Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 14:15 Þeir Petyr og Eddard áttu sér mikla forsögu áður en saga þáttanna byrjaði. V'isir/HBO George RR Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókanna, sem Game of Thrones þættirnir byggja á, hefur staðfest að unnið sé að gerð annarra þáttaraða úr söguheimi hans. Nú líður að lokum Game of Thrones og starfsmenn HBO hafa reynt að finna leiðir til að halda ævintýrinu áfram. Þáttaraðirnar sem verið er að vinna að eru þó fimm, en ekki fjórar eins og fyrri fregnir sögðu til um. Sem verða að teljast góðar fréttir þrátt fyrir að ekki sé öruggt að það verði af þeim öllum. Á bloggsíðu sinni segir Martin að honum sé illa við hugtakið „spinoff“ sem hefur verið notað um þáttaraðirnar nýju í fjölmiðlum. Ekki sé um að ræða þætti eins og Joey eða Frasier, þar sem persónur úr þáttum halda áfram í öðrum þáttum. Söguheimur GRRM er risastór, YUGE, og spannar þúsundir ára. Það væri í raun hægt að halda framleiðslu þátta úr þessum heimi áfram til margra, margra ára. Auk aðalbókanna hefur höfundurinn skrifað þó nokkrar bækur um sérstakar sögur heimsins. „Allar hugmyndirnar sem unnið er með eru forsögur, en ekki framhaldssögur. Sumar þeirra munu ef til vill ekki einu sinni gerast í Westeros,“ skrifar Martin. Hann gefur einnig í skyn engin af þeim persónum sem eru nú í þáttunum muni snúa aftur. Því segist hann vilja nota hugtakið „successor show“ eða nokkurs konar arftaka-þættir.Uppreisninni ekki gerð skil Martin segir enn fremur að hann hafi kynnt tvær mögulegar þáttaraðir fyrir starfsmönnum HBO í ágúst og að önnur þeirra sé nú í vinnslu. Þá voru fleiri rithöfundar sem komu að verkefninu og vann hann með þeim öllum, ekki bara tveimur þeirra eins og fyrri fréttir sögðu til um. Þeir fjórir rithöfundar sem HBO er búið að opinbera eru þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. Martin segist ekki vilja opinbera hver sá fimmti er. „Eina markmiðið sem allir eru með, er að gera þessi þætti jafn góða og Game of Thrones.“ Hann vill ekki segja til um hvaða sögur verða teknar fyrir í þættinum. Hins vegar segir hann að Uppreisn Roberts verði ekki gerð skil í nýju þáttunum. Því þeir sem lesið hafa bækurnar viti nánast allt sem gerist í henni. Þá verður ekki fjallað um sögurnar um Dunk & Egg. Eins og svo oft áður endar Martin færsluna sína á því að segja að hann sé áfram að vinna að Winds of Winter. Hann sé hins vegar svo upptekinn og sé að flakka á milli verkefna. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
George RR Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókanna, sem Game of Thrones þættirnir byggja á, hefur staðfest að unnið sé að gerð annarra þáttaraða úr söguheimi hans. Nú líður að lokum Game of Thrones og starfsmenn HBO hafa reynt að finna leiðir til að halda ævintýrinu áfram. Þáttaraðirnar sem verið er að vinna að eru þó fimm, en ekki fjórar eins og fyrri fregnir sögðu til um. Sem verða að teljast góðar fréttir þrátt fyrir að ekki sé öruggt að það verði af þeim öllum. Á bloggsíðu sinni segir Martin að honum sé illa við hugtakið „spinoff“ sem hefur verið notað um þáttaraðirnar nýju í fjölmiðlum. Ekki sé um að ræða þætti eins og Joey eða Frasier, þar sem persónur úr þáttum halda áfram í öðrum þáttum. Söguheimur GRRM er risastór, YUGE, og spannar þúsundir ára. Það væri í raun hægt að halda framleiðslu þátta úr þessum heimi áfram til margra, margra ára. Auk aðalbókanna hefur höfundurinn skrifað þó nokkrar bækur um sérstakar sögur heimsins. „Allar hugmyndirnar sem unnið er með eru forsögur, en ekki framhaldssögur. Sumar þeirra munu ef til vill ekki einu sinni gerast í Westeros,“ skrifar Martin. Hann gefur einnig í skyn engin af þeim persónum sem eru nú í þáttunum muni snúa aftur. Því segist hann vilja nota hugtakið „successor show“ eða nokkurs konar arftaka-þættir.Uppreisninni ekki gerð skil Martin segir enn fremur að hann hafi kynnt tvær mögulegar þáttaraðir fyrir starfsmönnum HBO í ágúst og að önnur þeirra sé nú í vinnslu. Þá voru fleiri rithöfundar sem komu að verkefninu og vann hann með þeim öllum, ekki bara tveimur þeirra eins og fyrri fréttir sögðu til um. Þeir fjórir rithöfundar sem HBO er búið að opinbera eru þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. Martin segist ekki vilja opinbera hver sá fimmti er. „Eina markmiðið sem allir eru með, er að gera þessi þætti jafn góða og Game of Thrones.“ Hann vill ekki segja til um hvaða sögur verða teknar fyrir í þættinum. Hins vegar segir hann að Uppreisn Roberts verði ekki gerð skil í nýju þáttunum. Því þeir sem lesið hafa bækurnar viti nánast allt sem gerist í henni. Þá verður ekki fjallað um sögurnar um Dunk & Egg. Eins og svo oft áður endar Martin færsluna sína á því að segja að hann sé áfram að vinna að Winds of Winter. Hann sé hins vegar svo upptekinn og sé að flakka á milli verkefna.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira