Jón Sigurður Eyjólfsson

Fréttamynd

Veröld a la Arnarnes

Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs.

Bakþankar
Fréttamynd

Dularfullir náttfarar

Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir.

Bakþankar
Fréttamynd

Pistlahöfundur á lyfjum

Skrautbúinn maður rétti mér miða. Ég leit á og sá að hann var að bjóða stinningarlyf, vörn gegn illa auganu, seið til að vinna ástir kvenna og síðan sérstakt lygalyf. Þetta vakti athygli mína þó ég sé ýmsu vanur á leið minni heim úr vinnu enda margt kynlegra kvista í Malagaborg.

Bakþankar
Fréttamynd

Aumkunarverði Stóri bróðir

Það er hræðilegur óskapnaður þetta Ísland sem blasir við manni þau fáu skipti sem ég kemst á internetið, en Vodafone hefur mig í viðskiptabanni um þessar mundir.

Bakþankar
Fréttamynd

Samfarir okkar Dollíar Parton

Enginn skyldi vefengja Paulo Coelho þegar hann segir að þú feykir ósk þinni til alheimsins sem síðan reynir að láta hana rætast. Vandinn er hins vegar sá að við erum orðin svo áhrifagjörn að við megum ekki sjá eina bíómynd þá rignir alls konar hégómlegum óskum yfir alheiminn.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráðunautur rétthugsunar

Innra með mér býr rétthugsunar ráðunautur sem ég hef hingað til verið nokkuð ánægður með. Hann hefur hneykslast með mér í hvert sinn sem við höfum orðið vitni að rasisma, óréttlæti og bestíuskap. Svo römm er réttlætiskennd þessa eftirlitsmanns að hann bregður upp fyrir mér mynd af þeim sem gera sig seka um ómennsku undir fallöxi.

Bakþankar
Fréttamynd

Lax í Þróttara- búningi

Þú getur "verið“ það sem þú vilt. Þú getur "verið“ réttlátur án þess að þurfa nokkurn tíma að taka afleiðingunum sem fylgja slíku eðlisfari.

Bakþankar
Fréttamynd

Véfréttin á Bessastöðum

Svo virðist sem Ólafur Ragnar sé lenging (við Íslendingar höfum ekki gaman af styttingum) á enska orðinu oracle, það er að segja véfrétt.

Bakþankar
Fréttamynd

Spænskur framsóknarmaður

Eftir því sem ég flyt oftar þeim mun meira álit fæ ég á Díó­genesi, eignarlausa og alsæla heimspekingnum sem bjó í tunnu á torginu og átti aðeins eina larfa til skiptanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Eigingjarnir risar

Menn geta orðið svo uppteknir af eignum sínum að þeir verða argir og einangraðir. Rétt eins og eigingjarni risinn hans Oscars Wilde taka þessir menn öllu áreiti sem einkaeign þeirra verður fyrir afar illa. Engin starfsemi má fara fram í grennd, ekki má komast í sjónfæri við glugga og almennt eru öll ummerki um líf álitin óheppileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki er Ísland fjarska fallegt

Það væri synd að segja að Ísland sé fjarska-fallegt. Þegar maður sér það frá útlöndunum gegnum sjónauka internetsins lítur það út eins og Patreksfjörður eftir dansleik á sjómannadaginn.

Bakþankar
Fréttamynd

Aftaka á miðju torgi

Ég renndi ekki grun í hvaða undur áttu eftir að eiga sér stað þennan sólbjarta sunnudag þegar ég keypti mér dagblaðið El País í söluturni einum. Fór ég því léttur í lund og settist undir svokölluðu jacaranda-tré við kaffihús eitt og pantaði mér kaffi sóló.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar skríllinn skellir aðlinum

Í neðanjarðarlest í Madríd situr sjötíu og eins árs gömul kona og les bókina hans Jóns Gnarr sem fjallar um það hvernig hann varð borgarstjóri og breytti heiminum. Þessi ofurhversdagslegi atburður var festur á filmu og er nú, eftir kosningarnar síðastliðna helgi,

Bakþankar
Fréttamynd

Tími til að rífa kjaft

Eitt sinn seldi ég grískum bónda mótorfák. Var mikill völlur á honum og samningaviðræðurnar því fjörlegar. Við komumst svo að samkomulagi um að hann greiddi 40 þúsund drökmur fyrir. Þá hrifsar hann 30 þúsund úr vasanum, réttir mér og býst til brottferðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Dropbox fyrir pöpulinn

Þessi óskiljanlegi skrekkur minn gerir vart við sig þegar góðir og gegnir sjálfstæðismenn tala um verkfallsréttinn einsog einhverja óhollustu í höndum óábyrgs fólks sem jafnvel ætti að banna.

Bakþankar
Fréttamynd

Mikilvægasta vinna veraldarsögunnar

Ekkert starf er mikilvægara í allri veraldarsögunni en skáldskapur. Ég gæti hugsað mér að búa í heimi þar sem ekki væru til læknar, kennarar eða kaupmenn en að búa við tilveru sem ekkert skáld hefur litað með órum skáldagyðjunnar

Bakþankar
Fréttamynd

Kaldhæðnisleg örlög Krists

Ég bið "fyrir alla muni, Súlli minn, ekki líta niður“. En ég sé það á þjáningunni í svip hans að hann er löngu búinn að komast að því hverjir halda á honum.

Bakþankar
Fréttamynd

Mitt óbætanlega tjón í Tyrklandi

Ég mun aldrei bíða þess bætur að hafa farið til hinnar dásamlegur borgar Istanbúl fyrir sautján árum. Með reglulegu millibili horfi ég raunamæddur í spegilinn og óska þess að hafa aldrei stigið þar fæti.

Bakþankar
Fréttamynd

Hessel og Heimdallur

Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er búið að snúa tilverunni á haus. Það sem sneri upp snýr nú niður. Útrásarvíkingarnir eru orðnir innipúkar, aldnir orðnir ungir og öfugt.

Bakþankar
Fréttamynd

Skelfingin að sakna smóksins

Nokkur ár eru liðin frá því ég lagði herra Nikótín að velli. Ég spurði mig fyrir stystu hvort ég saknaði kauða og var svarið satt að segja svo óhuggulegt að ég svaf vart næstu dægur.

Bakþankar
Fréttamynd

Hóruhúsin í Fuengirola

Ef eitthvað er heilagt hér á Spáni þá er það miðdegisverðurinn um tvöleytið. Hann er svo vel úti látinn að hver hnúfubakur væri vel sæmdur af skammtinum. Þessi hefð er Spánverjum svo geðgróin að ef eitthvað misferst við máltíð þessa

Bakþankar
Fréttamynd

Allar þessar blindu ömmur

Amma er blind. Hún er samt með opin augun og þau virka eðlileg en hún bara sér ekki neitt með þeim.“ Svona lýsir Jón Gnarr ömmu sinni í bókinni Indjáninn. En amma hans er ekki ein um þetta. Stundum er eins og þorri heilu þjóðanna neiti að sjá og vilji helst láta vernda sig og leiða.

Bakþankar
Fréttamynd

Sá yðar sem syndlaus er

Það er ekki upp á þjóð mína logið þegar hún finnur lykt af pólitísku blóði. Þessi kalda upplifun mín hreiðrar um sig í hjarta mínu, meðan ég fylgist með umfjöllun um lekamálið svokallaða. Vissulega er ég kátur yfir því að málið skuli til lykta leitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar lífið merkir hálfvita

Ég varð óttasleginn þegar ég mætti augnaráði hans í anddyrinu. Sársaukinn af þungri niðurlægingu og nauð skein úr augum hans eins og vítiseldar. Hann var klæddur í gömul og slitin jakkaföt sem gáfust illa í desemberkuldanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Öreigi dæmdur úr leik

Ég myndi kannski ekki segja að ég væri orðinn fatlaður en alla vega svo laskaður er ég eftir að hafa orðið fyrir barðinu á ísmeygilegri byltingu jafnaðarmanna að ef fram heldur sem horfir verð ég ekki fær um að sinna mér sjálfur.

Bakþankar
Fréttamynd

Með tengdó í skuggasundi

Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfulegur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn.

Bakþankar
Fréttamynd

Hið leiðinlega norræna fólk

Sú mýta að norrænt fólk sé þögult og leiðinlegt lifir góðu lífi víða á Spáni. Óviljandi hef ég nú lagt mín lóð á vogarskálarnar til þess að blása nýju lífi í hana hér í strandbænum Fuengirola, þangað sem ég er nýfluttur.

Bakþankar