Að taka til Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Dálítið skondið er að hlutfall þeirra sem halda vilja í krónuna og hafna henni er mjög nálægt hlutfalli þeirra sem halda vilja ríkissambandi við kirkjuna og ekki. Niðurstöðurnar virðast í fljótu bragði innan skekkjumarka. 53 prósent vilja taka upp annan gjaldmiðil en krónu og 55 prósent vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Stuðningur við krónuna mælist 47 prósent, en 45 prósent við óbreytt samband ríkis og kirkju. Hvort einhver fylgni er þarna á milli í skoðunum er ekki vitað, en óneitanlega læðist að manni sá grunur að íhaldssemi á einum stað endurspeglist í íhaldssemi á fleiri sviðum. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem helst vilja halda í flugvöllinn í Vatnsmýri vilji líka halda í krónuna. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar um afstöðu til myntarinnar (án tillits til inngöngu í Evrópusambandið), sem birt var í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, um miðja vikuna kemur hins vegar ekki á óvart í ljósi væntinga um verðbólgu og hækkandi vaxtastig í landinu. Í Markaðnum bendir Ásgeir Jónsson hagfræðingur líka á óvissu um framhaldið þegar kemur að stjórn peningamála. „Nýtt haftalosunarplan hefur ekki enn komið fram og ekki heldur vegkort yfir það hvernig íslenska myntkerfið verður rekið til framtíðar.“ Þá var krónan til umræðu á fundi Samtaka atvinnulífsins um fjármál ríkisins í vikunni. Haft er eftir Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar, á þeim fundi, í Fréttablaðinu í gær, að ríkisstjórnin loki allt of skarpt augunum gagnvart kostnaðinum við að koma sér hér þaki yfir höfuðið. Þar sé stærsti orsakavaldurinn örmyntsvæði krónunnar. „Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess að fara þá leið að taka upp aðra mynt með því að ganga í myntbandalag, viljið þið þá bara segja okkur hvaða plan annað þið ætlið að bjóða okkur upp á?“ spurði hún á fundi SA í Hörpu. Tilsvör fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna á fundinum komu ekki mjög á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar, telur vel mega lifa með krónu ef agi er í ríkisfjármálum. Þá sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fyrst og fremst þurfa að taka til í efnahagsmálum heima fyrir. Forsenda þess að hægt væri að taka upp nýja mynt væri hvort eð er sú að tekið yrði til heima fyrir. Þegar það væri búið mætti ræða upptöku nýrrar myntar. Þarna er snyrtilega skautað fram hjá því að ákvörðunin ein um trúverðuga leið að upptöku annarrar myntar hjálpar til við tiltektina sem vissulega er þörf. Um leið er ljóst að sveiflugjörn örmynt gerir ekki annað en trufla efnahagstiltektina. Eitt útilokar ekki annað þegar kemur að umræðu um myntina og stjórn efnahagsmála og mögulega fullreynt að koma á aga í ríkisfjármálum í krónuhagkerfi. Ekki er eftir neinu að bíða í umræðum um hvernig við losnum við þá pínu sem örmyntin króna er hér öllum almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Dálítið skondið er að hlutfall þeirra sem halda vilja í krónuna og hafna henni er mjög nálægt hlutfalli þeirra sem halda vilja ríkissambandi við kirkjuna og ekki. Niðurstöðurnar virðast í fljótu bragði innan skekkjumarka. 53 prósent vilja taka upp annan gjaldmiðil en krónu og 55 prósent vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Stuðningur við krónuna mælist 47 prósent, en 45 prósent við óbreytt samband ríkis og kirkju. Hvort einhver fylgni er þarna á milli í skoðunum er ekki vitað, en óneitanlega læðist að manni sá grunur að íhaldssemi á einum stað endurspeglist í íhaldssemi á fleiri sviðum. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem helst vilja halda í flugvöllinn í Vatnsmýri vilji líka halda í krónuna. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar um afstöðu til myntarinnar (án tillits til inngöngu í Evrópusambandið), sem birt var í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, um miðja vikuna kemur hins vegar ekki á óvart í ljósi væntinga um verðbólgu og hækkandi vaxtastig í landinu. Í Markaðnum bendir Ásgeir Jónsson hagfræðingur líka á óvissu um framhaldið þegar kemur að stjórn peningamála. „Nýtt haftalosunarplan hefur ekki enn komið fram og ekki heldur vegkort yfir það hvernig íslenska myntkerfið verður rekið til framtíðar.“ Þá var krónan til umræðu á fundi Samtaka atvinnulífsins um fjármál ríkisins í vikunni. Haft er eftir Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar, á þeim fundi, í Fréttablaðinu í gær, að ríkisstjórnin loki allt of skarpt augunum gagnvart kostnaðinum við að koma sér hér þaki yfir höfuðið. Þar sé stærsti orsakavaldurinn örmyntsvæði krónunnar. „Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess að fara þá leið að taka upp aðra mynt með því að ganga í myntbandalag, viljið þið þá bara segja okkur hvaða plan annað þið ætlið að bjóða okkur upp á?“ spurði hún á fundi SA í Hörpu. Tilsvör fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna á fundinum komu ekki mjög á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar, telur vel mega lifa með krónu ef agi er í ríkisfjármálum. Þá sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fyrst og fremst þurfa að taka til í efnahagsmálum heima fyrir. Forsenda þess að hægt væri að taka upp nýja mynt væri hvort eð er sú að tekið yrði til heima fyrir. Þegar það væri búið mætti ræða upptöku nýrrar myntar. Þarna er snyrtilega skautað fram hjá því að ákvörðunin ein um trúverðuga leið að upptöku annarrar myntar hjálpar til við tiltektina sem vissulega er þörf. Um leið er ljóst að sveiflugjörn örmynt gerir ekki annað en trufla efnahagstiltektina. Eitt útilokar ekki annað þegar kemur að umræðu um myntina og stjórn efnahagsmála og mögulega fullreynt að koma á aga í ríkisfjármálum í krónuhagkerfi. Ekki er eftir neinu að bíða í umræðum um hvernig við losnum við þá pínu sem örmyntin króna er hér öllum almenningi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun