Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Fylki er spáð áttunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Miðað við gengið í fyrra þá er spáin um áttunda sætið raunhæf en miðað við gengið í vor hjá okkur þá er þetta kannski ekki alveg það sem maður myndi halda,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Fylki er spáð 8. sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. „Ég tel að leikmannahópurinn sé mun breiðari en í fyrra,“ bætti Ólafur við en hann telur að FH, KR og Valur séu líklegust til afreka í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík er spáð sjöunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Við erum ekkert síður sterkari en í fyrra, við erum með öðruvísi lið. Það eru að koma inn yngri leikmenn í okkar lið og við erum að fara í gegnum umbreytingar og byggja upp nýtt lið. Það er mikil áskorun fyrir mig og alla sem koma að fótboltanum í Keflavík,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram er spáð sjötta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Hópurinn okkar hefur þroskast í vetur en það verður spennandi fyrir okkur að sjá. Ég þekki Arnar Gunnlaugsson afar vel en ég hefði viljað fá hann aðeins yngri, en Arnar er góður drengur og þokkalegur í fótbolta,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram m.a. í Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmönnum er spáð fimmta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það er bara eðlilegt að þeim liðum sem gekk vel í fyrra sé spáð góðu gengi. Ef maður lítur yfir leikmannahópana hjá hverju liði fyrir sig þá lítur leikmannahópur FH hrikalega vel út. Þeir geta stillt upp nánast tveimur jafnsterkum liðum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Val m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Meistaraliðinu er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Ég geri ráð fyrir að þær forsendur sem liggja að baki þessari spá sé undirbúningstímabilið og hvernig hin liðin eru að spila. Ég veit ekki hvort þetta sé raunhæf spá eða ekki – en spár eru skemmtilegar og þær gefa vísbendingar,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks sem er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deild karla af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Rætt var við Ólaf í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var í gær og er umfjöllunin um liðið í heild sinni í myndbandinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjamönnum er spáð þriðja sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur var spáð 10. sætinu í fyrra en markmiðið er að gera betur, það er markmiðið í öllu námi og allri þjálfun,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Eyjamönnum er spáð þriðja sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en í myndbandinu má sjá hluta úr upphitunarþætti um Pepsi-deildarinnar frá því í gærkvöld þar sem fjallað var um ÍBV liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingum er spáð öðru sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur hefur gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu og ef menn eru að dæma út frá því þá er það kannski raunhæft að KR sé spáð öðru sætinu.KR er gamalreyndur klúbbur með flesta titla, og við eigum bara að setja stefnuna hátt, “ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það hefur verið markmið FH síðustu ár að keppa um þessa titla sem eru í boði þannig að það hlýtur að vera raunhæft að okkur sé spáð titlinum. Ef ég ætti að segja að eitthvað annað lið en FH verði Íslandsmeistarar þá held ég að ég ætti að snúa mér að einhverju öðru starfi,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Rúnar: Hugsaði ekkert sérstakt

Atli Rúnar Steinþórsson var kampakátur eftir sigurmark sitt gegn Akureyri í kvöld. Hann skoraði um leið og lokaflautan gall og tryggði Hafnfirðingum forskot í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

KR Íslandsmeistari 2011 - myndir

Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnur: Það var komin tími á mig

„Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel: Ég á heiminn

„Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrafn: Ég svíf um á skýi

„Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Oddur heldur út til Þýskalands í dag

"Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn: Við erum virkilega svekktir

„Ég er auðvita drullu svekktur, við ætluðum okkur áfram og ekkert annað,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. HK-ingar eru komnir í sumarfrí eftir tap gegn Akureyri í oddaleik undanúrslitana.

Handbolti
Fréttamynd

Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt

"Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur

"Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.

Handbolti
Fréttamynd

FH rúllaði yfir Fram - myndir

FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir: Þetta er frábær tilfinning

„Þetta er frábær tilfinning að vera komin í úrslit,“ sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn á HK í oddaleiknum fyrir norðan í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Marcus og Mamma: Klárum dæmið í næsta leik

"Það sem hefur alltaf skilað okkur sigrum er varnarleikur okkar í síðari hálfleik. Um leið og liðið nær að stoppa 2-3 sóknir frá andstæðingnum þá smitað þar frá sér og við eflumst,“ sagði Walker.

Körfubolti