Landið og við Jónína Michaelsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu. Þessi tilhneiging er val, ekki náttúrulögmál. Við erum ekki fórnarlömb umhverfisins, nema við spilum með. Það er okkar val að gleðjast hvern dag yfir því sem við eigum, í stað þess að myrkva hugann með öllu því sem okkur vantar, eða langar í. Þegar til stykkisins kemur er bjartsýni oftar en ekki nær raunsæinu en svartsýni, þó að það sé auðvitað ekki einhlítt. En sem þjóð erum við dálítið fyrir upphrópanir og annaðhvorteða málflutning. Semsagt, við og hinir. Svart eða hvítt! En þannig er bara ekkert í tilverunni, nema í hugskoti þeirra sem kjósa að hýsa slíka speki. Farsældin er sjaldan fylginautur fyrirlitningar og fordóma. Sjálfstæð þjóð Í ljóðum fyrri tíma skálda er landið í öndvegi. Virðing og ást á fósturjörðinni. Galdur og töfrar íslenskrar náttúru. Heitar kenndir voru tjáðar með skírskotun í fossa og læki, dali og fjöll. Þá lifðu Íslendingar almennt nær þessari náttúru en nútímamenn gera, og voru ótruflaðir af farsíma, sjónvarpi og bílaumferð. En íslenski metingurinn, slúðrið og derringurinn var ekki óþekktur þá frekar en núna. Fátækt fyrri tíma á ekkert skylt við það sem við köllum fátækt í dag, þó að hún geti sannarlega verið bæði sár og erfið, og ætti ekki að þekkjast í nútímasamfélagi. Maður veltir því stundum fyrir sér hvernig manni hefði liðið í rigningunni á Þingvöllum árið 1944. Hvað þetta var stór stund. Orðin sjálfstæð þjóð á eigin vegum. Hver og einn getur haft sína skoðun á hvernig til hefur tekist, núna þegar til stendur að endurskoða stjórnarskrána. Greiðar samgöngur, góðir vegir og almenn bifreiðaeign hefur fært okkur aftur nær landinu sjálfu. Við erum enn á ný komin í náið tilfinningasamband við íslenska náttúru. Nú birtist það ekki aðeins í ljóðum og lögum, heldur í barnabókum, kvikmyndum og sjónvarpi. Ekki eru allir á einu máli um hvernig umgengni við landið á að vera, enda væri það dálítið óíslenskt ef svo væri. Áhrif bókmenntanna Maður leiðir stundum hugann að því hvernig íslensk þjóð væri ef hún ætti ekki bókmenntaarfinn. Ef bókmenntir hefðu ekki verið jafn ríkur þáttur í sjálfsmynd þeirra sem hér hafa lifað og látist gegnum tíðina. Við tökum þessa hefð fyrir sjálfsagðan hlut, en hún er það hreint ekki. Í augum annarra þjóða höfum við lengi verið menningarþjóð, auk þess að vera fiskveiðiþjóð. En það besta er, að þetta er ekki fortíðarfyrirbæri, heldur íslenskur veruleiki enn í dag. Þrátt fyrir sjónvarp, kvikmyndir Internetið og hljóðbækur, lesum við enn bækur, ekki bara til fróðleiks, heldur skemmtunar. Lestrarnautnin er enn í blóðinu. Um það vitnar íslensk bókaútgáfa. Þessa dagana eru nýútkomnar bækur það langáhugaverðasta í fréttum.Verk íslenskra höfunda eru í vaxandi mæli þýddar á önnur tungumál og sumir þeirra þekktir og virtir víða um heim. Og þetta er fjölbreytt flóra. Á Íslandi eru jólabækurnar eins sjálfsagðar og jólatréð. Og þó að höfundur fyrirgefningarinnar og kærleikans eigi aðfangadagskvöld, þá er næsta víst að víða verður hann að deila því með bók sem tekin er með eftirvæntingu úr skrautlegum jólapappír, eftir kvöldmat og hugsanlega kirkjuferð. Þetta er það sem mestu skiptir hér á landi: Tungan, landið og miðin, sjálfstæðið, náttúruauðlindirnar - og bókmenntirnar. Alltaf er það þó svo að veldur hver á heldur. Og fyrir fámenna þjóð í dreifbýlu landi, er aldrei of mikil áhersla lögð á frumkvæði einstaklingsins til orða og athafna. Ekki næra hjarðeðlið. Því að hér munar um hvern mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu. Þessi tilhneiging er val, ekki náttúrulögmál. Við erum ekki fórnarlömb umhverfisins, nema við spilum með. Það er okkar val að gleðjast hvern dag yfir því sem við eigum, í stað þess að myrkva hugann með öllu því sem okkur vantar, eða langar í. Þegar til stykkisins kemur er bjartsýni oftar en ekki nær raunsæinu en svartsýni, þó að það sé auðvitað ekki einhlítt. En sem þjóð erum við dálítið fyrir upphrópanir og annaðhvorteða málflutning. Semsagt, við og hinir. Svart eða hvítt! En þannig er bara ekkert í tilverunni, nema í hugskoti þeirra sem kjósa að hýsa slíka speki. Farsældin er sjaldan fylginautur fyrirlitningar og fordóma. Sjálfstæð þjóð Í ljóðum fyrri tíma skálda er landið í öndvegi. Virðing og ást á fósturjörðinni. Galdur og töfrar íslenskrar náttúru. Heitar kenndir voru tjáðar með skírskotun í fossa og læki, dali og fjöll. Þá lifðu Íslendingar almennt nær þessari náttúru en nútímamenn gera, og voru ótruflaðir af farsíma, sjónvarpi og bílaumferð. En íslenski metingurinn, slúðrið og derringurinn var ekki óþekktur þá frekar en núna. Fátækt fyrri tíma á ekkert skylt við það sem við köllum fátækt í dag, þó að hún geti sannarlega verið bæði sár og erfið, og ætti ekki að þekkjast í nútímasamfélagi. Maður veltir því stundum fyrir sér hvernig manni hefði liðið í rigningunni á Þingvöllum árið 1944. Hvað þetta var stór stund. Orðin sjálfstæð þjóð á eigin vegum. Hver og einn getur haft sína skoðun á hvernig til hefur tekist, núna þegar til stendur að endurskoða stjórnarskrána. Greiðar samgöngur, góðir vegir og almenn bifreiðaeign hefur fært okkur aftur nær landinu sjálfu. Við erum enn á ný komin í náið tilfinningasamband við íslenska náttúru. Nú birtist það ekki aðeins í ljóðum og lögum, heldur í barnabókum, kvikmyndum og sjónvarpi. Ekki eru allir á einu máli um hvernig umgengni við landið á að vera, enda væri það dálítið óíslenskt ef svo væri. Áhrif bókmenntanna Maður leiðir stundum hugann að því hvernig íslensk þjóð væri ef hún ætti ekki bókmenntaarfinn. Ef bókmenntir hefðu ekki verið jafn ríkur þáttur í sjálfsmynd þeirra sem hér hafa lifað og látist gegnum tíðina. Við tökum þessa hefð fyrir sjálfsagðan hlut, en hún er það hreint ekki. Í augum annarra þjóða höfum við lengi verið menningarþjóð, auk þess að vera fiskveiðiþjóð. En það besta er, að þetta er ekki fortíðarfyrirbæri, heldur íslenskur veruleiki enn í dag. Þrátt fyrir sjónvarp, kvikmyndir Internetið og hljóðbækur, lesum við enn bækur, ekki bara til fróðleiks, heldur skemmtunar. Lestrarnautnin er enn í blóðinu. Um það vitnar íslensk bókaútgáfa. Þessa dagana eru nýútkomnar bækur það langáhugaverðasta í fréttum.Verk íslenskra höfunda eru í vaxandi mæli þýddar á önnur tungumál og sumir þeirra þekktir og virtir víða um heim. Og þetta er fjölbreytt flóra. Á Íslandi eru jólabækurnar eins sjálfsagðar og jólatréð. Og þó að höfundur fyrirgefningarinnar og kærleikans eigi aðfangadagskvöld, þá er næsta víst að víða verður hann að deila því með bók sem tekin er með eftirvæntingu úr skrautlegum jólapappír, eftir kvöldmat og hugsanlega kirkjuferð. Þetta er það sem mestu skiptir hér á landi: Tungan, landið og miðin, sjálfstæðið, náttúruauðlindirnar - og bókmenntirnar. Alltaf er það þó svo að veldur hver á heldur. Og fyrir fámenna þjóð í dreifbýlu landi, er aldrei of mikil áhersla lögð á frumkvæði einstaklingsins til orða og athafna. Ekki næra hjarðeðlið. Því að hér munar um hvern mann.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun