Jónína Michaelsdóttir

Fréttamynd

Landið og við

Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við eigum öll heima hérna

Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannfyrirlitning

Fyrir margt löngu var ég að spjalla við roskinn mann um aðstæður alþýðufólks á árum áður. Þessi maður óx úr grasi í afskekktu þorpi úti á landi, og sagði mér meðal annars að hann hefði eitt sinn á yngri árum tekið þátt í að bera mann í rúmi sínu milli bæja. Þetta var heilsulaus maður á fátækraframfæri, en slíkt fólk var kallað sveitarómagar eða þurfalingar og var réttindalaust. Hreppurinn greiddi með því og ástæða þessa flutnings var sú, að bóndi á öðrum bæ hafði boðist til að hafa hann á heimilinu fyrir lægri upphæð en bóndinn sem hann hafði legið hjá í góðu atlæti. Þurfalingurinn var að sjálfsögðu ekki spurður hvernig honum litist á vistaskiptin og hreppurinn kynnti sér ekkert endilega hvort lægra meðlag þýddi verra atlæti. Burðarmaðurinn sagði að sér hefði liðið undarlega í þessu hlutverki. Þótt þurfalingurinn hafi ekki borið sig illa, var hann greinilega órólegur. Vissi ekkert hvað beið hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókvit og verksvit

Einn af forfeðrum mínum var um tíma í vinnu hjá stöndugum bónda á Austurlandi, og var vel liðinn. Þótti góður starfskraftur, var handlaginn, hagmæltur og vinnusamur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósinn og uppsprettan

Í eina tíð var ég formaður í hreyfingu stjórnmálaflokks í þorpi vestur á landi. Það stóð ekki lengi, en var afar áhugaverð lífsreynsla. Í litlu þorpi eru allir stórir. Einhverju sinni var aðalfundur rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var farið yfir tillögur um frambjóðendur, en þetta var áður en prófkjörin tóku völdin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi og almenningur

Stelpan frá Stokkseyri segir landsdóm vera úrelta löggjöf, og hún talar enga tæpitungu: Alþingi er við það að gera reginmistök! Trúi því ekki að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gera. Hef viljað trúa því að ég búi í réttarríki, en það samrýmist ekki réttarríki að draga ráðherra fyrir landsdóm."

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjófar sakleysisins

Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiðtogaskortur

Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnrétti og sjálfsvirðing

Þegar ég var að vaxa úr grasi tíðkaðist ekki að konur ynnu utan heimilis, nema þær væru einstæðar eða ekkjur. Ég man aðeins eftir þremur konum í mínu umhverfi. Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um konur sem sóttust eftir því. Frekar að þeim væri vorkennt sem þurftu að skilja börn sín eftir hjá vandalausum, eða ein, alla daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Oflæti og yfirgangur

Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir framtíðina

Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir sem einn

Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jónína Michaelsdóttir: Valdið er okkar

Einu sinni þegar ég tók þátt í kosningu til stjórnar hjá fjölmennri hreyfingu, búin að merkja við þá sem ég treysti, en vantaði eitt nafn, fékk ég vægt valkvíðakast. Átti erfitt með að velja milli tveggja einstaklinga. Stúlka sem

Fastir pennar
Fréttamynd

Jónína Michaelsdóttir: Svokallaðir ráðherrar

Nú, þegar vönduð rannsóknar­skýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og

Skoðun
Fréttamynd

Það vex sem að er hlúð

Góð vinkona mín fór nýverið með barnabörnum sínum í sundlaugina á Álftanesi. Hún naut þess að synda í lauginni og vera í heita pottinum en þau höfðu meiri áhuga á rennibrautinni. Dóttursonur hennar sem er mjög hændur að ömmu sinni kom og spurði í samúðartón hvort hún þyrði ekki í brautina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjörnur og streita

Full ástæða er til að samgleðjast matreiðslumeistaranum sem fékk Michelin stjörnu, fyrstur íslenskra matsveina, í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á sjó og landi

Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu-og myndbandavæðingunni hefði andrúmloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónulegum samskiptum um borð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einnig þér að kenna

Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Oflætistaktar

Engin veröld fyrr en ég hana skóp!“ segir Baccalaureus við Mefistofeles í þýðingu Yngva Jóhannessonar á ljóðaleikriti Goethes, Fást. „Við höfum þegar sigrað hálfan heiminn, en hvað hafið þið gert, kynslóð ellidreyminn? Baccalaureus lýkur magnaðri og hátimbraðri lýsingu á yfirburðum æskunnar á orðunum: „Hver annar en ég rauf ykkar hugarfjötra og af ykkur risti smásálarskaparins tötra? Frelsið er mitt og andagift mín er það innra hugarljós sem fylgir mér. Ég sæki fram, minn fögnuður eigin styrkur, framundan heiðríkjan, að baki myrkur.“ Mefistofeles hlustar hrifinn á oflætið og skýtur inn í: „Hér hefur fjandinn engu við að bæta!“

Fastir pennar
Fréttamynd

Skvaldurskjóðurnar

Einhverju sinni þegar það dróst að fundur sem ég átti að sitja hæfist, þar sem lykilmaður var ekki mættur, hófst spjall um daginn og veginn hjá okkur hinum. Talið barst að meintri hlutdrægni fréttamanna, sem þá var í umræðunni. Einn úr hópnum lét í ljós áhyggjur af þessari þróun, en sagði gott til þess að vita að innan stéttarinnar væru líka frábærir fagmenn í greininni. Þar stæðu reyndar tveir menn upp úr. Þeir bæru af. Alltaf mætti treysta því að þeir væru málefnalegir í fréttaöflun og framsetningu. Þessir menn gættu hlutleysis í fréttaflutningi og enginn gæti greint persónulegar áherslur eða pólitíska hlutdrægni í þeirra umfjöllun. Þegar hann nafngreindi þessa tvo menn, hélt ég að hann væri að spauga, og spurði hvort honum væri alvara. „Áttu við að þú sért ekki á sama máli?" spurði hann, og undrun hans var sönn og einlæg. Sama virtist mér um félaga hans. Sjálfri fannst mér umræddir fréttamenn góðir menn og grandvarir, en rammpólitískir, og undarlegt í meira lagi ef stjórnmálaskoðanir þeirra og vantrú á stefnu annarra flokka færu framhjá lesendum eða áheyrendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofbeldisvæðingin

Fimm ára stúlka var stungin með eggvopni af ungri konu í Keflavík, og liggur þungt haldin á Landspítalanum. Grunur leikur á að konan hafi verið að hefna sín á foreldrum, samkvæmt fjölmiðlum gærdagsins, en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað, fyrir hvað. Í gær var líka viðtal við lögreglustjóra Suðurnesja, sem segir skipulagða glæpastarfsemi finnast í umdæminu. Þar séu bæði innlendir og erlendir hópar sem fylgst sé vel með. Hættumat greiningardeildar þjóni embættinu og hún mæli með að fleiri umdæmi verði greind með sambærilegum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með opnum huga

Nú þegar við erum orðin umsækjendur að Evrópusambandinu má spyrja sig hvort almenningur í landinu viti í raun hverju aðild að ESB muni breyta hér á landi. Myndast hafa fylkingar þvert á stjórnmálaflokka, annars vegar með og hins vegar á móti aðild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Efnahagslegt heilsuleysi

Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börn og annað fólk

Árla dags í október 1997 sat ég í skólastofu í úthverfi Hamborgar í Þýskalandi og fylgdist með Olgu Guðrúnu Árnadóttur spjalla við börnin í bekknum, sem voru á fermingaraldri, og lesa fyrir þau úr bók sinni „Peð á plánetunni Jörð". Tíminn hófst með því að kennari unglinganna kynnti góðan gest, rithöfund frá Íslandi, sem hefði skrifað vinsæla unglingabók og ætlaði að lesa úr henni fyrir þau. Síðan settist hann hjá mér, en Olga Guðrún tók sér stöðu framan við kennaraborðið og ávarpaði bekkinn. Nokkrir strákar áttu erfitt með að sitja kyrrir og voru bersýnilega að spegla sig hver í öðrum, flissuðu, iðuðu í sætunum og skimuðu látlaust í kringum sig, en að öðru leyti virtust þessir krakkar forvitnir fremur en áhugasamir um þessa óvæntu heimsókn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með vor í brjósti

Nú þegar úrslit alþingiskosninga liggja fyrir má vel taka undir með þeim sem sagði að einsleitnin á löggjafarsamkomunni væri á undanhaldi. Meðal nýrra þingmanna eru skáld og rithöfundar, hagfræðingar, þjóðfræðingur, skipulagsfræðingur, markaðsfræðingur, dýralæknir, bóndi, skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk. Ég hefði vel getað hugsað mér iðnaðarmenn í þessum hópi, til dæmis húsasmíðameistara eða múrarameistara. Menn sem eru að gera hlutina, ekki markaðssetja þá, tala um þá eða skrifa um þá, þó að það sé að sjálfsögðu bæði gott og gagnlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nytsamir sakleysingjar

Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð kjósenda

Þegar ég var krakki og heyrði talað um bestu manna yfirsýn, velti ég því stundum fyrir mér hverjir þeir væru þessir bestu menn, og hvar þá væri að finna. Í dag er ég að vona að þeir séu önnum kafnir við uppbyggingu samfélagsins með alla sína yfirsýn. Ég treysti því líka að þá sé að finna í fylkingunni sem sækist eftir þingsætum í næstu kosningum. Við hin eigum mikið undir því að svo sé.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hér og nú

Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æskunnar út bókina „Sögurnar hans pabba“, eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugsunarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu.

Fastir pennar