Menning

Stjörnufans á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn

Sylvía Hall skrifar
Leikarahjónin Björn Thors og Unnur Ösp voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn.
Leikarahjónin Björn Thors og Unnur Ösp voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Shakespeare verður ástfanginn. Vísir/Sylvía
Leiksýningin Shakespeare verður ástfanginn var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Þjóðleikhúsinu við mikinn fögnuð áhorfenda. Verkið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim en það er byggt á samnefndri Óskarsverðlaunamynd frá árinu 1998 og hefur meðal annars verið samfellt í sýningu á West End í London frá árinu 2014.

Miðað við viðtökur áhorfenda á frumsýningunni á föstudag gefur uppsetning Þjóðleikhússins í leikstjórn Selmu Björnsdóttur hinum fyrri ekkert eftir.

Hildur Skúladóttir, sálfræðingur og unnusta Arons Más, og leikkonan Hildur Vala.Vísir/Sylvía
Leikarinn góðkunni Aron Már Ólafsson fer með hlutverk William Shakespeare í sýningunni með glæsibrag. Aron, sem hefur lengi verið þekktur fyrir grín og glens á samfélagsmiðlum, er sannfærandi í hlutverki skáldsins þar sem húmorinn fær að njóta sín í bland við alvörugefnari og einlægari atriði sýningarinnar.

Sjá einnig: Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust

Selma Björnsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, var afar stolt af sínu fólki.Vísir/Sylvía
Ástarsaga Shakespeare og hinnar ungu aðalsmeyjar Víólu de Lesseps, sem Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur af sinni alkunnu snilld, lætur engan ósnortinn.

Lára Jóhanna hefur löngu sýnt það og sannað að hún er framarlega í broddi fylkingar íslenskra leikara, en hún hefur farið með aðalhlutverk í leikritum Þjóðleikhússins á borð við Í hjarta Hróa hattar, Sporvagninum Grind ásamt því að hafa leikið í stórmyndinni Lof mér að falla. Frammistaða hennar í sýningunni er frekari vitnisburður um það að Lára Jóhanna er búin að stimpla sig inn í leiklistarmenningu Íslands um ókomna tíð.

Tónlistarstjórarnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór.Vísir/Sylvía
Ásamt Aroni Má og Láru Jóhönnu fara margir ástsælustu leikarar þjóðarinnar með hlutverk í sýningunni og sýna sínar allra bestu hliðar. Húmor, dramatík, ást og átök halda áhorfandanum við efnið í gegnum sýninguna og er óhætt að segja að hér sé á ferð sýning sem svíkur engan.

Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Eyfjörð, foreldrar GDRN, ásamt tengdasyninum Böðvari Tandra Reynissyni.Vísir/Sylvía
Tónlist sýningarinnar vakti mikla athygli, en hún er í höndum tónelsku bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar og spilar stórt hlutverk í heildarupplifun áhorfenda.

Ein skærasta stjarna sýningarinnar er vafalaust söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem á sterka innkomu í gegnum alla sýninguna og rammar inn fallegan söguþráð verksins með einstakri söngrödd sinni og hrífur hvern einasta leikhúsgest með sér.

Saga Sig og Villi Naglbítur létu sig ekki vanta.Vísir/Sylvía
Það var því afar kátt á hjalla þegar verkið var frumsýnt á föstudag fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu. Margir helstu menningarunnendur landsins létu sig ekki vanta og virtust afar ánægðir með sýningu kvöldsins.

Leiklistarhjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson voru að sjálfsögðu mætt í leikhúsið á föstudag.Vísir/Sylvía
Eliza Reid, forsetafrú, ásamt Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra.Vísir/Sylvía
Útvarpsmaðurinn og rapparinn Jóhann Kristófer mætti með kærustu sinni Ölmu Gythu Huntingdon-Williams.Vísir/Sylvía
Systkinin Bergljót og Eyþór Arnalds. Vísir/Sylvía

 

Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey ásamt börnum sínum. Vísir/Sylvía

 

Steinunn Ruth Stefnisdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Vísir/Sylvía

 

Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir. Vísir/Sylvía

 

Vísir/Sylvía

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.