Óli Kr. Ármannsson

Fréttamynd

Skiljanleg reiði

Fjöldi fólks frá Albaníu sem festa vill rætur á Íslandi veldur stjórnvöldum nokkrum vandkvæðum, enda fellur fólkið ekki undir skilgreiningar sem notast er við á flóttafólki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðtrygging skiptir engu máli

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var tekinn tali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Hann ræddi þar stöðu efnahagsmála, en var einnig spurður út í verðtrygginguna sem margir hafa illan bifur á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftirbátar í samanburði

Fagleg þjónusta Landspítalans, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggjast á að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem spítalanum er ætlað að gegna. Á þetta er minnt í yfirlýsingu sem læknaráð og hjúkrunarráð spítalans sendu frá sér í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Víða þarf að rétta hlut

Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar tæpum 16 þúsund krónum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttaviðbrögð

Ekki þarf mikið til að æra óstöðuga og kemur ekki á óvart að í ákveðnum hópum hér á landi hafi forsprökkum hryðjuverkaárásanna í París tekist að æsa upp fordóma og hatur á öðru fólki. Í slíku andrúmslofti er sérstaklega mikilvægt að sæmilega hugsandi fólk gæti að því að bæta ekki olíu á eld sundrungar og ótta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að taka til

Dálítið skondið er að hlutfall þeirra sem halda vilja í krónuna og hafna henni er mjög nálægt hlutfalli þeirra sem halda vilja ríkissambandi við kirkjuna og ekki. Niðurstöðurnar virðast í fljótu bragði innan skekkjumarka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það er vesen að nota krónu

Vaxandi áhyggjur eru af hve hagþróuninni svipar til þróunarinnar á fyrirhrunsárunum. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, náði ágætlega utan um þetta í fyrirspurn til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrradag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höldum okkur við staðreyndir

Margoft hefur komið fram í umræðu um mögulegan sæstreng fyrir rafmagn milli Íslands og Bretlands að ekki standi til að virkja hér hverja sprænu til að selja orkuna svo til útlanda eins og hvert annað hráefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blásið í bóluna

Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svipu beitt á þolendur brota

Dæmi eru um að konur hafi verið „of seinar“ til að kæra kynferðisbrot gegn þeim vegna þess að neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum hefur sett sér starfsreglur um að geyma ekki lífsýni og sönnunargögn nema í rétt rúma tvo mánuði. Upplýst var um þetta í Fréttablaðinu í gær og um leið að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um þessa tilhögun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skref í rétta átt

Niðurstöður kynningar stjórnvalda á undanþágu Seðlabankans til slitabúa föllnu bankanna frá lögum um gjaldeyrismál og áhrifum nauðasamninga við þá í gær eru gleðilegar fyrir land og þjóð. Slitabúin uppfylla stöðugleikaskilyrði og til þjóðarbúsins renna verðmæti upp á fleiri hundruð milljarða króna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Greint frá góðum árangri

Stundum er því haldið fram að í fréttir rati ekki nema slæmar fréttir, að breytingar til batnaðar og gott gengi einhvers staðar fái takmarkaða athygli. Áhersla á það sem aflaga fer, án stærra samhengis hlutanna, verði svo til þess að upp sé brugðið skekktri og svartari mynd af stöðu heimsmála en ástæða sé til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aftur á upphafsreit

Fari svo að ríkið eignist Íslandsbanka að fullu, líkt og tillaga kröfuhafa bankans gerir ráð fyrir, minnir staðan um margt á ástandið áður en lagt var upp í söluferli bankanna sumarið 2001. Þá hétu bankar ríkisins Landsbanki og Búnaðarbanki (í stað Íslandsbanka nú).

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggisnetið á að virka

Fram fór umræða um málefni fatlaðra á Alþingi í gær. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti þar athygli á því að frá því sveitarfélög tóku við málaflokknum af ríkinu hefði verkefnið reynst mörgum þeirra þungt í skauti. Raunar svo mjög að hluti byggðasamlaga og sveitarfélaga ræði nú að skila málaflokknum til baka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að græða land eða ekki

Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kominn er tími á mygluna

Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonarglæta um breytingar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær upp málefni hælisleitenda og innti Ólöfu Nordal innanríkisráðherra svara um beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi. Hún gengur út á að senda má hælisleitendur sem hingað koma aftur til þess Schengen-lands sem þeir komu frá, því þar beri þeim að leita úrlausnar mála sinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tiltekt fyrir kosningar

Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og sú staða að samkvæmt könnunum vill nú ekki nema rétt rúmur fimmtungur kjósenda leggja lag sitt við hann er líkleg orsök þess titrings sem vart verður úr herbúðum flokksins um þessar mundir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lærdómur af hneykslismáli

Gera má ráð fyrir að enn eigi eftir að vinda upp á sig hneykslið sem tilraunir Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims, til að svindla á útblástursprófunum hafa valdið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Langþráð skref til kjarabóta

Taka má undir með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að fagnaðarefni sé að lokið hafi verið samningum við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Fella á niður tolla á 340 vörum og lækka tolla á tuttugu öðrum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Verkefnin eru tæplega færri

Fyrir helgi kom út skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Gegnumgangandi stef í skýrslunni er að lögreglan sé vegna niðurskurðar illa búin til að sinna öllum sínum verkefnum sem skyldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svigrúm er til að gera betur

Frumvarp til fjárlaga næsta árs endurspeglar betri afkomu ríkisins en margur hefði talið von á miðað við stöðuna í heilbrigðiskerfinu og orðræðu tengda kjarasamningum. Um leið þarf að hafa í huga að skuldir ríkisins eru miklar og langtímahagsmunir af því að greiða niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bætur geta átt rétt á sér

Segja má að klofningur einkenni afstöðu margra til sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Annars vegar er fögrum orðum farið um "hetjur hafsins“ og áréttað mikilvægi sjávarfangs og -geirans fyrir íslenskt efnahagslíf...

Fastir pennar
Fréttamynd

Til skammar er að rukka fyrir grunnskólann

Með upphafi skólahalds kemst tilveran í fastari skorður hjá fjölda barna eftir sumarfrí. Vinir hittast á ný og þau sem eru að taka sín fyrstu skref í námi hlakkar til að takast á við ný viðfangsefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn er bætt í vextina

Fagnaðarefni er að Seðlabankinn ætli að grípa til aðgerða til að takmarka vaxtamunarviðskipti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsti á vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag að annaðhvort stæði til að leggja skatt eða bindiskyldu á færslur í slíkum viðskiptum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Málaskráin er mál út af fyrir sig

Fyrir kemur að manni þyki hlutir breytast hægt í stjórnsýslu hér á landi. Kannski er það í mannseðlinu að tregðast við þegar kemur að breytingum. Auðvitað eru ekki allar breytingar til góðs og vissara að fara sér hægt í einhverjum málum, en ekki á að standa í vegi fyrir breytingum til batnaðar

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri og mat á áhættu

Meðal mála sem Alþingi mokaði frá sér á síðustu metrunum fyrir þinglok er frumvarp til breytinga á lögum um innflutning dýra. Þarna er bætt við ákvæði um að flytja megi inn erfðaefni holdanautgripa með það fyrir augum að efla innlenda nautakjötsframleiðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfskaparvíti

Vonandi verður niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi í gær til þess að aðrar Evrópuþjóðir sjái ljósið og fallist á að skynsamlegt sé að styðja Grikki til uppbyggingar í stað þess að hrekja þá í einangrun og eyðimerkurgöngu vegna ofurskulda og viðbúinna gjaldeyrishafta með nýrri drökmu í stað evru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíðarsýn

Fagna ber þeim merku tímamótum sem urðu í vikunni þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu kynntu Höfuðborgarsvæðið 2040, sameiginlega sýn á þróun byggðar, vatnsverndar og samgangna á svæðinu.

Fastir pennar