Í litríkum Hálsaskógi er ljúft að vera 27. apríl 2017 11:00 Það er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi. Fyrir marga Íslendinga er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi, hvort sem það snýr að minningum einhverra þeirra fjölmörgu sviðssýninga hérlendis í gegnum áratugina eða einfaldlega tilhugsuninni um piparkökulagið. Þessi káta skilaboðasaga norska leikskáldsins Thorbjörns Egner hefur notið svakalegra vinsælda hérlendis og hefur nánast hver lifandi kynslóð séð, lesið eða heyrt hana í einhverju formi. Egner var auðvitað mikill siðapredikari en honum var ávallt annt um að flytja jákvæðan boðskap og lögin úr sögunum eru allflest enn í dag algjörir eyrnaormar. Þetta sést ekki bara best á Dýrunum í Hálsaskógi, heldur líka Kardemommubænum og Karíusi og Baktusi. Ef það er eitthvað sem hlýtur að hafa ómað oftar á heimilum barna þjóðarinnar heldur en raddir Ladda, þá eru það orðin „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þetta eru krúttleg og þörf skilaboð í krúttlegri og saklausri sögu. Það er í rauninni ótrúlegt að aldrei hefur gengið að flytja hana upp á hvíta tjaldið fyrr en nú. Það hefur verið heppilegra (og sjálfsagt kostnaðarminna) að í þessari bíóútfærslu, sem unnin er frá heimalandinu, skuli meira haldið sig við gamla skólann en t.d. tölvuteikningar. Dýrin og heimili þeirra lifna gjörsamlega við með litríkum og heillandi brúðumyndastíl, kenndum við svokallað „Stop-motion“. Útlit og samsetning eru almennt nokkuð glæsileg. Persónurnar gætu ekki poppað betur út þó þörf væri fyrir þrívíddargleraugu, þörf sem þessi mynd er blessunarlega laus við. Til gamans má geta að hönnun persónanna er byggð á handbrúðum sem Egner bjó til fyrir brúðusýningu fyrir u.þ.b. sextíu árum. Útfærsla tónlistarinnar svíkur engan og á norski kvartettinn Katzenjammer mikið hrós skilið fyrir að nálgast gömlu lögin með huggulegri virðingu og gefa þeim aðeins meiri aukakraft. Það er heldur ekki slegin feilnóta í íslenskri raddsetningu myndarinnar, þó að undirritaður sé mjög forvitinn að vita hvernig myndin spilast út á upprunalega málinu. Persónurnar eru allar samkvæmar sjálfum sér og handritshöfundurinn Karsten Fullu hefur ákveðið að breyta ekki of miklu í framvindunni eða samtölunum. Við þekkjum öll orðið þessar helstu fígúrur. Lilli klifurmús er bjartsýnn og prakkaralegur en eitthvað svo óvenju elskulegur þrátt fyrir að vera latur og sjálfumglaður. Hann verður ekkert síður auðelskaður í túlkun Ævars Þórs Benediktssonar, en hann lék sjálfur hlutverkið á sviði frá 2012 til 2013. Orri Huginn Ágústsson smellpassar sem Mikki refur, Viktor Már nær mikilli sál í réttlætismúsina Martein og restin lætur vel um sig fara. Það sem myndin græðir þó mest á er hversu brött, björt og lífleg hún er. Heildarlengdin er ekki nema 75 mínútur og pakkar hverri mínútu í þann ramma og tryggir að börnin fari ekki að iða of mikið í sætum sínum – nema hugsanlega til að dansa, stappa eða dilla sér með tónlistinni. Sagan er auðvitað beinskeytt og einföld. Byggingin er hress og skiptist heildarsagan sem áður í tvo hluta; sá fyrri leiðir allt að lagafrumvarpsgerðinni frægu þar sem lögð er fram tillaga um grænmetisát og vinsemd. Í þeim seinni sjáum við svo afrakstur samvinnu dýranna, reiða bændur og kæti í afmælisfagnaði. Það hefði trúlega mátt gera meira úr aðlöguninni, jafnvel bæta við fleiri persónum (eitthvað óskaplega er fátt um skepnur í þessum skógi alltaf) eða lauma inn meiri húmor fyrir eldra liðið. Dýrin í Hálsaskógi sem saga hefur aldrei unnið sér inn neina punkta fyrir marglaga frásögn eða dýpt í persónusköpun, en sjarma sögunnar er ekki erfitt að finna og enn í dag er skiljanlegt að þessi saga eigi sér sess hjá svo mörgum. Ræturnar eru allavega virtar í bíóútgáfunni og haldið upp á þær. Brúðustíllinn innsiglar það líka að með kátínu í útfærslunni er alltaf gott fjör í Hálsaskóginum.Niðurstaða: Prýðilega er farið með sígildan efnivið. Krúttleg og hressandi mynd sem yngri hópunum ætti alls ekki að leiðast yfir. Bíó og sjónvarp Krakkar Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fyrir marga Íslendinga er erfitt að verða ekki fyrir vægu nostalgíukasti yfir Dýrunum í Hálsaskógi, hvort sem það snýr að minningum einhverra þeirra fjölmörgu sviðssýninga hérlendis í gegnum áratugina eða einfaldlega tilhugsuninni um piparkökulagið. Þessi káta skilaboðasaga norska leikskáldsins Thorbjörns Egner hefur notið svakalegra vinsælda hérlendis og hefur nánast hver lifandi kynslóð séð, lesið eða heyrt hana í einhverju formi. Egner var auðvitað mikill siðapredikari en honum var ávallt annt um að flytja jákvæðan boðskap og lögin úr sögunum eru allflest enn í dag algjörir eyrnaormar. Þetta sést ekki bara best á Dýrunum í Hálsaskógi, heldur líka Kardemommubænum og Karíusi og Baktusi. Ef það er eitthvað sem hlýtur að hafa ómað oftar á heimilum barna þjóðarinnar heldur en raddir Ladda, þá eru það orðin „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þetta eru krúttleg og þörf skilaboð í krúttlegri og saklausri sögu. Það er í rauninni ótrúlegt að aldrei hefur gengið að flytja hana upp á hvíta tjaldið fyrr en nú. Það hefur verið heppilegra (og sjálfsagt kostnaðarminna) að í þessari bíóútfærslu, sem unnin er frá heimalandinu, skuli meira haldið sig við gamla skólann en t.d. tölvuteikningar. Dýrin og heimili þeirra lifna gjörsamlega við með litríkum og heillandi brúðumyndastíl, kenndum við svokallað „Stop-motion“. Útlit og samsetning eru almennt nokkuð glæsileg. Persónurnar gætu ekki poppað betur út þó þörf væri fyrir þrívíddargleraugu, þörf sem þessi mynd er blessunarlega laus við. Til gamans má geta að hönnun persónanna er byggð á handbrúðum sem Egner bjó til fyrir brúðusýningu fyrir u.þ.b. sextíu árum. Útfærsla tónlistarinnar svíkur engan og á norski kvartettinn Katzenjammer mikið hrós skilið fyrir að nálgast gömlu lögin með huggulegri virðingu og gefa þeim aðeins meiri aukakraft. Það er heldur ekki slegin feilnóta í íslenskri raddsetningu myndarinnar, þó að undirritaður sé mjög forvitinn að vita hvernig myndin spilast út á upprunalega málinu. Persónurnar eru allar samkvæmar sjálfum sér og handritshöfundurinn Karsten Fullu hefur ákveðið að breyta ekki of miklu í framvindunni eða samtölunum. Við þekkjum öll orðið þessar helstu fígúrur. Lilli klifurmús er bjartsýnn og prakkaralegur en eitthvað svo óvenju elskulegur þrátt fyrir að vera latur og sjálfumglaður. Hann verður ekkert síður auðelskaður í túlkun Ævars Þórs Benediktssonar, en hann lék sjálfur hlutverkið á sviði frá 2012 til 2013. Orri Huginn Ágústsson smellpassar sem Mikki refur, Viktor Már nær mikilli sál í réttlætismúsina Martein og restin lætur vel um sig fara. Það sem myndin græðir þó mest á er hversu brött, björt og lífleg hún er. Heildarlengdin er ekki nema 75 mínútur og pakkar hverri mínútu í þann ramma og tryggir að börnin fari ekki að iða of mikið í sætum sínum – nema hugsanlega til að dansa, stappa eða dilla sér með tónlistinni. Sagan er auðvitað beinskeytt og einföld. Byggingin er hress og skiptist heildarsagan sem áður í tvo hluta; sá fyrri leiðir allt að lagafrumvarpsgerðinni frægu þar sem lögð er fram tillaga um grænmetisát og vinsemd. Í þeim seinni sjáum við svo afrakstur samvinnu dýranna, reiða bændur og kæti í afmælisfagnaði. Það hefði trúlega mátt gera meira úr aðlöguninni, jafnvel bæta við fleiri persónum (eitthvað óskaplega er fátt um skepnur í þessum skógi alltaf) eða lauma inn meiri húmor fyrir eldra liðið. Dýrin í Hálsaskógi sem saga hefur aldrei unnið sér inn neina punkta fyrir marglaga frásögn eða dýpt í persónusköpun, en sjarma sögunnar er ekki erfitt að finna og enn í dag er skiljanlegt að þessi saga eigi sér sess hjá svo mörgum. Ræturnar eru allavega virtar í bíóútgáfunni og haldið upp á þær. Brúðustíllinn innsiglar það líka að með kátínu í útfærslunni er alltaf gott fjör í Hálsaskóginum.Niðurstaða: Prýðilega er farið með sígildan efnivið. Krúttleg og hressandi mynd sem yngri hópunum ætti alls ekki að leiðast yfir.
Bíó og sjónvarp Krakkar Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira