Höldum okkur við staðreyndir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Margoft hefur komið fram í umræðu um mögulegan sæstreng fyrir rafmagn milli Íslands og Bretlands að ekki standi til að virkja hér hverja sprænu til að selja orkuna svo til útlanda eins og hvert annað hráefni. Meirihluti þeirrar orku sem rætt er um að selja um rafstreng er umframorka frá núverandi virkjunum sem ekki nýtist hér innanlands. Framboð slíkrar orku er óstöðugt og nýtist því ekki í sölu til iðnaðar, en er vel hægt að selja háu verði sem græna orku inn á markað þar sem mikil eftirspurn er eftir slíku. Með tengingu við erlendan orkumarkað er líka kominn valkostur við að selja orkuna á undirverði mengandi iðnaði á borð við álverum. Auðvitað á að vernda umhverfið og virkja sem minnst úr því sem komið er. Það er rétt sem fram kom á blaðamannafundi Bjargar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og Andra Snæs Magnasonar rithöfundar fyrir helgi að hér hafi þegar verið virkjað margfalt meira en þurfi til að anna orkuþörf almennings. Um leið eru rangfærslur og útúrsnúningar að halda því fram að Íslendingar horfi til þess að sjá Bretum fyrir rafmagni, eða að ríkisstjórnin geti á einhvern hátt keyrt í gegn stefnu þar sem ráðist yrði í virkjanir út um allar koppa grundir. Möguleikar Íslendinga til orkuframleiðslu eru takmarkaðir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hefur sjálfur bent á að þótt hér yrðu nýttir allir virkjanakostir þá fengist ekki úr því meiri raforka en svo að gæti nýst þriggja milljóna þjóð. Það er dropi í hafið í orkuþörf heimsins. Þá er hér stuðst við verklag þar sem virkjanakostir eru metnir og raðað inn í rammaáætlun um nýtingu þeirra. Þótt Gullfoss sé kannski virkjanakostur þá verður hann seint settur í nýtingarflokk. Við getum hins vegar nýtt betur þá orku sem framleidd er hér innanlands og bætt samningsstöðu landsins við orkusölu til mengandi iðnaðar með því að tengjast meginlandi Evrópu um sæstreng. Þótt ekki væri vegna annars ætti að skoða þennan kost alvarlega. Þannig gæti sæstrengur jafnvel verið lóð á vogarskál umhverfisverndar í landinu. Hugmyndin um sæstreng er þannig ekki í andstöðu við hugmyndir um að hér sé tímabært að láta af stóriðjustefnu. Og óhætt er að taka undir með því sem Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær um að nær væri að ígrunda hvernig landið geti haldið í fyrirtæki á borð við nýsköpunarfyrirtæki sem hér hafi flúið land. Vexti fyrirtækja sem byggja á hugviti fólks eru engin takmörk sett og mikilvægt að búa þeim, sem og öðrum, stöðugt rekstrarumhverfi og samkeppnishæft því sem erlendis býðst. Leiðirnar að því marki eru ljósar, svo sem með upptöku alþjóðlegrar myntar. Nær væri að stefna hér að því að fjölga tækifærum en fækka þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Margoft hefur komið fram í umræðu um mögulegan sæstreng fyrir rafmagn milli Íslands og Bretlands að ekki standi til að virkja hér hverja sprænu til að selja orkuna svo til útlanda eins og hvert annað hráefni. Meirihluti þeirrar orku sem rætt er um að selja um rafstreng er umframorka frá núverandi virkjunum sem ekki nýtist hér innanlands. Framboð slíkrar orku er óstöðugt og nýtist því ekki í sölu til iðnaðar, en er vel hægt að selja háu verði sem græna orku inn á markað þar sem mikil eftirspurn er eftir slíku. Með tengingu við erlendan orkumarkað er líka kominn valkostur við að selja orkuna á undirverði mengandi iðnaði á borð við álverum. Auðvitað á að vernda umhverfið og virkja sem minnst úr því sem komið er. Það er rétt sem fram kom á blaðamannafundi Bjargar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og Andra Snæs Magnasonar rithöfundar fyrir helgi að hér hafi þegar verið virkjað margfalt meira en þurfi til að anna orkuþörf almennings. Um leið eru rangfærslur og útúrsnúningar að halda því fram að Íslendingar horfi til þess að sjá Bretum fyrir rafmagni, eða að ríkisstjórnin geti á einhvern hátt keyrt í gegn stefnu þar sem ráðist yrði í virkjanir út um allar koppa grundir. Möguleikar Íslendinga til orkuframleiðslu eru takmarkaðir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hefur sjálfur bent á að þótt hér yrðu nýttir allir virkjanakostir þá fengist ekki úr því meiri raforka en svo að gæti nýst þriggja milljóna þjóð. Það er dropi í hafið í orkuþörf heimsins. Þá er hér stuðst við verklag þar sem virkjanakostir eru metnir og raðað inn í rammaáætlun um nýtingu þeirra. Þótt Gullfoss sé kannski virkjanakostur þá verður hann seint settur í nýtingarflokk. Við getum hins vegar nýtt betur þá orku sem framleidd er hér innanlands og bætt samningsstöðu landsins við orkusölu til mengandi iðnaðar með því að tengjast meginlandi Evrópu um sæstreng. Þótt ekki væri vegna annars ætti að skoða þennan kost alvarlega. Þannig gæti sæstrengur jafnvel verið lóð á vogarskál umhverfisverndar í landinu. Hugmyndin um sæstreng er þannig ekki í andstöðu við hugmyndir um að hér sé tímabært að láta af stóriðjustefnu. Og óhætt er að taka undir með því sem Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í gær um að nær væri að ígrunda hvernig landið geti haldið í fyrirtæki á borð við nýsköpunarfyrirtæki sem hér hafi flúið land. Vexti fyrirtækja sem byggja á hugviti fólks eru engin takmörk sett og mikilvægt að búa þeim, sem og öðrum, stöðugt rekstrarumhverfi og samkeppnishæft því sem erlendis býðst. Leiðirnar að því marki eru ljósar, svo sem með upptöku alþjóðlegrar myntar. Nær væri að stefna hér að því að fjölga tækifærum en fækka þeim.