Var kölluð Ronja í æsku Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 9. september 2019 07:15 Hildur Vala mun fylgja Sölku eftir á næstu sýningum og tekur svo við hlutverki Ronju. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklist við Listaháskóla Íslands núna í vor. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú tekur hún við einu þekktasta og sterkasta kvenhlutverki úr bókmenntasögu Norðurlandanna. Hildur Vala er hin nýja Ronja.Þakklát fyrir tækifærið Hildur Vala leikur í fjórum stórum leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu í haust, Ör, sem verður frumsýnt eftir viku, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og svo burðarhlutverkið í Ronju. Það er ekki að heyra á henni að hún sé stressuð, en augljóst er að hún er auðmjúk og þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka þessa fyrirmynd margra íslenskra kvenna. „Í sumar var ég beðin um að koma í prufur. Ég hafði áður farið á sýninguna með fjölskyldunni minni. Ég skemmti mér ótrúlega vel og fannst líka frábært að upplifa sýninguna í gegnum yngri systkini mín. Yngsta systir mín fór að gráta þegar ég sagði henni að ég væri næsta Ronja,“ segir Hildur. Hún segir systur hennar hafa verið einstaklega glaðar og spenntar yfir þessu nýja hlutverki Hildar. „Systir mín sem var tárum næst er einmitt kölluð Ronja, alveg eins og ég var kölluð Ronja þegar ég var lítil. Ég lét sko engan segja mér hvort ég færi greidd eða ekki greidd í skólann, þannig að ég held ég eigi ekki langt að sækja það,“ segir Hildur hlæjandi. Hildur og Salka þekkjast ekki fyrir, en Hildur gerir ráð fyrir að þær muni kynnast vel á næstu mánuðum, enda mun Salka þurfa að setja Hildi inn í hlutverkið og Hildur að fylgja henni eftir á næstu sýningum. „Ég mun koma til með að umgangast hana og alla sem tengjast sýningunni mikið á næstu misserum, svo við munum kynnast þá.“Spennt fyrir að leika Ronju Hildur segist full tilhlökkunar yfir nýja hlutverkinu, en hún sé þó ekki byrjuð að ganga með reipisspotta dagsdaglega líkt og Ronja gerir. „Enn sem komið er geng ég bara um með handritið. Kannski bætist blómakrans eða eitthvað þannig við á næstunni. Það er aldrei að vita.“ Í dag hefjast æfingar á Atómstöðinni en Hildur mun svo einnig leika í Meistaranum og Margarítu eftir Mikhaíl Bulgakov síðar í haust. Ronja er fjölskyldusýning svo hún er oftast sýnd snemma dags um helgar. Því mun Hildur oft leika í tveimur sýningum á dag í haust, en hún kvíðir því ekki að hún rugli saman textanum. „Þetta er svo ólíkt, maður kemur sér í þann gír sem sýningin er í. Ég hef engar áhyggjur af því. Maður gefur sér tíma fyrir hverja sýningu til að koma sér í hlutverkið og stemninguna,“ segir Hildur. Hildur viðurkennir að vera einstaklega spennt fyrir nýja hlutverkinu, sérstaklega þar sem karakterinn er sterkur og hefur einkennandi persónutöfra. „Hún er svo einstök. Við eigum margt sameiginlegt en ég myndi nú samt aldrei segja pabba mínum að fara norður og niður,“ segir Hildur hlæjandi.Fyrstu skref í burðarhlutverki Hún segir að það sé vafalaust gaman og smá hollt að fá nýja manneskju inn í þéttan leikhóp, líkt og Ronja státar af, en þetta eru ekki einu mannabreytingarnar í uppsetningunni í haust. „Oddur Júlíuson kemur inn fyrir Sigurð Þór, en ég lít á það sem mestu áskorunina að fara ekki að skellihlæja í miðju verki því Oddur er svo fyndinn. Svo er Selma Björns líka að koma inn í sýninguna. Ég held að það sé líka bara gaman að stokka aðeins upp. Svo kem ég þarna inn, að stíga mín fyrstu skref í burðarhlutverki á stóra sviðinu. Þannig að þau þurfa alveg að vera á tánum að grípa mig,“ segir Hildur. Hildur segir ævilangan draum um að fá að leika svona sterkt og flott kvenhlutverk vera að rætast. „Sjálfstæð ung stelpa sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegur heiður að fá þetta tækifæri.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklist við Listaháskóla Íslands núna í vor. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú tekur hún við einu þekktasta og sterkasta kvenhlutverki úr bókmenntasögu Norðurlandanna. Hildur Vala er hin nýja Ronja.Þakklát fyrir tækifærið Hildur Vala leikur í fjórum stórum leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu í haust, Ör, sem verður frumsýnt eftir viku, Atómstöðinni, Meistaranum og Margarítu og svo burðarhlutverkið í Ronju. Það er ekki að heyra á henni að hún sé stressuð, en augljóst er að hún er auðmjúk og þakklát fyrir að fá tækifæri til að túlka þessa fyrirmynd margra íslenskra kvenna. „Í sumar var ég beðin um að koma í prufur. Ég hafði áður farið á sýninguna með fjölskyldunni minni. Ég skemmti mér ótrúlega vel og fannst líka frábært að upplifa sýninguna í gegnum yngri systkini mín. Yngsta systir mín fór að gráta þegar ég sagði henni að ég væri næsta Ronja,“ segir Hildur. Hún segir systur hennar hafa verið einstaklega glaðar og spenntar yfir þessu nýja hlutverki Hildar. „Systir mín sem var tárum næst er einmitt kölluð Ronja, alveg eins og ég var kölluð Ronja þegar ég var lítil. Ég lét sko engan segja mér hvort ég færi greidd eða ekki greidd í skólann, þannig að ég held ég eigi ekki langt að sækja það,“ segir Hildur hlæjandi. Hildur og Salka þekkjast ekki fyrir, en Hildur gerir ráð fyrir að þær muni kynnast vel á næstu mánuðum, enda mun Salka þurfa að setja Hildi inn í hlutverkið og Hildur að fylgja henni eftir á næstu sýningum. „Ég mun koma til með að umgangast hana og alla sem tengjast sýningunni mikið á næstu misserum, svo við munum kynnast þá.“Spennt fyrir að leika Ronju Hildur segist full tilhlökkunar yfir nýja hlutverkinu, en hún sé þó ekki byrjuð að ganga með reipisspotta dagsdaglega líkt og Ronja gerir. „Enn sem komið er geng ég bara um með handritið. Kannski bætist blómakrans eða eitthvað þannig við á næstunni. Það er aldrei að vita.“ Í dag hefjast æfingar á Atómstöðinni en Hildur mun svo einnig leika í Meistaranum og Margarítu eftir Mikhaíl Bulgakov síðar í haust. Ronja er fjölskyldusýning svo hún er oftast sýnd snemma dags um helgar. Því mun Hildur oft leika í tveimur sýningum á dag í haust, en hún kvíðir því ekki að hún rugli saman textanum. „Þetta er svo ólíkt, maður kemur sér í þann gír sem sýningin er í. Ég hef engar áhyggjur af því. Maður gefur sér tíma fyrir hverja sýningu til að koma sér í hlutverkið og stemninguna,“ segir Hildur. Hildur viðurkennir að vera einstaklega spennt fyrir nýja hlutverkinu, sérstaklega þar sem karakterinn er sterkur og hefur einkennandi persónutöfra. „Hún er svo einstök. Við eigum margt sameiginlegt en ég myndi nú samt aldrei segja pabba mínum að fara norður og niður,“ segir Hildur hlæjandi.Fyrstu skref í burðarhlutverki Hún segir að það sé vafalaust gaman og smá hollt að fá nýja manneskju inn í þéttan leikhóp, líkt og Ronja státar af, en þetta eru ekki einu mannabreytingarnar í uppsetningunni í haust. „Oddur Júlíuson kemur inn fyrir Sigurð Þór, en ég lít á það sem mestu áskorunina að fara ekki að skellihlæja í miðju verki því Oddur er svo fyndinn. Svo er Selma Björns líka að koma inn í sýninguna. Ég held að það sé líka bara gaman að stokka aðeins upp. Svo kem ég þarna inn, að stíga mín fyrstu skref í burðarhlutverki á stóra sviðinu. Þannig að þau þurfa alveg að vera á tánum að grípa mig,“ segir Hildur. Hildur segir ævilangan draum um að fá að leika svona sterkt og flott kvenhlutverk vera að rætast. „Sjálfstæð ung stelpa sem lætur engan segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegur heiður að fá þetta tækifæri.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira