Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð

Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni.

Lífið
Fréttamynd

Hefur læðst nokkrum sinnum inn í bíósal til að sjá viðbrögð

Leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni fannst "meiriháttar“ að fá loksins að horfa á kvikmyndina Ég man þig í fullum sal fólks. Myndin, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd fyrr í mánuðinum og miðasala á myndina hefur gengið vel síðan.

Lífið
Fréttamynd

Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dásamlegt að geta bara búið til bíó

Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.

Menning
Fréttamynd

Vitleysingar Vetrarbrautarinnar í góðum fíling

Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnu­nördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni og slettu af sál í létta og óvenjulega geim­óperu. Eðlilega er þá staðallinn fyrir framhaldsmyndina nokkuð hár.

Gagnrýni
Fréttamynd

Happy Days leikkona látin

Erin Moran, sem þekktust er fyrir túlkun sína á persónunni Joanie Cunningham í gamanþáttaröðunum Happy Days og Joanie Loves Chachi, er látin. Hún var 56 ára.

Lífið