Það vex sem að er hlúð Jónína Michaelsdóttir skrifar 30. mars 2010 06:00 Góð vinkona mín fór nýverið með barnabörnum sínum í sundlaugina á Álftanesi. Hún naut þess að synda í lauginni og vera í heita pottinum en þau höfðu meiri áhuga á rennibrautinni. Dóttursonur hennar sem er mjög hændur að ömmu sinni kom og spurði í samúðartón hvort hún þyrði ekki í brautina. „Jú, jú!" sagði hún hressilega og dreif sig í tækið. Fimm ára sonardóttir hennar var á undan henni upp tröppurnar. Á miðri leið staldraði hún við, sneri sér að ömmu sinni og sagði ákveðin og uppörvandi: Núna ertu ekki lengur gömul, amma!" Mér þótti dálítið gott hjá fulltrúa framtíðarinnar að tengja aldur við athafnir og dirfsku, en ekki fæðingarvottorð og hrukkur, þótt óvíst sé að hún eigi mörg skoðanasystkin. En þetta leiðir hugann að því hvað sinnið er öflugt stjórntæki og hvað það er oft á sjálfstýringu hjá okkur. Hvað við eltum almenningsálit, látum atferli og skoðanir annarra koma okkur í uppnám, gerum veður út af hlutum sem engu máli skipta þegar til stykkisins kemur, og stöldrum ekki við hina ýmsu gleðiglampa í daglegu lífi. Lítum á þá sem sjálfsagðan hlut. Við tökum lífsins gæðum kannski fagnandi en verðum fljótt heimablind. Athyglin beinist að því sem við sækjumst eftir, ekki því sem við eigum og höfum. Þangað til við missum það. Þá fær það ofurvægi. Okkur finnst velgengni eðlilegt ástand, og skortur á henni andstreymi. En hvernig sem aðstæður eru, þá ræðst líðan okkar meira af eigin viðhorfi en ytri aðstæðum. Óþörf umræða@Megin-Ol Idag 8,3p :Býsna mörgum er tíðrætt um það sem þeim mislíkar í fari fólks sem það að öðru leyti hefur mætur á. Oft er það ekki skapgerðarbrestur sem um er að ræða, heldur önnur nálgun á grundvallaratriðum, ólík viðbrögð við sömu hlutum, eða bara þrjóska og sérviska af einhverju tagi. Pirringur þessarar gerðar er algengur á heimilum, í skólum, á vinnustöðum, í vinahópum, stjórnmálum og raunar hvar sem er. En ef við látum hátterni og upplag annarra skaprauna okkur er það auðvitað okkar val. Það erum við sjálf sem kjósum að láta lund þeirra koma okkur í uppnám. Mesta virðing sem við getum sýnt öðrum, er að taka þeim eins og þeir eru. Og með því að beina athyglinni fyrst og fremst að kostum þeirra, líður okkur sjálfum betur. Við getum áfram haft skoðun á því sem er okkur ekki að skapi, en það er engum til gagns að dvelja við það. Síst af öllu þegar börn og unglingar eiga í hlut. Beri maður ábyrgð á þeim, þarf að vanda sig. Með því að fjasa og skammast í sífellu um hvað þau séu óþæg, vanþakklát, gangi illa um, læri ekki heima og brúki munn, gefur maður þessum eiginleikum líf og er sjálfur ekkert betri. Með því að beina athygli að því sem vel er gert, og best er í fari barnsins og unglingsins eru meiri líkur á að það festi rætur og færist yfir á aðra þætti. Það vex sem að er hlúð, eins og skáldið frá Djúpalæk minnti okkur á, og það á auðvitað bæði við um það sem gott er, og hitt sem rífur niður. Þess vegna eigum við að hlúa að því sem eflir sjálfsvirðingu uppvaxandi kynslóðar á þann veg að hún sæki ekki styrk í álit annarra, heldur eigin barm. Sú innstæða ber vexti ævina á enda. Snerti gleðistreng @Megin-Ol Idag 8,3p :Vorið er komið. Bjart fram á kvöld. Sólarbirta hér á suðvesturhorninu. Eldur streymir úr iðrum jarðar og minnir okkur á sögu landsins og mátt náttúrunnar. Páskar um næstu helgi og eftirvænting í loftinu. Þjóðmálaáhu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Góð vinkona mín fór nýverið með barnabörnum sínum í sundlaugina á Álftanesi. Hún naut þess að synda í lauginni og vera í heita pottinum en þau höfðu meiri áhuga á rennibrautinni. Dóttursonur hennar sem er mjög hændur að ömmu sinni kom og spurði í samúðartón hvort hún þyrði ekki í brautina. „Jú, jú!" sagði hún hressilega og dreif sig í tækið. Fimm ára sonardóttir hennar var á undan henni upp tröppurnar. Á miðri leið staldraði hún við, sneri sér að ömmu sinni og sagði ákveðin og uppörvandi: Núna ertu ekki lengur gömul, amma!" Mér þótti dálítið gott hjá fulltrúa framtíðarinnar að tengja aldur við athafnir og dirfsku, en ekki fæðingarvottorð og hrukkur, þótt óvíst sé að hún eigi mörg skoðanasystkin. En þetta leiðir hugann að því hvað sinnið er öflugt stjórntæki og hvað það er oft á sjálfstýringu hjá okkur. Hvað við eltum almenningsálit, látum atferli og skoðanir annarra koma okkur í uppnám, gerum veður út af hlutum sem engu máli skipta þegar til stykkisins kemur, og stöldrum ekki við hina ýmsu gleðiglampa í daglegu lífi. Lítum á þá sem sjálfsagðan hlut. Við tökum lífsins gæðum kannski fagnandi en verðum fljótt heimablind. Athyglin beinist að því sem við sækjumst eftir, ekki því sem við eigum og höfum. Þangað til við missum það. Þá fær það ofurvægi. Okkur finnst velgengni eðlilegt ástand, og skortur á henni andstreymi. En hvernig sem aðstæður eru, þá ræðst líðan okkar meira af eigin viðhorfi en ytri aðstæðum. Óþörf umræða@Megin-Ol Idag 8,3p :Býsna mörgum er tíðrætt um það sem þeim mislíkar í fari fólks sem það að öðru leyti hefur mætur á. Oft er það ekki skapgerðarbrestur sem um er að ræða, heldur önnur nálgun á grundvallaratriðum, ólík viðbrögð við sömu hlutum, eða bara þrjóska og sérviska af einhverju tagi. Pirringur þessarar gerðar er algengur á heimilum, í skólum, á vinnustöðum, í vinahópum, stjórnmálum og raunar hvar sem er. En ef við látum hátterni og upplag annarra skaprauna okkur er það auðvitað okkar val. Það erum við sjálf sem kjósum að láta lund þeirra koma okkur í uppnám. Mesta virðing sem við getum sýnt öðrum, er að taka þeim eins og þeir eru. Og með því að beina athyglinni fyrst og fremst að kostum þeirra, líður okkur sjálfum betur. Við getum áfram haft skoðun á því sem er okkur ekki að skapi, en það er engum til gagns að dvelja við það. Síst af öllu þegar börn og unglingar eiga í hlut. Beri maður ábyrgð á þeim, þarf að vanda sig. Með því að fjasa og skammast í sífellu um hvað þau séu óþæg, vanþakklát, gangi illa um, læri ekki heima og brúki munn, gefur maður þessum eiginleikum líf og er sjálfur ekkert betri. Með því að beina athygli að því sem vel er gert, og best er í fari barnsins og unglingsins eru meiri líkur á að það festi rætur og færist yfir á aðra þætti. Það vex sem að er hlúð, eins og skáldið frá Djúpalæk minnti okkur á, og það á auðvitað bæði við um það sem gott er, og hitt sem rífur niður. Þess vegna eigum við að hlúa að því sem eflir sjálfsvirðingu uppvaxandi kynslóðar á þann veg að hún sæki ekki styrk í álit annarra, heldur eigin barm. Sú innstæða ber vexti ævina á enda. Snerti gleðistreng @Megin-Ol Idag 8,3p :Vorið er komið. Bjart fram á kvöld. Sólarbirta hér á suðvesturhorninu. Eldur streymir úr iðrum jarðar og minnir okkur á sögu landsins og mátt náttúrunnar. Páskar um næstu helgi og eftirvænting í loftinu. Þjóðmálaáhu
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun