Painkiller: Netflix-níðvísa um Oxy Heiðar Sumarliðason skrifar 20. ágúst 2023 09:48 Ferris Bueller farinn að selja dóp. Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína. Hljómar þetta kunnuglega? Jú, það af því þáttaröðin Dopesick var frumsýnd á Disney+ fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan, en hún fjallaði nokkurn veginn um nákvæmlega það sama. Það er reyndar mjög stutt síðan ég skrifaði dóm um þáttaröð sem kemur í kjölfarið á annarri seríu um nákvæmlega sömu sannsögulegu hlutina. Ég byrjaði sum sé að horfa á HBO-þáttaröðina Love and Death og þótti sagan heldur kunnugleg, kom þá í ljós að hún fjallar um nákvæmlega sömu atburði og Candy sem Disney+ hafði frumsýnt skömmu áður. Elizabeth Olsen sýndi dúndurframmistöðu í Love and Death, sem hægt er að sjá hjá Sjónvarpi Símans. Þegar Dopesick og Candy þættirnir voru nýfrumsýndir byrjaði ég að horfa á þá báða, en einhverra hluta vegna fjaraði það út. Sennilega var einhver áhugaverðari þáttur frumsýndur og þegar ég var búinn að horfa á hann og skrifa dóm, voru Dopesick og Candy sennilega eilítið farnir að rykfalla eða ég hreinlega búinn að gleyma þeim. En bæði Painkiller og Love and Death þáttaraðirnar voru hins vegar frumsýndar á tíma sem hentaði einstaklega vel hjá mér fyrir áhorf með væntanleg skrif í huga. Það er hálf merkilegt að þetta hafi gerst tvisvar í röð á mjög stuttum tíma, því þetta er í raun algjör óþarfi; það bað enginn um tvær útgáfur af sögu Candy Montgomery og ekki þurfti heldur tvær mjög svipaðar þáttaraðir um Oxycontin. Ef annar framleiðandi hefur framleiðslu meira en ári á undan þér um sama efnið er það merki um að sannsögulega þáttaröðin þín megi fara ofan í skúffu og betra að setja dollarana í eitthvað annað. En hér erum við þó, með tvær þáttaraðir um Candy, og nú þáttaröð númer tvö um Purdue Pharma og ópíóðafaraldurinn. Er Dopesick betri? Miðað við allt sem ég hef lesið og heyrt var Dopesick mjög vel tekið af áhorfendum á meðan viðtökur Painkiller eru meira í „la-la“ flokknum. Sjálfur ákvað ég að sleppa því að skoða dóma og áhorfendaeinkunnir, byrja að horfa og kíkja á viðtökur þegar ég væri búinn að gera upp við mig hvort ég ætlaði að klára áhorfið. Eftir fyrstu tvo þættina var ég orðinn „húkkt“ og gægðist inn á Rotten Tomatoes. Það sem þar blasti við kom mér töluvert á óvart: Ekki eru allir hrifnir af Painkiller. Yfirleitt ná þættir með slíka einkunn mér ekki og ég kemst oftast ekki langt inn í seríur sem skora svo lágt. Hins vegar, líkt og áður sagði, náði Painkiller mér og hafði ég töluvert yndi af áhorfinu. Mér dettur helst í hug að ánægja fólks með Dopesick sé að skyggja á Painkiller. Sjálfur hef ég engan samanburð, þar sem ég náði ekki einu sinni að klára fyrsta þátt fyrrnefndrar þáttaraðar og man lítið sem ekkert eftir því sem fyrir augu bar. Mikil ánægja var með Dopesick. Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að horfa á Dopesick í kjölfar Painkiller, en þegar stiklan fór að rúlla á Imdb-síðu Dopesick, sá ég eingöngu atriði sambærileg þeim sem áttu sér stað í Painkiller. Ég renndi því yfir sögulýsingu hvers þáttar fyrir sig og minntu þeir allir svo mikið á atburði og framvindu Painkiller að ég kom mér ekki í að horfa á það sem virtist næstum sama þáttaröðin. Kannski er Dopesick mun betri, það mun ég aldrei vita en ég hef ákveðið að láta eiga sig að horfa á hana og leyfa Painkiller að standa einni og sér í mínum huga. Níðvísa um lyfjafyrirtæki Það sem er einna merkilegast við Painkiller er hversu ofsafengnir í afstöðu sinni höfundarnir leyfa sér að vera. Maður heyrir stundum talað um að ákveðnar kvikmyndir séu óður til hins og þessa. T.d. að einhver kvikmynd Woody Allens sé óður til New York. Andstæðan við óð er níðvísa og mætti segja að Painkiller sé níðvísa um Purdue Pharma og þá sérstaklega forstjórann Richard Sackler. Hann er leikinn af Matthew Broderick, en halda mætti að hér sé um safaríkt hlutverk að ræða en á daginn kemur að persónan er í raun tóm skel. Broderick túlkar hann sem eins konar róbot, Svarthöfða með einhverfu. Edie Flowers (Uzo Aduba) kallar ekki allt ömmu sína. Miðað við auglýsingaefni tengt Painkiller mætti ætla að Broderick leiki aðalhlutverkið en stjarna þáttanna er þó Uzo Aduba. Hún er hins vegar ekki beint „stjarna“ og Broderick því látinn vera andlit þáttaraðarinnar. Aduba er samt óumdeilanlega stjarnan í Painkiller. Hún náði einstaklega vel að túlka örvinglun litla mannsins sem sér siðleysið og ræðst á það, þrátt fyrir að við algjört ofurefli sé að etja. Það sem háir Painkiller eilítið eru veikburða metafórur sem sífellt er verið að hjakkast í. Sérstaklega eru hin síendurteknu reykskynjarapíp á heimili Sacklers algjörlega yfirdrifin. Þetta var fínt í fyrsta þættinum, en að berja okkur í höfuðið með þessu í hvert sinn sem heim til hans var komið virkaði naív. Iðnaðarmaður í leikstjórastól Sá sem heldur hér um stjórnartaumana bak við myndavélina er Peter Berg. Hann er leikari sem var nokkuð áberandi á tíunda áratugi síðustu aldar, lék m.a. stór hlutverk í kvikmyndum á borð við The Last Seduction og Fire in the Sky, sem og sjónvarpsþáttunum Chicago Hope, sem Stöð 2 sýndi um árið. Hann hefur þó meira og minna starfað sem leikstjóri síðastliðna áratugi. Þeir sem eldri eru muna e.t.v. eftir Peter Berg úr The Last Seduction sem Sambíóin sýndu um árið. Ég get ekki sagt að ég sé sérlega upprifinn yfir leikstjórnarferli hans. Hann er t.d. með Will Smith floppið Hanckock á ferilskránni, sem og aðra stóra skelli á borð við Battleship sem kostaði óheyrilega marga dollara og skilaði Universal og Hasbro 150 milljón dollara tapi. Hann náði sér þó á strik sem Mark Wahlberg-viðhengi með myndunum Deepwater Horizon og Patriots Day, sem þrátt fyrir að skila ekki hagnaði fengu nokkuð góðar viðtökur gagnrýnenda. Þeim félögunum fataðist þó flugið með hinum vonlausu Mile 22 og Spenser Confidential og hafa hvílt samstafið síðan þá. Berg er leikstjóri sem Bandaríkjamenn myndu kalla „workmanlike.“ Hann mun alltaf skila ásættanlegu dagsverki en ekkert meira en það. Ég efast um að hann hafi hæfnina til að taka miðlungs handrit og hækka það upp um stig og er sennilega ekki efstur á lista hjá þeim sem raunverulega eru með gæðaefni í höndunum. Hann er týpan sem stendur við framleiðslulínuna, gætir þess að allt rúlli í verksmiðjunni og hún hefur ekki stoppað enn. Berg er í raun eins konar hermikráka. Hann fetar í fótspor merkilegri listamanna og kóperar stíl þeirra óskipt. Hér er hann t.d. að feta í The Big Short fótspor Adam McKay, það tekst sæmilega upp hjá honum, þó það leyni sér ekki að hann er síðri listamaður. Það geta auðvitað ekki allir verið brautryðjendur en þessi McKay-legi stíll fer þó að verða úr sér genginn. Berg gerir þó nóg hér, líkt og svo oft áður og skilar af sér viðunandi vöru sem stenst skoðun. Niðurstaða: Kannski ekki frumlegasta nálgunin en samt sem áður nokkuð vel heppnuð sjónvarpsþáttaröð um ópíóðafaraldurinn. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira
Hljómar þetta kunnuglega? Jú, það af því þáttaröðin Dopesick var frumsýnd á Disney+ fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan, en hún fjallaði nokkurn veginn um nákvæmlega það sama. Það er reyndar mjög stutt síðan ég skrifaði dóm um þáttaröð sem kemur í kjölfarið á annarri seríu um nákvæmlega sömu sannsögulegu hlutina. Ég byrjaði sum sé að horfa á HBO-þáttaröðina Love and Death og þótti sagan heldur kunnugleg, kom þá í ljós að hún fjallar um nákvæmlega sömu atburði og Candy sem Disney+ hafði frumsýnt skömmu áður. Elizabeth Olsen sýndi dúndurframmistöðu í Love and Death, sem hægt er að sjá hjá Sjónvarpi Símans. Þegar Dopesick og Candy þættirnir voru nýfrumsýndir byrjaði ég að horfa á þá báða, en einhverra hluta vegna fjaraði það út. Sennilega var einhver áhugaverðari þáttur frumsýndur og þegar ég var búinn að horfa á hann og skrifa dóm, voru Dopesick og Candy sennilega eilítið farnir að rykfalla eða ég hreinlega búinn að gleyma þeim. En bæði Painkiller og Love and Death þáttaraðirnar voru hins vegar frumsýndar á tíma sem hentaði einstaklega vel hjá mér fyrir áhorf með væntanleg skrif í huga. Það er hálf merkilegt að þetta hafi gerst tvisvar í röð á mjög stuttum tíma, því þetta er í raun algjör óþarfi; það bað enginn um tvær útgáfur af sögu Candy Montgomery og ekki þurfti heldur tvær mjög svipaðar þáttaraðir um Oxycontin. Ef annar framleiðandi hefur framleiðslu meira en ári á undan þér um sama efnið er það merki um að sannsögulega þáttaröðin þín megi fara ofan í skúffu og betra að setja dollarana í eitthvað annað. En hér erum við þó, með tvær þáttaraðir um Candy, og nú þáttaröð númer tvö um Purdue Pharma og ópíóðafaraldurinn. Er Dopesick betri? Miðað við allt sem ég hef lesið og heyrt var Dopesick mjög vel tekið af áhorfendum á meðan viðtökur Painkiller eru meira í „la-la“ flokknum. Sjálfur ákvað ég að sleppa því að skoða dóma og áhorfendaeinkunnir, byrja að horfa og kíkja á viðtökur þegar ég væri búinn að gera upp við mig hvort ég ætlaði að klára áhorfið. Eftir fyrstu tvo þættina var ég orðinn „húkkt“ og gægðist inn á Rotten Tomatoes. Það sem þar blasti við kom mér töluvert á óvart: Ekki eru allir hrifnir af Painkiller. Yfirleitt ná þættir með slíka einkunn mér ekki og ég kemst oftast ekki langt inn í seríur sem skora svo lágt. Hins vegar, líkt og áður sagði, náði Painkiller mér og hafði ég töluvert yndi af áhorfinu. Mér dettur helst í hug að ánægja fólks með Dopesick sé að skyggja á Painkiller. Sjálfur hef ég engan samanburð, þar sem ég náði ekki einu sinni að klára fyrsta þátt fyrrnefndrar þáttaraðar og man lítið sem ekkert eftir því sem fyrir augu bar. Mikil ánægja var með Dopesick. Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að horfa á Dopesick í kjölfar Painkiller, en þegar stiklan fór að rúlla á Imdb-síðu Dopesick, sá ég eingöngu atriði sambærileg þeim sem áttu sér stað í Painkiller. Ég renndi því yfir sögulýsingu hvers þáttar fyrir sig og minntu þeir allir svo mikið á atburði og framvindu Painkiller að ég kom mér ekki í að horfa á það sem virtist næstum sama þáttaröðin. Kannski er Dopesick mun betri, það mun ég aldrei vita en ég hef ákveðið að láta eiga sig að horfa á hana og leyfa Painkiller að standa einni og sér í mínum huga. Níðvísa um lyfjafyrirtæki Það sem er einna merkilegast við Painkiller er hversu ofsafengnir í afstöðu sinni höfundarnir leyfa sér að vera. Maður heyrir stundum talað um að ákveðnar kvikmyndir séu óður til hins og þessa. T.d. að einhver kvikmynd Woody Allens sé óður til New York. Andstæðan við óð er níðvísa og mætti segja að Painkiller sé níðvísa um Purdue Pharma og þá sérstaklega forstjórann Richard Sackler. Hann er leikinn af Matthew Broderick, en halda mætti að hér sé um safaríkt hlutverk að ræða en á daginn kemur að persónan er í raun tóm skel. Broderick túlkar hann sem eins konar róbot, Svarthöfða með einhverfu. Edie Flowers (Uzo Aduba) kallar ekki allt ömmu sína. Miðað við auglýsingaefni tengt Painkiller mætti ætla að Broderick leiki aðalhlutverkið en stjarna þáttanna er þó Uzo Aduba. Hún er hins vegar ekki beint „stjarna“ og Broderick því látinn vera andlit þáttaraðarinnar. Aduba er samt óumdeilanlega stjarnan í Painkiller. Hún náði einstaklega vel að túlka örvinglun litla mannsins sem sér siðleysið og ræðst á það, þrátt fyrir að við algjört ofurefli sé að etja. Það sem háir Painkiller eilítið eru veikburða metafórur sem sífellt er verið að hjakkast í. Sérstaklega eru hin síendurteknu reykskynjarapíp á heimili Sacklers algjörlega yfirdrifin. Þetta var fínt í fyrsta þættinum, en að berja okkur í höfuðið með þessu í hvert sinn sem heim til hans var komið virkaði naív. Iðnaðarmaður í leikstjórastól Sá sem heldur hér um stjórnartaumana bak við myndavélina er Peter Berg. Hann er leikari sem var nokkuð áberandi á tíunda áratugi síðustu aldar, lék m.a. stór hlutverk í kvikmyndum á borð við The Last Seduction og Fire in the Sky, sem og sjónvarpsþáttunum Chicago Hope, sem Stöð 2 sýndi um árið. Hann hefur þó meira og minna starfað sem leikstjóri síðastliðna áratugi. Þeir sem eldri eru muna e.t.v. eftir Peter Berg úr The Last Seduction sem Sambíóin sýndu um árið. Ég get ekki sagt að ég sé sérlega upprifinn yfir leikstjórnarferli hans. Hann er t.d. með Will Smith floppið Hanckock á ferilskránni, sem og aðra stóra skelli á borð við Battleship sem kostaði óheyrilega marga dollara og skilaði Universal og Hasbro 150 milljón dollara tapi. Hann náði sér þó á strik sem Mark Wahlberg-viðhengi með myndunum Deepwater Horizon og Patriots Day, sem þrátt fyrir að skila ekki hagnaði fengu nokkuð góðar viðtökur gagnrýnenda. Þeim félögunum fataðist þó flugið með hinum vonlausu Mile 22 og Spenser Confidential og hafa hvílt samstafið síðan þá. Berg er leikstjóri sem Bandaríkjamenn myndu kalla „workmanlike.“ Hann mun alltaf skila ásættanlegu dagsverki en ekkert meira en það. Ég efast um að hann hafi hæfnina til að taka miðlungs handrit og hækka það upp um stig og er sennilega ekki efstur á lista hjá þeim sem raunverulega eru með gæðaefni í höndunum. Hann er týpan sem stendur við framleiðslulínuna, gætir þess að allt rúlli í verksmiðjunni og hún hefur ekki stoppað enn. Berg er í raun eins konar hermikráka. Hann fetar í fótspor merkilegri listamanna og kóperar stíl þeirra óskipt. Hér er hann t.d. að feta í The Big Short fótspor Adam McKay, það tekst sæmilega upp hjá honum, þó það leyni sér ekki að hann er síðri listamaður. Það geta auðvitað ekki allir verið brautryðjendur en þessi McKay-legi stíll fer þó að verða úr sér genginn. Berg gerir þó nóg hér, líkt og svo oft áður og skilar af sér viðunandi vöru sem stenst skoðun. Niðurstaða: Kannski ekki frumlegasta nálgunin en samt sem áður nokkuð vel heppnuð sjónvarpsþáttaröð um ópíóðafaraldurinn.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira