Leikhús

Fréttamynd

We Will Rock You á svið í Háskólabíói

"Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói.

Menning
Fréttamynd

Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Innlent
Fréttamynd

Mannanna misráðnu verk

Ófremdarástand ríkir á yfirstéttarheimili Orgeirs. Andlegur kuklari og smákrimmi að nafni Guðreður hefur smokrað sér inn á ættaróðalið undir verndarvæng heimilisföðurins sem sér ekki sólina fyrir afturendanum á honum.

Menning
Fréttamynd

Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný

Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Glímir við sinn innri marbendil á sviðinu

Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, komst með hugleiðslu í samband við sinn innri marbendil. Glíman við þann innri djöful varð að söngleiknum Þegar öllu er á botninn hvolft sem hann frumsýnir um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Leitin hafin að nýjum krúttlegum Zúmma

Drengirnir þrír, Bjartur, Einar og Jóhann, sem hafa leikið fjörálfinn Zúmma í ævintýrum Skoppu og Skrítlu, eru orðnir fullorðnir og svo hávaxnir að nú þarf að finna nýjan. Prufurnar verða á laugardaginn eftir viku í Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Nokkur orð um hlutverk Soffíu frænku

Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Ást á tímum alnæmis

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu ársins, Rent, en það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir þessu stærsta verkefni sínu hingað til.

Menning
Fréttamynd

Farsælast að vera maður sjálfur

Þær Ísabel, Erna og Salka Ýr skipta með sér hlutverki Matthildar í samnefndum söngleik. Þær eru sammála um það að meginboðskapur sögunnar um Matthildi sé að farsælast sé að vera maður sjálfur og láta ekkert buga sig.

Lífið
Fréttamynd

Týnd í skógi Shakespeares

Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu.

Gagnrýni