Game of Thrones: Ætla að gera fjórar aðrar þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2017 12:15 Ekki er ólíklegt að fjallað verði um uppreisn Robert Baratheon og Eddard Stark. Vísir/HBO Nú þegar endalok Game of Thrones þáttanna vinsælu nálgast hafa forsvarsmenn HBO, sem framleiða þættina, verið að íhuga hvernig þeir geta haldið fárinu lifandi. Viðræður um aðra þáttaraðir úr söguheimi George RR Martin hafa verið yfirstandi og nú er kominn botn í þær. Nú er unnið að fjórum nýjum þáttaröðum sem til stendur að fari í framleiðslu á næstu árum. Ekkert hefur verið gefið upp hvaða tímabil eða sögur þættirnir eigi að fjalla um, annað en að þeir eiga að „kanna mismunandi tímabil í umfangsmiklum og ríkum söguheimi George RR Martin“, samkvæmt Entertainment Weekly. Þróunin sem um ræðir snýst um fjórar hugmyndir frá fjórum mismunandi rithöfundum sem flestir hafa reynslu af skrifum varðandi stórar kvikmyndir. Um er að ræða þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. George RR Martin mun einnig skrifa með þeim Helgeland og Wray. David Benioff og Dan Weiss, sem standa á bakvið Game of Thrones, hafa gefið út að þeir ætli ekki að koma að öðru efni innan söguheimsins, en þeir verða þó tengdir þáttunum sem „executive producers“, en guð einn veit hvað það þýðir varðandi aðkomu þeirra að þáttunum. Þeir vinna nú að því að ganga frá sjöundu seríu GOT og að undirbúa þá áttundu og síðustu.Fjölmargar sögur að segja Söguheimur George RR Martin er gríðarlega stór og umfangsmikill og spannar í raun hundruð ef ekki þúsundir ára. Það er svo enn stærra svæði sem er minna þekkt og mögulegt að rithöfundarnir gætu hugsað sér að kanna. Það eru þó nokkrar sögur sem ef til vill eru líklegri en aðrar, en margar þeirra snúa að Targaryen fjölskyldunni. Þar má nefna uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen fjölskyldunni í Westeros. Fall Valyria og flótti Targaryen fjölskyldunnar til Westeros. Hernám Aegon Targaryen og systra hans á Westeros. Einnig væri hægt að líta til forsögu Westeros og komu Fyrstu mannanna, eða Löngu næturinnar og byggingu veggsins. Annað sem gæti verið skemmtilegt, er saga Euron Greyjoy og ferðalaga hans um heiminn. Hann er mjög dulinn persóna í bókunum en þó er ljóst að hann er „hardcore“ drullusokkur. Persónulega þætti mér það mjög forvitnilegt. Þættirnir gætu einnig snúið að Essos og borgunum þar eða jafnvel að Dothraki þjóðinni. Það verður spennandi að sjá.Fyrsti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones verður frumsýndur, meðal annars á Stöð 2, á miðnætti 16. júlí og svo aftur sýndur mánudagskvöldið 17. júlí. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nú þegar endalok Game of Thrones þáttanna vinsælu nálgast hafa forsvarsmenn HBO, sem framleiða þættina, verið að íhuga hvernig þeir geta haldið fárinu lifandi. Viðræður um aðra þáttaraðir úr söguheimi George RR Martin hafa verið yfirstandi og nú er kominn botn í þær. Nú er unnið að fjórum nýjum þáttaröðum sem til stendur að fari í framleiðslu á næstu árum. Ekkert hefur verið gefið upp hvaða tímabil eða sögur þættirnir eigi að fjalla um, annað en að þeir eiga að „kanna mismunandi tímabil í umfangsmiklum og ríkum söguheimi George RR Martin“, samkvæmt Entertainment Weekly. Þróunin sem um ræðir snýst um fjórar hugmyndir frá fjórum mismunandi rithöfundum sem flestir hafa reynslu af skrifum varðandi stórar kvikmyndir. Um er að ræða þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. George RR Martin mun einnig skrifa með þeim Helgeland og Wray. David Benioff og Dan Weiss, sem standa á bakvið Game of Thrones, hafa gefið út að þeir ætli ekki að koma að öðru efni innan söguheimsins, en þeir verða þó tengdir þáttunum sem „executive producers“, en guð einn veit hvað það þýðir varðandi aðkomu þeirra að þáttunum. Þeir vinna nú að því að ganga frá sjöundu seríu GOT og að undirbúa þá áttundu og síðustu.Fjölmargar sögur að segja Söguheimur George RR Martin er gríðarlega stór og umfangsmikill og spannar í raun hundruð ef ekki þúsundir ára. Það er svo enn stærra svæði sem er minna þekkt og mögulegt að rithöfundarnir gætu hugsað sér að kanna. Það eru þó nokkrar sögur sem ef til vill eru líklegri en aðrar, en margar þeirra snúa að Targaryen fjölskyldunni. Þar má nefna uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen fjölskyldunni í Westeros. Fall Valyria og flótti Targaryen fjölskyldunnar til Westeros. Hernám Aegon Targaryen og systra hans á Westeros. Einnig væri hægt að líta til forsögu Westeros og komu Fyrstu mannanna, eða Löngu næturinnar og byggingu veggsins. Annað sem gæti verið skemmtilegt, er saga Euron Greyjoy og ferðalaga hans um heiminn. Hann er mjög dulinn persóna í bókunum en þó er ljóst að hann er „hardcore“ drullusokkur. Persónulega þætti mér það mjög forvitnilegt. Þættirnir gætu einnig snúið að Essos og borgunum þar eða jafnvel að Dothraki þjóðinni. Það verður spennandi að sjá.Fyrsti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones verður frumsýndur, meðal annars á Stöð 2, á miðnætti 16. júlí og svo aftur sýndur mánudagskvöldið 17. júlí.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira