi að múr yrði reistur á landamærunum. Sagði aftur að henni hefði verið rænt þegar hún var ellefu ára. Þá mætti hann fyrir þingnefnd nokkrum vikum eftir það þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið leyfi hjá ríkissaksóknara til að segja sögu Liliönu sem hann sagði þá að héti „Lily“ og ræddi nauðsyn múrsins. Ballard hefur nokkrum sinnum til viðbótar nefnt Liliönu en saga hans er töluvert öðruvísi en saga hennar er sögð í dómskjölum. Í fyrsta lagi var Liliönu ekki rænt, heldur var hún táldregin og plötuð úr erfiðum aðstæðum í verri. Samtökin OUR hafa oft verið gagnrýnd fyrir að einblína á æsifengnar sögur af rændum börnum og hunsa algengustu leiðina sem stúlkur og konur sem enda í kynlífsþrælkun fara. Oftar en ekki eru þær misnotaðar eða seldar af fólki sem þær þekkja og eru náin. Þá hefur Ballard gert Liliönu yngri en hún var. Hún var fjórtán ára þegar hún flutti inn til kærasta síns en ekki þrettán ára eða ellefu. Hún hafði þar að auki verið þvinguð í kynlífsþrælkun nærri því áratug fyrir þennan viðburð í Hvíta húsinu, ekki „skömmu áður“ og var ekki „ung stúlka“. Að endingu má benda á að Liliana slapp ekki úr ánauðinni með aðstoð OUR heldur tókst henni að flýja af sjálfsdáðum. Leituðu Gardy Mardy Í grein frá 2021 segir Vice frá því að starfsmenn og sjálfboðaliðar OUR hafi farið í björgunarleiðangur til þorps á Haítí við landamæri Dóminíska lýðveldisins. Sá leiðangur, sem farið var í árið 2014, byggði á ábendingu til Ballard, sem hann sagði trúverðuga. Samtökin réðu heilbrigðisstarfsmenn til að fara til þorpsins en með í för voru dulbúnir sérfræðingar samtakanna sem leituðu að týndu barni í þorpinu. Barnið sem verið var að leita að hét Gardy Mardy, strákur frá Haítí sem hafði fæðst í Bandaríkjunum. Hann var nærri því þriggja ára þegar hann hvarf úr kirkju föður hans í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Ballard hefur sagt að hvarf Mardy hafi verið meðal þeirra ástæðna sem leiddu til þess að hann stofnaði OUR. Eins og áður segir var farið í þennan leiðangur árið 2014 en tveir sem tóku þátt í honum ræddu við blaðamenn VICE, hvor í sínu lagi. Heimildarmennirnir segja að Ballard hafa haft eftir heimildarmanni sínum að mörg börn væru í haldi nærri þessu þorpi og Gardy væri meðal þeirra. Ballard treysti heimildarmanni sínum svo mikið að hann hringdi í föður Gardy, samkvæmt heimildarmönnunum, og sagði að drengurinn væri á leiðinni heim. Mætti með kvikmyndatökumenn og skyggn Seinna meir mætti Ballard með heimildarmann sinn og kvikmyndatökumenn í þorpið en meinaði öðrum að tala við konuna. Aðrir í leiðangrinum komust þó að því að um væri að ræða konu frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem segðist búa yfir skyggnigáfu. „Eftir nokkra daga komst ég að því að hún væri fjandans skyggn. Það var helvítis heimildarmaðurinn hans,“ sagði einn heimildarmannanna. Blaðamenn Vice höfðu samband við konuna sem sagðist hafa skrifað undir þagnarsamkomulag og þess vegna mætti hún ekki tjá sig. Talsmaður OUR sagði að löggæsluembætti hefðu bent samtökunum á konuna og að hún hefði aðstoðað við einhver stærstu mál samtakanna. Talsmaðurinn sagði samtökin hafa góða reynslu af skyggnu konunni og hún hefði hjálpað við marga leiðangra OUR. Sjálfboðaliðarnir tveir segja að Ballard hafi farið hlaupandi um þorpið með kvikmyndatökumennina í eftirdragi og valdið miklum usla í þorpinu. Að endingu hafi þorpsbúar skipað heilbrigðisstarfsmönnunum að fara og sérfræðingum OUR með þeim. „Þetta er ekki Taken“ Aðrir heimildarmenn segja um aðra leiðangra af þessu tagi að bakhjarlar OUR hafi fengið að koma að þeim. Þeim hafi virst að tilgangur með þeim væri að taka upp spennandi myndefni. Nokkrir uppgjafarhermenn sem störfuðu fyrir OUR um tíma sögðu VICE að OUR gerði oft aðstæður ungs fólks sem stundaði vændi verra. „Sko, þróunarheimurinn getur verið ljótur,“ sagði einn þeirra. „Fólk er örvæntingarfullt. Þau gera það sem þau geta. Þess vegna er mikið af sextán, sautján og átján ára stúlkum í vændi. Þetta eru oft ungar konur sem stunda vændi. Ég er ekki að segja að það sé í lagi. Ég er ekki að segja að þær þurfi ekki hjálp. Þetta er ekki Taken með Liam Neeson. Þessar stúlkur eru í örvæntingarfullum aðstæðum. Þær þurfa störf og menntun. Þær hafa ekki þörf á því að vera bjargað af einhverjum hvítum gaur frá Utah.“ Hætti nýverið hjá OUR eftir innri rannsókn Blaðamenn VICE komu höndum yfir mynd af tússtöflu þar sem Ballard hafði teiknað upp einhverskonar áætlun fyrir framtíðina. Þar hafði hann skipulagt að verða andlit baráttu gegn mansali, græða á því og leiða fólk að mormónatrúnni, sem hann tilheyrir. Hann hefur einnig lengi verið talinn stefna á hið pólitíska svið og spilaði smávægilega rullu í ríkisstjórn Donalds Trump. Ballard hætti nýverið hjá OUR en samkvæmt frétt VICE er það í kjölfar innri rannsóknar sem beindist gegn honum. Starfsmaður OUR mun hafa lagt fram kvörtun í kjölfar ferðar með honum. Eðli kvörtunarinnar liggur ekki fyrir og starfsmönnum OUR hefur verið meinað að ræða hana. Hann hafði áður verið sakaður um að misnota fé OUR og um óviðeigandi hegðun gagnvart konum. Hann var þó hreinsaður af sök innan OUR eftir innri rannsókn. Undanfarnar vikur hefur Ballard kynnt sig sem meðstofnanda Spear Fund, sem ku vera ný samtök sem berjast gegn mansali og kynlífsþrælkun.
Hvað er QAnon? Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna sem hefur verið áberandi undanfarin ár. Í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Donald Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. 12. september 2022 09:09 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. 12. september 2022 09:09
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41