Bókmenntir

Fréttamynd

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður Krist­ný, Kristín Svava og Arn­­dís hlutu Fjöru­verð­­launin 2023

Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Menning
Fréttamynd

Höfundur Dil­berts segir orð­spor sitt í rúst

Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“

Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim.

Lífið
Fréttamynd

Hætta við að breyta bókunum

Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp.

Erlent
Fréttamynd

Varar við breytingum á bókum: „Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“

Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands geldur varhug við því að krukkað sé í textum bóka eins og gert hefur verið í tilviki Roald Dahl barnabókahöfundar, en þar hefur verið greint frá víðtækum breytingum á texta í nýjum útgáfum bóka hans í Bretlandi. Rætt er við Rúnar og farið yfir málið í Íslandi í dag hér að ofan.

Innlent
Fréttamynd

Orðið er frjálst

Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér.

Skoðun
Fréttamynd

Roald Dahl og af­neitun veru­leikans

Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­nefningar til Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launanna

Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbóka­verðlaun­anna, Stor­ytel Aw­ards 2023. Verðlauna­hátíðin er ár­leg­ur viðburður þar sem hljóðbókaunn­end­ur og fram­leiðend­ur fagna sam­an út­gáfu vönduðustu hljóðbóka und­an­geng­ins árs.

Lífið
Fréttamynd

Er höfundur Njálu handan við hornið?

Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár.

Innlent
Fréttamynd

Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi

Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt.

Menning
Fréttamynd

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“

Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Menning
Fréttamynd

Hvar verður þú 18. ágúst 2036?

Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Lífið
Fréttamynd

Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur

Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan.

Erlent