„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2017 15:30 Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. Vísir/Vilhelm Eftir rúmt ár gætu Íslendingar séð breytingar á hluta af völdum götum Reykjavíkurborgar þar sem reynt verður að láta þær líta út eins og þær gerðu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Verður það allt saman hluti af tökum á leikinni sjónvarpsseríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem framleiðslufyrirtækin Buccaneer Media og RVK Studios vinna nú að. Greint var frá samstarfinu í síðustu viku en Baltasar Kormákur, sem fer fyrir RVK Studios, segir í samtali við Vísi þættina eiga eftir að verða unna að miklu leyti hér á Íslandi, en verða þó alfarið á ensku. Hann segir að ekki standi til að leysa málið í þessari seríu, enda nógu flókið mál að reyna að greina frá atburðunum í réttu ljósi eins og þeir hafa birst Íslendingum í gegnum tíðina. Um sé að ræða sögu í anda In the Name of the Father þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín.Kveikjan í umfjöllun BBC Baltasar segir þetta verkefni hafa haft nokkurn aðdraganda og eigi uppruna sinn í umfjöllun Simon Cox um málið hjá fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC sem birtist árið 2014. Umfjöllunin nefnist The Reykjavík Confessions en þar var rætt við Erlu Bolladóttur og Guðjón Skarphéðinsson, sakborninga í málinu, ásamt Gísla H. Gujónsson, prófessor í réttarsálfræði, sem hefur sagt Guðmundar- og Geirfinnsmálið eindæmi á heimsvísu miðað við önnur mál.Skjáskot af umfjöllun BBC um málið.BBCSkömmu seinna leituðu til Baltasars fleiri en einn aðili varðandi málið og vildu annars vegar gera kvikmynd um málið og hins vegar sjónvarpsþætti. „Mér fannst áhugaverðara að gera sjónvarpsseríu úr þessu máli vegna þess hversu flókið og stórt það er,“ segir Baltasar en með sjónvarpsseríu verður meira rými til að fara ítarlegar í málið. Hann segir RVK Studios hafa átt í samningaviðræðum við breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media í rúmt hálft ár um gerð þáttanna. Vinna er á byrjunarstigi en búið er að ráða handritshöfundinn John Brownlow til að vinna handrit þáttanna með aðstoð Simon Cox. „Það er töluverð vinna fram undan þegar kemur að handritinu og á eftir að finna út hvaða nálgun er heppilegust í þessu,“ segir Baltasar. Hann tekur einnig fram að reynt verði að bíða og sjá hver niðurstaðan verður af endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti og þá verður líklegasta rætt við þá sem tengjast þessu máli.Það er mjög mikilvægt fyrir mig og ég sagði við þá að ég hefði engan áhuga á að koma nálægt þessu nema þetta yrði heiðarleg nálgun, segir BaltasarVísir/EPAErfitt að segja nákvæmlega hvað gerðist Hann segist vilja að þættirnir verði eins nálægt raunsögunni og hægt er. Þó sé um að ræða leikna þáttaröð, ekki heimildaþætti, og því einhverjir hlutir sem gæti þurft að fara öðruvísi með fyrir frásögnina. „En ég vil ekki breyta neinu sem er mikilvægt. Ég vil hafa þetta eins nálægt og hægt er. Þetta er mjög flókið mál og gæti því þurft að einfalda einhverja hluti. Við erum búin að vera með hausinn í þessu í fjörutíu ár og ég held að enginn geti sagt nákvæmlega hvað gerðist, þetta er svo stórt og ruglingslegt allt saman. Það er mjög mikilvægt fyrir mig og ég sagði við þá að ég hefði engan áhuga á að koma nálægt þessu nema þetta yrði heiðarleg nálgun.“ Hann segir RVK Studios og Buccaneer Media koma að fjármögnum auk þess sem leitað verður eftir fjármagni hjá sjónvarpsstöðvum. Þættirnir verða að miklu leyti unnir hér á Íslandi, tökur að mestu leyti og einnig líklegt að eftirvinnslan fari fram hér á landi. Það var Buccaneer Media sem leitaði til RVK Studios eftir samstarfi og þess vegna verða þættirnir á ensku. Með því að hafa þættina á ensku verður auðveldara að fjármagna þá erlendis og því hægt að vanda vel til verka. Rætt hefur verið við Baltasar um að leikstýra þáttunum. „Ég hef mjög mikinn áhuga á því en get því miður ekki gert allt,“ segir Baltasar sem er með fjölda verkefna í vinnslu þessa stundina.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurMálið hefur þríþætta nálgun Baltasar segir málið hafa fylgt sér frá æsku. „Þá var maður krakki og trúði því sem var sagt um þetta mál og trúði því að þetta væri hræðilegt fólk sem hefði gert þetta.“ Þegar hann varð eldri kynntist hann sakborningum málsins þegar þeir losnuðu úr fangelsi. „Sævar Ciesielski átti það til að koma upp á Kaffibar og ég spjallaði svolítið við hann. Hann vildi að ég léki sig á sínu tíma, það er kannski orðið of seint núna, ég gæti kannski leikið pabba hans,“ segir Baltasar léttur í bragði. Magnúsi Leopoldssyni, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi vegna málsins, kynntist Baltasar í gegnum fasteignaviðskipti og þá kynntist Baltasar einnig Einari Bollasyni, sem einnig sat saklaus í gæsluvarðhaldi, í kringum hestamennskuna. „Maður fór að kynnast þessu fólki og sjá hvað var á bak við þennan harmleik,“ segir Baltasar en frá hans bæjardyrum hefur þetta mál þríþætta nálgun. Annars vegar hvernig hann upplifði það í æsku, hins vegar hvernig hann fékk að kynnast því sem fullorðinn maður og svo núna þegar næsta kynslóð er í sumum tilvikum að leita réttlætis fyrir foreldra sína í þessu máli. „Mér finnst þetta vera saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín. Við erum svolítið að horfa á uppgjör eftir hrun, að kerfin halda bara áfram í sannfæringu sinni að þau geti ekki haft rangt fyrir sér eða viðurkennt mistök. Allt í einu slær það mann að kerfið er ekki eins fullkomið og maður heldur.“ Hann segir söguna verða keyrða áfram af málinu sjálfu en jafnframt fjallað um hvaða áhrif það hafði á þetta saklausa samfélag sem það gerðist í. „Það verður reynt að sýna hvernig samfélagið horfði upp á svona alvarlegan glæp og reyndi að bregðast við honum,“ segir Baltasar.Búast má við að Reykjavík verði sýnd í þáttunum eins og hún leit út á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.vísir/vilhelmForvitnilegar tökur Um sé að ræða skemmtilegan tíma á Íslandi þegar kemur að sjónræna þættinum. Vafalaust muni það reyna heilmikið á að endurgera Reykjavík eins og hún leit út á þeim tíma sem þetta mál var í hámæli. „En það er mjög spennandi og jafnframt gerlegt. Íslendingar munu vafalaust hafa gaman að því að líta aftur í tíma á Reykjavík í trúverðugu ljósi. Ég held að það sé ekkert hlaupið að því, það er eitthvað af götum sem eru enn þá eins, segir Baltasar. Hann rifjar upp tökur á kvikmyndinni Djöflaeyjunni frá árinu 1996 sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrði en Baltasar lék eitt af aðalhlutverkunum í henni. Djöflaeyjan gerist á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina og segir Baltasar marga hafa verið afar forvitna á sínum tíma þegar götur voru endurgerðar í Reykjavík fyrir tökur myndarinnar. „Það á örugglega eftir að streyma mikið að fólki við tökur á þessum þáttum til að fylgjast með settum og fleira sem verið er að byggja og breyta götum og svona. Ég held að það verði mjög gaman fyrir Reykvíkinga að fylgjast með,“ segir Baltasar.Heimildarmynd einnig á leiðinni Líkt og áður segir birtist umfjöllun Simon Cox um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fyrir þremur árum. Auk leikinnar seríu er verið að vinna heimildarmynd um málið sem Sagafilm, Mosaic Film, BBC, RÚV og Netflix koma að. Málið er afar sérstakt og speglar vafalaust svipuð dæmi annars staðar í heiminum og gæti því mögulega skýrt þann mikla áhuga sem er á því erlendis frá, að sögn Baltasars. Áhuginn hafi þó ekki alltaf verið til staðar en breyting hafi orðið á síðustu árum þar sem mikill áhugi er á öllu tengdu Íslandi. Birnu-málið rataði til dæmis í heimsfréttirnar en Guðmundar- og Geirfinnsmálið ekki hafa gert það á sínum tíma. „Það eru ákveðnir hlutir í þessu máli sem eru mjög sláandi. Þetta harðræði í garð sakborninga og þá sérstaklega sem þessi einangrun sem Sævar settur í,“ segir Baltasar. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Gísli H. Guðjónsson, réttarsálfræðingur, segist aldrei hafa sé jafn langa einangrun fanga nema í Guantanamo Bay, fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu.Vill ekki flýta framleiðslu of mikið Honum finnst ekki ólíklegt að tökur gætu hafist eftir rúmt ár, en það sé ekki í hendi. Hann vill einnig ekki flýta framleiðslu of mikið og vonast til að endurupptaka málsins verði í garð genginn þegar verið er að ganga frá þáttunum. Hann býst ekki við koma með einhverjar nýjar uppljóstranir í þessu máli, ekki nema eitthvað verði á vegi þeirra sem gæfi næga ástæðu til þess. „Ég held að þetta sé alveg nógu flókið mál þó ég fari ekki að reyna að leysa það. Ég hef meiri áhuga á að sýna það og spegla mannlega þáttinn í því,“ segir Baltasar. Bíó og sjónvarp Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11 Baltasar gerir leikna þáttaröð um Guðmundar og Geirfinnsmálið Baltasar Kormákur og RVK Studios ætla ráðast í gerð leikinnar þáttaraðar byggða á Guðmundar og Geirfinns málinu í samstarfi við Buccaneer Media en þetta kemur fram í frétt á vefnum Deadline. 28. apríl 2017 11:30 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eftir rúmt ár gætu Íslendingar séð breytingar á hluta af völdum götum Reykjavíkurborgar þar sem reynt verður að láta þær líta út eins og þær gerðu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Verður það allt saman hluti af tökum á leikinni sjónvarpsseríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem framleiðslufyrirtækin Buccaneer Media og RVK Studios vinna nú að. Greint var frá samstarfinu í síðustu viku en Baltasar Kormákur, sem fer fyrir RVK Studios, segir í samtali við Vísi þættina eiga eftir að verða unna að miklu leyti hér á Íslandi, en verða þó alfarið á ensku. Hann segir að ekki standi til að leysa málið í þessari seríu, enda nógu flókið mál að reyna að greina frá atburðunum í réttu ljósi eins og þeir hafa birst Íslendingum í gegnum tíðina. Um sé að ræða sögu í anda In the Name of the Father þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín.Kveikjan í umfjöllun BBC Baltasar segir þetta verkefni hafa haft nokkurn aðdraganda og eigi uppruna sinn í umfjöllun Simon Cox um málið hjá fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC sem birtist árið 2014. Umfjöllunin nefnist The Reykjavík Confessions en þar var rætt við Erlu Bolladóttur og Guðjón Skarphéðinsson, sakborninga í málinu, ásamt Gísla H. Gujónsson, prófessor í réttarsálfræði, sem hefur sagt Guðmundar- og Geirfinnsmálið eindæmi á heimsvísu miðað við önnur mál.Skjáskot af umfjöllun BBC um málið.BBCSkömmu seinna leituðu til Baltasars fleiri en einn aðili varðandi málið og vildu annars vegar gera kvikmynd um málið og hins vegar sjónvarpsþætti. „Mér fannst áhugaverðara að gera sjónvarpsseríu úr þessu máli vegna þess hversu flókið og stórt það er,“ segir Baltasar en með sjónvarpsseríu verður meira rými til að fara ítarlegar í málið. Hann segir RVK Studios hafa átt í samningaviðræðum við breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media í rúmt hálft ár um gerð þáttanna. Vinna er á byrjunarstigi en búið er að ráða handritshöfundinn John Brownlow til að vinna handrit þáttanna með aðstoð Simon Cox. „Það er töluverð vinna fram undan þegar kemur að handritinu og á eftir að finna út hvaða nálgun er heppilegust í þessu,“ segir Baltasar. Hann tekur einnig fram að reynt verði að bíða og sjá hver niðurstaðan verður af endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti og þá verður líklegasta rætt við þá sem tengjast þessu máli.Það er mjög mikilvægt fyrir mig og ég sagði við þá að ég hefði engan áhuga á að koma nálægt þessu nema þetta yrði heiðarleg nálgun, segir BaltasarVísir/EPAErfitt að segja nákvæmlega hvað gerðist Hann segist vilja að þættirnir verði eins nálægt raunsögunni og hægt er. Þó sé um að ræða leikna þáttaröð, ekki heimildaþætti, og því einhverjir hlutir sem gæti þurft að fara öðruvísi með fyrir frásögnina. „En ég vil ekki breyta neinu sem er mikilvægt. Ég vil hafa þetta eins nálægt og hægt er. Þetta er mjög flókið mál og gæti því þurft að einfalda einhverja hluti. Við erum búin að vera með hausinn í þessu í fjörutíu ár og ég held að enginn geti sagt nákvæmlega hvað gerðist, þetta er svo stórt og ruglingslegt allt saman. Það er mjög mikilvægt fyrir mig og ég sagði við þá að ég hefði engan áhuga á að koma nálægt þessu nema þetta yrði heiðarleg nálgun.“ Hann segir RVK Studios og Buccaneer Media koma að fjármögnum auk þess sem leitað verður eftir fjármagni hjá sjónvarpsstöðvum. Þættirnir verða að miklu leyti unnir hér á Íslandi, tökur að mestu leyti og einnig líklegt að eftirvinnslan fari fram hér á landi. Það var Buccaneer Media sem leitaði til RVK Studios eftir samstarfi og þess vegna verða þættirnir á ensku. Með því að hafa þættina á ensku verður auðveldara að fjármagna þá erlendis og því hægt að vanda vel til verka. Rætt hefur verið við Baltasar um að leikstýra þáttunum. „Ég hef mjög mikinn áhuga á því en get því miður ekki gert allt,“ segir Baltasar sem er með fjölda verkefna í vinnslu þessa stundina.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurMálið hefur þríþætta nálgun Baltasar segir málið hafa fylgt sér frá æsku. „Þá var maður krakki og trúði því sem var sagt um þetta mál og trúði því að þetta væri hræðilegt fólk sem hefði gert þetta.“ Þegar hann varð eldri kynntist hann sakborningum málsins þegar þeir losnuðu úr fangelsi. „Sævar Ciesielski átti það til að koma upp á Kaffibar og ég spjallaði svolítið við hann. Hann vildi að ég léki sig á sínu tíma, það er kannski orðið of seint núna, ég gæti kannski leikið pabba hans,“ segir Baltasar léttur í bragði. Magnúsi Leopoldssyni, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi vegna málsins, kynntist Baltasar í gegnum fasteignaviðskipti og þá kynntist Baltasar einnig Einari Bollasyni, sem einnig sat saklaus í gæsluvarðhaldi, í kringum hestamennskuna. „Maður fór að kynnast þessu fólki og sjá hvað var á bak við þennan harmleik,“ segir Baltasar en frá hans bæjardyrum hefur þetta mál þríþætta nálgun. Annars vegar hvernig hann upplifði það í æsku, hins vegar hvernig hann fékk að kynnast því sem fullorðinn maður og svo núna þegar næsta kynslóð er í sumum tilvikum að leita réttlætis fyrir foreldra sína í þessu máli. „Mér finnst þetta vera saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín. Við erum svolítið að horfa á uppgjör eftir hrun, að kerfin halda bara áfram í sannfæringu sinni að þau geti ekki haft rangt fyrir sér eða viðurkennt mistök. Allt í einu slær það mann að kerfið er ekki eins fullkomið og maður heldur.“ Hann segir söguna verða keyrða áfram af málinu sjálfu en jafnframt fjallað um hvaða áhrif það hafði á þetta saklausa samfélag sem það gerðist í. „Það verður reynt að sýna hvernig samfélagið horfði upp á svona alvarlegan glæp og reyndi að bregðast við honum,“ segir Baltasar.Búast má við að Reykjavík verði sýnd í þáttunum eins og hún leit út á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.vísir/vilhelmForvitnilegar tökur Um sé að ræða skemmtilegan tíma á Íslandi þegar kemur að sjónræna þættinum. Vafalaust muni það reyna heilmikið á að endurgera Reykjavík eins og hún leit út á þeim tíma sem þetta mál var í hámæli. „En það er mjög spennandi og jafnframt gerlegt. Íslendingar munu vafalaust hafa gaman að því að líta aftur í tíma á Reykjavík í trúverðugu ljósi. Ég held að það sé ekkert hlaupið að því, það er eitthvað af götum sem eru enn þá eins, segir Baltasar. Hann rifjar upp tökur á kvikmyndinni Djöflaeyjunni frá árinu 1996 sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrði en Baltasar lék eitt af aðalhlutverkunum í henni. Djöflaeyjan gerist á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina og segir Baltasar marga hafa verið afar forvitna á sínum tíma þegar götur voru endurgerðar í Reykjavík fyrir tökur myndarinnar. „Það á örugglega eftir að streyma mikið að fólki við tökur á þessum þáttum til að fylgjast með settum og fleira sem verið er að byggja og breyta götum og svona. Ég held að það verði mjög gaman fyrir Reykvíkinga að fylgjast með,“ segir Baltasar.Heimildarmynd einnig á leiðinni Líkt og áður segir birtist umfjöllun Simon Cox um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fyrir þremur árum. Auk leikinnar seríu er verið að vinna heimildarmynd um málið sem Sagafilm, Mosaic Film, BBC, RÚV og Netflix koma að. Málið er afar sérstakt og speglar vafalaust svipuð dæmi annars staðar í heiminum og gæti því mögulega skýrt þann mikla áhuga sem er á því erlendis frá, að sögn Baltasars. Áhuginn hafi þó ekki alltaf verið til staðar en breyting hafi orðið á síðustu árum þar sem mikill áhugi er á öllu tengdu Íslandi. Birnu-málið rataði til dæmis í heimsfréttirnar en Guðmundar- og Geirfinnsmálið ekki hafa gert það á sínum tíma. „Það eru ákveðnir hlutir í þessu máli sem eru mjög sláandi. Þetta harðræði í garð sakborninga og þá sérstaklega sem þessi einangrun sem Sævar settur í,“ segir Baltasar. Sævar sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga og var hafður í einangrun í fangelsi í 615 daga. Gísli H. Guðjónsson, réttarsálfræðingur, segist aldrei hafa sé jafn langa einangrun fanga nema í Guantanamo Bay, fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu.Vill ekki flýta framleiðslu of mikið Honum finnst ekki ólíklegt að tökur gætu hafist eftir rúmt ár, en það sé ekki í hendi. Hann vill einnig ekki flýta framleiðslu of mikið og vonast til að endurupptaka málsins verði í garð genginn þegar verið er að ganga frá þáttunum. Hann býst ekki við koma með einhverjar nýjar uppljóstranir í þessu máli, ekki nema eitthvað verði á vegi þeirra sem gæfi næga ástæðu til þess. „Ég held að þetta sé alveg nógu flókið mál þó ég fari ekki að reyna að leysa það. Ég hef meiri áhuga á að sýna það og spegla mannlega þáttinn í því,“ segir Baltasar.
Bíó og sjónvarp Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11 Baltasar gerir leikna þáttaröð um Guðmundar og Geirfinnsmálið Baltasar Kormákur og RVK Studios ætla ráðast í gerð leikinnar þáttaraðar byggða á Guðmundar og Geirfinns málinu í samstarfi við Buccaneer Media en þetta kemur fram í frétt á vefnum Deadline. 28. apríl 2017 11:30 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11
Baltasar gerir leikna þáttaröð um Guðmundar og Geirfinnsmálið Baltasar Kormákur og RVK Studios ætla ráðast í gerð leikinnar þáttaraðar byggða á Guðmundar og Geirfinns málinu í samstarfi við Buccaneer Media en þetta kemur fram í frétt á vefnum Deadline. 28. apríl 2017 11:30
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25
Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22