Vitleysingar Vetrarbrautarinnar í góðum fíling Tómas Valgeirsson skrifar 4. maí 2017 09:45 Leikarar Guardians of the Galaxy Vol. 2 spila vel saman og útkoman er áreynslulaus og skemmtileg. vísir/afp Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnunördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni og slettu af sál í létta og óvenjulega geimóperu. Eðlilega er þá staðallinn fyrir framhaldsmyndina nokkuð hár. Eins og áhorfendur vita margir samanstendur hetjuhópurinn af viðkunnanlega leiðtoganum Peter Quill, hinni stálhörðu Gamoru, stríðskappanum einfalda Drax, byssuóða þvottabirninum Rocket og Groot litla, manngerða trénu sem ætlar sér öllu að drekkja með sakleysi sínu og dúllulegheitum. Seinast voru þessir vitleysingar miklir einfarar sem komu saman og urðu að náinni liðsheild. Í Guardians of the Galaxy Vol. 2 er reynt á tengsl teymisins með ósögðum tilfinningum og togstreitu, kenndum við hvaða fjölskyldumynstur sem er. Eins og þetta sé ekki nóg glímir Quill núna við tvær ólíkar föðurímyndir sem hann á margt óuppgert við. Það er erfitt að eiga ekki við nokkur vandamál að stríða þegar uppeldisfaðir þinn er villimaður og líffaðir þinn hvergi viðstaddur út æskuna – og lifandi pláneta þar að auki! Með Guardians of the Galaxy Vol. 2 er tekið meira eða minna allt sem fólk elskaði við fyrri myndina og það fjölfaldað; fleiri brandarar, stærri hasar, aukin krúttlegheit og almennt hærri kvóti af rugli og skrípalegum súrrealisma. Sem betur fer gefur hún samt forvera sínum lítið eftir og er varla dauða mínútu að finna. Heilt yfir má segja að fyrri myndin sé aðeins hnitmiðaðri í frásögninni en það er ýmislegt sem seinni myndin gerir betur. Skúrkurinn er eftirminnilegri, hasarinn flottari, tilfinningakjarninn sterkari og áhersla á persónurnar aðeins meiri. Í framhaldssögum Marvel hefur venjan oft verið sú að ofhlaða sögur með nýjum persónum og uppstillingum fyrir komandi ævintýri. Gunn gengur prýðilega að forðast þessar gryfjur og reynir að segja í staðinn heldur einfalda og persónulega sögu og einbeitir sér að gildum og gangverkum fjölskyldubanda.Í handritinu skilur Gunn ekkert eftir til að lesa á milli línanna með samtölunum, heldur eru allar tilfinningar sagðar upphátt eða stafaðar út hjá persónum. Þetta er þó ekki beinlínis galli því yfirdrifni tónninn gengur enn upp og karakterarnir eftirminnilegir og skemmtilegir. Það rignir líka bröndurum í handritinu og ef einn hittir ekki í mark er alltaf stutt í annan sem gerir það áreynslulaust. Eins og síðast eiga leikararnir kostulega dýnamík, sem í þessari lotu er bara öflugri ef eitthvað er. Allir eru miklu öruggari í hlutverkum sínum. Hver og einn finnur nýjar stillingar á sér (þar á meðal hinir tölvugerðu Rocket og Groot) og dýpkar karakter sinn á einn eða annan hátt. Michael Rooker er á góðri leið með að stela myndinni sem geimsjóræninginn Yondu og ný andlit fara létt með að krydda allt partíið, þar á meðal Pom Klementieff og Sylvester Stallone í gestahlutverki. Kurt Russell kemur líka sterkur inn í hlutverki hins forvitnilega Ego. Útlitslega og í almennum fíling virkar myndin eins og hasarblað sem hefur verið vakið til lífs. Stíll, hönnun og tæknibrellur eru til fyrirmyndar. Tónlistarvalið leikur líka, eins og síðast, ekki bara svakalegt hlutverk í stemningunni heldur er það gjörsamlega grafið inn í DNA myndarinnar. Gömlu poppslagararnir eru ekki eins þekktir og þeir sem fylgdu listanum síðast en lögin öll smellpassa við senurnar og gefa þeim fínan púls. Grípandi hápunktum er náð með tónlist frá t.d. Fleetwood Mac, Glen Campbell, Jay and the Americans, Cat Stevens, ELO og fleirum. Mixið er geggjað, vissulega, en annað hefði verið vonbrigði. „Það eru tvenns konar verur í alheiminum; þessar sem dansa og þær sem gera það ekki,“ mælir hinn óborganlegi Drax á einum tímapunkti. Á marga vegu innsiglar þetta hugarfarið sem Guardians of the Galaxy Vol. 2 er ætlað að smita áhorfandann með. Hún er mynd sem gengur út á það að grínast, tjútta og njóta sín í brellu- og tilraunagleðinni, bara hafa gaman. Ekki flóknara en það. Tjúttaðu bara með.Niðurstaða: Vol. 2 nær ekki alveg að toppa forvera sinn en persónurnar, húmorinn, hasarinn, stíllinn og tónlistin tryggja dúndurskemmtilega sumarafþreyingu engu að síður. Geggjað mix. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnunördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni og slettu af sál í létta og óvenjulega geimóperu. Eðlilega er þá staðallinn fyrir framhaldsmyndina nokkuð hár. Eins og áhorfendur vita margir samanstendur hetjuhópurinn af viðkunnanlega leiðtoganum Peter Quill, hinni stálhörðu Gamoru, stríðskappanum einfalda Drax, byssuóða þvottabirninum Rocket og Groot litla, manngerða trénu sem ætlar sér öllu að drekkja með sakleysi sínu og dúllulegheitum. Seinast voru þessir vitleysingar miklir einfarar sem komu saman og urðu að náinni liðsheild. Í Guardians of the Galaxy Vol. 2 er reynt á tengsl teymisins með ósögðum tilfinningum og togstreitu, kenndum við hvaða fjölskyldumynstur sem er. Eins og þetta sé ekki nóg glímir Quill núna við tvær ólíkar föðurímyndir sem hann á margt óuppgert við. Það er erfitt að eiga ekki við nokkur vandamál að stríða þegar uppeldisfaðir þinn er villimaður og líffaðir þinn hvergi viðstaddur út æskuna – og lifandi pláneta þar að auki! Með Guardians of the Galaxy Vol. 2 er tekið meira eða minna allt sem fólk elskaði við fyrri myndina og það fjölfaldað; fleiri brandarar, stærri hasar, aukin krúttlegheit og almennt hærri kvóti af rugli og skrípalegum súrrealisma. Sem betur fer gefur hún samt forvera sínum lítið eftir og er varla dauða mínútu að finna. Heilt yfir má segja að fyrri myndin sé aðeins hnitmiðaðri í frásögninni en það er ýmislegt sem seinni myndin gerir betur. Skúrkurinn er eftirminnilegri, hasarinn flottari, tilfinningakjarninn sterkari og áhersla á persónurnar aðeins meiri. Í framhaldssögum Marvel hefur venjan oft verið sú að ofhlaða sögur með nýjum persónum og uppstillingum fyrir komandi ævintýri. Gunn gengur prýðilega að forðast þessar gryfjur og reynir að segja í staðinn heldur einfalda og persónulega sögu og einbeitir sér að gildum og gangverkum fjölskyldubanda.Í handritinu skilur Gunn ekkert eftir til að lesa á milli línanna með samtölunum, heldur eru allar tilfinningar sagðar upphátt eða stafaðar út hjá persónum. Þetta er þó ekki beinlínis galli því yfirdrifni tónninn gengur enn upp og karakterarnir eftirminnilegir og skemmtilegir. Það rignir líka bröndurum í handritinu og ef einn hittir ekki í mark er alltaf stutt í annan sem gerir það áreynslulaust. Eins og síðast eiga leikararnir kostulega dýnamík, sem í þessari lotu er bara öflugri ef eitthvað er. Allir eru miklu öruggari í hlutverkum sínum. Hver og einn finnur nýjar stillingar á sér (þar á meðal hinir tölvugerðu Rocket og Groot) og dýpkar karakter sinn á einn eða annan hátt. Michael Rooker er á góðri leið með að stela myndinni sem geimsjóræninginn Yondu og ný andlit fara létt með að krydda allt partíið, þar á meðal Pom Klementieff og Sylvester Stallone í gestahlutverki. Kurt Russell kemur líka sterkur inn í hlutverki hins forvitnilega Ego. Útlitslega og í almennum fíling virkar myndin eins og hasarblað sem hefur verið vakið til lífs. Stíll, hönnun og tæknibrellur eru til fyrirmyndar. Tónlistarvalið leikur líka, eins og síðast, ekki bara svakalegt hlutverk í stemningunni heldur er það gjörsamlega grafið inn í DNA myndarinnar. Gömlu poppslagararnir eru ekki eins þekktir og þeir sem fylgdu listanum síðast en lögin öll smellpassa við senurnar og gefa þeim fínan púls. Grípandi hápunktum er náð með tónlist frá t.d. Fleetwood Mac, Glen Campbell, Jay and the Americans, Cat Stevens, ELO og fleirum. Mixið er geggjað, vissulega, en annað hefði verið vonbrigði. „Það eru tvenns konar verur í alheiminum; þessar sem dansa og þær sem gera það ekki,“ mælir hinn óborganlegi Drax á einum tímapunkti. Á marga vegu innsiglar þetta hugarfarið sem Guardians of the Galaxy Vol. 2 er ætlað að smita áhorfandann með. Hún er mynd sem gengur út á það að grínast, tjútta og njóta sín í brellu- og tilraunagleðinni, bara hafa gaman. Ekki flóknara en það. Tjúttaðu bara með.Niðurstaða: Vol. 2 nær ekki alveg að toppa forvera sinn en persónurnar, húmorinn, hasarinn, stíllinn og tónlistin tryggja dúndurskemmtilega sumarafþreyingu engu að síður. Geggjað mix.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira