Sá yðar sem syndlaus er Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Það er ekki upp á þjóð mína logið þegar hún finnur lykt af pólitísku blóði. Þessi kalda upplifun mín hreiðrar um sig í hjarta mínu, meðan ég fylgist með umfjöllun um lekamálið svokallaða. Vissulega er ég kátur yfir því að málið skuli til lykta leitt. Að sannleikurinn hafi litið dagsins ljós. En það eru viðbrögðin við þessum mannlega harmleik, sem þarna átti sér stað, sem hrella mig. Búið er að koma fórnarlömbum í hringinn eins og syndugu konunni forðum. Þótt Gísli Freyr hafi gengist við mistökum sínum og Hanna Birna hafi sagt af sér, þá er kastað og kastað. Stærstu hnullungarnir koma á kommentakerfum. En mér finnst eins og völur fljúgi úr höndum fjölmiðlamanna. Við erum ekki aðeins að tala um pólitískt skítkast sem búið er að finna bólusetningu við fyrir löngu heldur stendur nú einnig lítt reynt fólk í skotlínunni. Þeir sem hafa efni á því að kasta, hljóta að vera menn sem aldrei hafa gert mistök, sem sá fékk að gjalda fyrir sem síst skyldi. Þeir hafa því aldrei og myndu væntanlega aldrei láta sér til hugar koma að reyna að hylma yfir slík mistök. Þetta hlýtur að vera fólk sem kann að gefast upp í fullkominni auðmýkt. Kann að gera andstæðingi sínum til geðs, þegar það játar sig sigrað. Þetta hlýtur að vera fólk sem ekki hefði dottið í hug að veita aðstoðarmanni ráðherra þessar margumræddu upplýsingar. Það hefði stoppað aðstoðarmanninn af, sagt honum að koma með skriflega beiðni frá ráðherranum sjálfum. Þetta hlýtur að vera fólk, sem aldrei hefur sagt neitt, sem í fyllingu tímans virtist svo kannski rangt eða óþægilegt. Það getur því sveiflað gömlu tímariti eins og snöru um höfuð þess sem breyskari er í þessum efnum. Þetta hlýtur að vera fólk sem lætur ekki breyskleikann afvegaleiða sig. Það sér alla hluti fyrir. En það sem ég skil ekki er af hverju þetta flekklausa fólk, sem svona kastar, þessir sem eru fullnuma í stjórnsýslu og mannlegum samskiptum, skuli eiga svona hræðilega erfitt með að fyrirgefa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Það er ekki upp á þjóð mína logið þegar hún finnur lykt af pólitísku blóði. Þessi kalda upplifun mín hreiðrar um sig í hjarta mínu, meðan ég fylgist með umfjöllun um lekamálið svokallaða. Vissulega er ég kátur yfir því að málið skuli til lykta leitt. Að sannleikurinn hafi litið dagsins ljós. En það eru viðbrögðin við þessum mannlega harmleik, sem þarna átti sér stað, sem hrella mig. Búið er að koma fórnarlömbum í hringinn eins og syndugu konunni forðum. Þótt Gísli Freyr hafi gengist við mistökum sínum og Hanna Birna hafi sagt af sér, þá er kastað og kastað. Stærstu hnullungarnir koma á kommentakerfum. En mér finnst eins og völur fljúgi úr höndum fjölmiðlamanna. Við erum ekki aðeins að tala um pólitískt skítkast sem búið er að finna bólusetningu við fyrir löngu heldur stendur nú einnig lítt reynt fólk í skotlínunni. Þeir sem hafa efni á því að kasta, hljóta að vera menn sem aldrei hafa gert mistök, sem sá fékk að gjalda fyrir sem síst skyldi. Þeir hafa því aldrei og myndu væntanlega aldrei láta sér til hugar koma að reyna að hylma yfir slík mistök. Þetta hlýtur að vera fólk sem kann að gefast upp í fullkominni auðmýkt. Kann að gera andstæðingi sínum til geðs, þegar það játar sig sigrað. Þetta hlýtur að vera fólk sem ekki hefði dottið í hug að veita aðstoðarmanni ráðherra þessar margumræddu upplýsingar. Það hefði stoppað aðstoðarmanninn af, sagt honum að koma með skriflega beiðni frá ráðherranum sjálfum. Þetta hlýtur að vera fólk, sem aldrei hefur sagt neitt, sem í fyllingu tímans virtist svo kannski rangt eða óþægilegt. Það getur því sveiflað gömlu tímariti eins og snöru um höfuð þess sem breyskari er í þessum efnum. Þetta hlýtur að vera fólk sem lætur ekki breyskleikann afvegaleiða sig. Það sér alla hluti fyrir. En það sem ég skil ekki er af hverju þetta flekklausa fólk, sem svona kastar, þessir sem eru fullnuma í stjórnsýslu og mannlegum samskiptum, skuli eiga svona hræðilega erfitt með að fyrirgefa.