Fullorðið fólk á ekki að væla Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2023 07:01 Stefán Máni lætur ekki deigan síga. Hann var nú að senda frá sér eina bestu bók sína um Hörð Grímsson. Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur eiga góða tíma í vændum. vísir/vilhelm Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns. Hörður er persóna sem Stefán Máni hefur verið að vinna með lengi, um er að ræða 11. bókina sem fjallar um Hörð. Þetta er aðdáunarverð seigla. Hvað fær þig til að tikka? „Ég elska að skrifa. Sérstaklega um hann Hörð vin minn. Það er ólýsanlega gaman að eyða tíma með kallinum og láta hann lenda í hinu og þessu,“ segir Stefán Máni þegar blaðamaður Vísis nær í skottið á honum og narrar í viðtal. Hann er til í það. Þú ert ekki kominn með leið á honum? „Alls ekki. Hann er gamall og góður vinur. Ég á eftir að sakna hans gríðarlega þegar og ef ég hætti að segja sögur af honum.“ Mér finnst þú tala um þessa persónu þína eins og hún sé raunveruleg? „Fyrir mér er hann raunverulega til. Ég þekki hann vel og við eyðum miklum tíma saman. Ef Hörður er ekki til, þá er ég geðveikur.“ Þetta er svolítið sérkennileg yfirlýsing. En alveg ljóst að Stefán Máni meinar hvert orð. „Ég fór einu sinni til miðils sem sagði að það fylgdi mér hávaxinn maður í frakka og með hatt. Þarna kviknar hugmyndin um Hörð. Svo hefur Peter Steele heitinn haft áhrif á þessa persónu, í holdi og anda. Peter var forsprakki goth-sveitarinnar Type O Negative.“ Hörður rambar á mörkum þess að vera persóna og hreinlega raunverulegur Fyrir þá sem ekki eru inni í þungarokkinu og öllum þeim greinum sem það kvíslast í var Peter Steel bandarískur söngvari, bassaleikari og lagahöfundur Type O Negative. Tveggja metra risi og þekktur fyrir vampírulíka framgöngu á sviði. Hann var fæddur 1962 og dó 2010 úr blóðkreppusótt en heilsa hans var þá þegar orðin tæp vegna áfengis- og kókaínneyslu. Hann fæddist í Brooklyn í New York-fylki en faðir hans var pólskur og úranínskur en mamma hans var skosk/írsk/norsk og íslensk! Fyrirmynd Harðar Grímssonar er enginn aukvisi. Eða var. Peter Steele var allsvakalegur á sviði. Getty/Paul Bergen Athyglisverð fyrirmynd. „Ég er fokking Peter Steel, segir Hörður við sjálfan sig,“ segir á einum stað í bókinni. (Bls. 186). Hörður hefur smám saman tekið á sig sjálfstætt líf, orðinn alvöru persóna. Ef ég myndi lesa fyrstu bókina um Hörð og svo þessa strax á eftir, myndi ég sjá mikinn mun á manninum? „Já. Hann hefur öðlast meira sjálfstraust sem lögreglumaður. Hann er aðeins minna þunglyndur og kominn smá húmor í hann. En sami maður inn við beinið. Einrænn og dálítið drykkfelldur.“ Það hlýtur að vera ákveðinn lúxus fyrir höfund að „eiga“ persónu sem er líkt og af holdi og blóði? „Ég er sammála því. Ég þarf enn að fá einhverjar grunnhugmyndir og smíða plott og allt það. En svo set ég mig bara í samband við Hörð og restin skrifar sig eiginlega sjálf.“ Stefán Máni vinnur fulla vinnu með rithöfundaferlinum og kvartar ekki. Fullorðið fólk á ekki að væla, segir hann.vísir/vilhelm Stefán Máni er ekki alveg tilbúinn að kvitta uppá það að Hörður sé hreinlega að taka yfir? „Útgefandinn yrði sáttur við það, svo mikið er víst. Svo ekki sé talað um aðdáendur Harðar, sem eru ansi margir og mjög heittrúaðir. En ég er ennþá skipstjóri á þessu skipi og tel mig ráða för, svona þangað til annað kemur í ljós.“ Módernisminn að drepa alla úr leiðindum Sko, ég tel þig algerlega einstakan í röðum rithöfunda. Þú skrifar ekki fagurbókmenntir, þú skrifar ekki glæpasögur … mér dettur í hug að helst megi skilgreina bækur þínar sem trylla, sem er kannski vafasöm skilgreining á bókmenntategund. Hvernig stuða svona skilgreiningar þig? „Þakka þér fyrir. Ég þigg að vera einstakur. En hitt stuðar mig ekki mikið. Það sem stuðar mig helst, og það er séríslenskt fyrirbæri, er að telja ekki spennutrylla og glæpasögur til „alvöru“ bókmennta.“ Já, svo er það… „Elstu bókmenntirnar eru gamansögur, ástarsögur og glæpasögur. Helvítis módernisminn kemst næst því að vera ekki alvöru bókmenntir. En það segi ég bara til að stuða lítinn minnihlutahóp. Reyndar sagði ég þetta ekki, heldur bað Hörður mig að koma þessu að.“ Ók. En er þetta ekki meira og minn póstmódernismi sem við erum að sjá núna? „Jú, sem er mun betra fyrirbæri en módernisminn, en auðvitað vandmeðfarið.“ Hvernig er módernisminn að leika bókmenntaskilning okkar? (Nú verður einkennilegur atburður því Hörður Grímsson treður sér óvænt inn í viðtalið.) „Hann er að drepa lesendur úr leiðindum. Módernismi er skrifaður fyrir bókmenntafræðinga, ekki almenning. Það er vandamálið. Og bókmenntafræðingarnir ráða því sem þeir vilja, svo sem með úthlutun listamannalauna? „Jess sir. Hneit þar. Þeir verðlauna leiðindin með árslaunum og viðhalda þannig vandamálinu.“ Blaðamaður Vísis er alveg til í þetta og gengur á lagið: Viðhalda og magna. Nú þarf allt að fara í gegnum Bechtel-próf og kynleysi. Og niðurstaðan sú að lesendahópurinn er að megninu til forréttindafemínistar? „Nú ertu að leggja fyrir mig gildru, Jakob minn. Hún Þóra vinkona mín segir að ef ég spurður um eitthvað sem inniheldur orðin forréttindi og femínismi, þá skuli ég þegja og ekkert segja.“ Athyglisvert... En mig langar til að venda kvæði mínu í kross. Mér finnst oft þegar ég les bækur þínar Stefán Máni eins og þær gætu allt eins átt heima á hvíta tjaldinu? Er það eitthvað sem þú veltir fyrir þér? Nú hefur Svartur á leik náttúrlega verið þýddur yfir á það format. Þetta eru myndrænar frásagnir? „Rétt hjá þér. Ég skrifa myndir, ekki orð. Það er að segja, ég hugsa myndrænt og lýsi því sem ég sé. Og ég er auðvitað mikill bíómyndakall og „movie buff“. Þannig að þetta er ekkert skrýtið.“ Svartur á leik breytti öllu Sko, hér er spurning sem mig hefur lengi langað til að spyrja þig að. Þú ert fæddur 1970. Áður en þú ferð að skrifa trylla (í leit að betra orði) sendir þú frá þér eftirtektarverðar bækur sem voru Hótel Kalifornía sem kom út 2001 og Israel 2002. Bækur sem hlutu mikið lof en svo eins og hendi sé veifað söðlar þú um? Hvað varð til þess? „Stutta svarið er Svartur á leik. Ég fékk hugmynd að glæpatrylli, skrifaði hann og gaf út. Það var hrikalega gaman að skrifa Svartur á leik, bókin sló í gegn og ég eignast allt í einu aðdáendur. Þetta var allt saman mikill hvati og ég fann eiginlega fjöl mína.“ Straumhvörf urðu þegar Stefán Máni sendi frá sér Svartur á leik. Hann hafði áður sent frá sér bækur sem hlutu einróma lof gagnrýnenda en þær höfðu ekki breiða skýrskotun.vísir/vilhelm En, fannst þér þá eins og hinar bækurnar hafi ekki ... tjahh, náð í gegn eða haft næga skýrskotun? „Þær slógu ekki beint í gegn. Ég er ánægður með þær báðar. Hótel Kalifornía á marga aðdáendur. En ég gæti ekki lifað á því að skrifa svona bækur. Ekki nema fá listamannalaun. En að mínu mati á list að höfða til fjöldans en ekki einhverrar elítu. Góð list er alltaf mainstream. Michelangelo, Rolling Stones, Hemingway…“ Og þá komum við að þessu smáa málsvæði sem íslenskan er. Og þar er erfitt um vik? „Ójá. Íslenskan stendur íslenskum rithöfundum fyrir þrifum. Að þýða bók yfir á annað tungumál kostar frá einni upp í tvær milljónir. Af hverju ætti enskur útgefandi að leggja í þann kostnað, þegar hann getur gefið út enskumælandi höfunda?“ Verður að heyra raddirnar í höfðinu Þú hefur verið þýddur eitthvað? „Já já. Nýkominn út í Bandaríkjunum, Finnlandi, Þýskalandi og Danmörku. Svíþjóð á næsta ári.“ Sko, ég hugsa að menn sjái það fyrir sér sem gríðarlega búbót en er það svo? „Ekki ennþá hjá mér. Það þarf ansi mikla sölu til að fá alvöru pening. Ég versla enn í Bónus. En stefni á Melabúðina einn daginn.“ Það hlýtur að koma. Við skulum taka enn eina vendingu… tónlist spilar mikið hlutverk í sögum þínum. Hlustar þú á tónlist þegar þú ert að skrifa? „Ég gerði það áður, til dæmis þegar ég var að skrifa Svartur á leik. Þá var eitthvað brjálað rokk í gangi. Núna er það kaffi og þögn. Í mesta lagi söngurinn í þvottavélinni. Ég verð að geta hlustað á raddirnar í höfðinu.“ Það hefur auðvitað verið talað mikið um það að persónur taki yfir, fari sínu fram en ég held ég hafi aldrei talað við höfund sem ber eins mikla virðingu fyrir því? Stefán Máni hefur alltaf fléttað tónlist inn í bækur sínar og það lítur hann á sem einskonar instrúksjónir fyrir leikstjóra, ef bækur hans verða kvikmyndaðar. Bækur hans eru ákaflega myndrænar.vísir/vilhelm Stefán Máni hlær við þessari spurningu. „Það er líklega vegna þess hve vænt mér þykir um Hörð og hversu nánir við erum.“ En varðandi tónlistina sem þú hefur þættað inn í bækur þínar, mér hefur alltaf í og með fundist það instrúksjónir fyrir leikstjóra. Eða er þarna að brjótast út einhver rokkaradraumur rithöfundarins? „Bæði. Mjög góð greining. Ég nota tónlist eins og leikstjóri myndi gera, til að skapa hughrif. Eins er ég sekur um rokkdrauma og fæ útrás fyrir það svona.“ Bíður rólegur eftir símtali frá Hollywood Stefán Máni játar spurður að hann spili á gítar, groddalega metahljóma og vinnukonugrip. En meira er það nú ekki. Blaðamaður veit ekki alveg af hverju hann er svona upptekinn af kvikmyndun á þessum bókum. Er eitthvað að frétta af hugsanlegri kvikmyndun á einhverri bóka þinna? Ég get ekki séð betur en að þú hafir lagt drög að helvíti fínni sjónvarpsseríu með Harðar-bókum þínum? „Það væri geggjað. Hannes Þór er að pæla í að gera bíómynd byggða á bók um Hörð Grímsson. Svo eru aðrar spennandi pælingar í gangi. Ég bíð líka rólegur eftir símtali frá Hollywood.“ En svo það sé bara sagt þá er ég á því að þetta sé ein þín allra besta bók. „Vá. Takk fyrir það,“ segir Stefán Máni og er hálfpartinn sleginn út af laginu. Já, algerlega áreynslu- og stælalaus. Hvað varstu lengi að vinna hana? „Gleður mig mjög að heyra. Ég hef verið um ár að vinna hana. Jafnvel lengur.“ Hvað finnst þér sjálfum? Þá með hvernig til tókst að þessu sinni? „Ég hreinlega veit það ekki. Ég er samt ánægður. Bókin er stór og breið og Hörður kemst í hann krappann. Það er mikill hasar í bókinni og það er skemmtilegt að skrifa hasar.“ Rúntar um með músík í bílnum og kannar aðstæður Mér finnst allt ganga upp. Samtölin renna vel, öll samskipti og svo eru svona aukafléttur sem ríma vel við meginplottið eins og til dæmis með stjórnmáladrauma Sléttuúlfsins lögreglustjórans. Stefán Máni er ánægður að heyra þetta. En mig langar til að vita að hve miklu leyti þú dregur eigið líf inn í sögurnar? „Ég nota eigið líf sama sem ekki neitt í mín skáldverk en öll reynsla sem lífið gefur mér nýtist að sjálfsögðu og gerir mig að betri höfundi. Stefán Máni segir þægilegar leiðir ekki eftirsóknarverðar. Það er á fjallabaksleiðinni sem töfrarnir eru.vísir/vilhelm Það er þægilegt að skrifa bækur sem gerast í umhverfi sem maður þekkir en það er líka skemmtileg áskorun að láta sögur eða senur gerast á stöðum sem ég þekki lítið eða ekkert. Eins er meira krefjandi að skrifa um konur og börn af því að ég er karl. Þess vegna geri ég mér far um að skrifa um hugarheim barns og skapa kvenkyns persónur. Ég vil aldrei fara auðveldu leiðina. Þar gerast ekki töfrarnir. Þeir verða til á fjallabaksleiðinni.“ Ók. En þessu tengt. Sögusviðið er Reykjavík nútímans og svo þvælist sagan vestur og til Grindavíkur. Að hve miklu leyti kannar þú aðstæður sögusviðsins? „Ég er nokkuð duglegur að kanna aðstæður. Finnst gaman að rúnta, hlusta á tónlist og skoða umhverfið. En stundum er ég bara að skálda.“ Við ræðum þá þekktu aðferð skáldsagnahöfunda að styðjast við eitthvað raunverulegt svo lesandinn eigi auðveldara með að staðsetja sig í söguheiminum? Sagan verður trúverðugari við það. Það kemur í ljós að Hörður á í vandræðum með áfengi og tóbak, sem kemur talsvert við sögu í bókunum en Stefán Máni reykir ekki og er hófdrykkjumaður. „Ég læt Hörð dálítið um þetta,“ segir Stefán og telur ekki útilokað að þar sé um frávarp að ræða. Hefur unnið frá tólf ára aldri og óttast það ekki Og svo er það þetta að Stefán Máni vinnur fullt starf með skrifum. Sem kallar fram spurninguna: Þú ert einn af tíu topphöfundum Íslands, þá hvað sölu varðar og hefur verið í tuttugu ár í það minnsta. Hvernig stendur á því að þú getur ekki lifað sómasamlegu lífi af þessu? „Bóksala hefur dregist mjög saman, heilt yfir línuna. Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa, þannig séð. Sumir eru á listamannalaunum en ég vil frekar vera bara í vinnu. Það er ekki svo slæmt. Gott að hugsa um eitthvað annað en bækurnar.“ Einmitt. Og sækirðu ekki einu sinni um listamannalaun? „Jú, ennþá. En sæki um lítið og fæ það yfirleitt. Það hjálpar, ekki spurning. En ég vil ekki þurfa að treysta á eitthvað svona.“ Þannig að þetta er klemma, upp að ákveðnu marki? „Það mætti orða það þannig. En ég kvarta ekki. Ég næ að skrifa, bækurnar mínar seljast mjög vel og ég á mjög marga dygga lesendur. Að vinna með þessu er enginn heimsendir. Það þurfa allir að vinna.“ Og árlega kemur frá þér bók, þetta hlýtur engu að síður að taka á? Eða er of mikill barlómur í rithöfundum finnst þér? „Ég er frá Ólafsvík og byrjaði 12 ára að vinna í fiski. Ég ólst ekki upp við væl og reyni að fara gegnum lífið án þess að væla. Fullorðið fólk á ekki að væla.“ Trúir á hið yfirskilvitlega Stefán Máni segir að einhver sterk innri þörf hafi knúið hann að skriftum. „Mætti nota orðið köllun. Þetta er minn helsti hæfileiki og ég nýt þess að virkja hann.“ Stefán Máni er bara með grunnskólapróf en í kringum 24 ára aldurinn tók hann til við að reyna sig á þessum vettvangi og byrjaði þá á ljóðum og smáprósa. Þá í Ólafsvík. „Já, ég er eins og Hörður, seinþroska.“ Stefán Máni gengur býsna langt með að telja persónu sína Hörð Grímsson raunverulega, lengra en flestir höfundar sem kannast vel við það að persónur taki á sig sjálfstætt líf.vísir/vilhelm Hvað ertu gamall þegar þú flytur í bæinn? „26 ára flutti ég alveg. En bjó í eitt ár í Hafnarfirði þegar ég var 23 eða 24 ára. Vann þar við hellulagnir og við uppbyggingu Ásvalla. Hef haldið með Haukum síðan í handbolta. Þú afsakar og fyrirgefur vonandi.“ Jú, ætli ég verði ekki að fyrirgefa það. En ef marka má sögur þínar þá toga Vestfirðirnir í þig? „Já, já. Magnað landslag og einhvern veginn mest úti á landi á Íslandi. Brimsaltir og svalir. „Peak landsbyggðin.“ Hörður er líkt og Stefán Máni borinn og barnfæddur Vestfirðingur og ber sterkar taugar til þessa afskekkta og veðurbarða landshluta, svo vitnað sé í bókina. Þar er mjög eftirminnilegur kafli þegar hann fer með son sinn á Suðureyri við Súgandafjörð og þeir gista þar. Snjóflóðin sitja í þér? „Algjörlega. Atburður sem enginn gleymir. Hamfarir.“ Þú hefur haldið þig við hið yfirskilvitlega í fari Harðar, er þetta eitthvað sem þú trúir á? „Já, ég geri það. Kannski er það þörfin eða vonin um að lífið sé eitthvað og meira en vinna og dauði. En ég trúi samt í alvörunni á fleiri víddir en þær sem við eigum að venjast.“ Með tvær bækur í vinnslu Með persónu sem sér hluti fyrir að einhverju leyti hlýtur að vera freistandi að stytta sér leiðir, með því að hann „sjái“ einfaldlega þann seka en Stefán Máni segir það ekki kost í stöðunni. „Nei, alls ekki. Það væri eins konar „Guð úr vélinni“ og það er alveg bannað,“ segir Stefán Máni og hristir höfuðið yfir þessari hugmynd blaðamannsins sem spyr að bragði: Ertu byrjaður að vinna að næstu bók? „Stutta svarið er já.“ En langa svarið? „Ég er að vinna að bók sem ég er mjög spenntur fyrir en veit ekki alveg hvernig mun þróast. Stundum hoppa ég í djúpu laugina og það er bæði áhættusamt og skemmtilegt. En ég er ekki alveg hættur að skrifa. En það er ekki víst að það ævintýri verði tilbúið til útgáfu að ári. Stefán Máni er nú með tvær bækur á teikniborðinu og önnur þeirra er um Hörð. En hann segist ekki vita hvort hún nær að koma út fyrir næstu jól, þannig að það er eins gott að Borg hinna dauðu dugi einlægum aðdáendum hans eitthvað.vísir/vilhelm Ég er sem sagt byrjaður að þróa nýjan spennutrylli með Herði Grímssyni. Vil ekki flýta mér með hana, gæti orðið flott bók. En ég er mun lengra kominn með bók sem ég er mjög spenntur fyrir en enginn bíður eftir. Það er heimspekileg, vísindaleg, tilvistarspekileg skáldsaga sem gerist fyrir og eftir heimsendi og fjallar um stóru spurningar lífsins. Hvaðan komum við, hver erum við og hvað gerist þegar við deyjum. Ekki bók um Hörð en bók sem hann kynni að meta og vonandi lesendur hans líka.“ Og þá er varla forsvaranlegt að trufla vinnandi fólk öllu lengur. Ekki samt að maður hafi einhvern sérstakan móral yfir því. Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hörður er persóna sem Stefán Máni hefur verið að vinna með lengi, um er að ræða 11. bókina sem fjallar um Hörð. Þetta er aðdáunarverð seigla. Hvað fær þig til að tikka? „Ég elska að skrifa. Sérstaklega um hann Hörð vin minn. Það er ólýsanlega gaman að eyða tíma með kallinum og láta hann lenda í hinu og þessu,“ segir Stefán Máni þegar blaðamaður Vísis nær í skottið á honum og narrar í viðtal. Hann er til í það. Þú ert ekki kominn með leið á honum? „Alls ekki. Hann er gamall og góður vinur. Ég á eftir að sakna hans gríðarlega þegar og ef ég hætti að segja sögur af honum.“ Mér finnst þú tala um þessa persónu þína eins og hún sé raunveruleg? „Fyrir mér er hann raunverulega til. Ég þekki hann vel og við eyðum miklum tíma saman. Ef Hörður er ekki til, þá er ég geðveikur.“ Þetta er svolítið sérkennileg yfirlýsing. En alveg ljóst að Stefán Máni meinar hvert orð. „Ég fór einu sinni til miðils sem sagði að það fylgdi mér hávaxinn maður í frakka og með hatt. Þarna kviknar hugmyndin um Hörð. Svo hefur Peter Steele heitinn haft áhrif á þessa persónu, í holdi og anda. Peter var forsprakki goth-sveitarinnar Type O Negative.“ Hörður rambar á mörkum þess að vera persóna og hreinlega raunverulegur Fyrir þá sem ekki eru inni í þungarokkinu og öllum þeim greinum sem það kvíslast í var Peter Steel bandarískur söngvari, bassaleikari og lagahöfundur Type O Negative. Tveggja metra risi og þekktur fyrir vampírulíka framgöngu á sviði. Hann var fæddur 1962 og dó 2010 úr blóðkreppusótt en heilsa hans var þá þegar orðin tæp vegna áfengis- og kókaínneyslu. Hann fæddist í Brooklyn í New York-fylki en faðir hans var pólskur og úranínskur en mamma hans var skosk/írsk/norsk og íslensk! Fyrirmynd Harðar Grímssonar er enginn aukvisi. Eða var. Peter Steele var allsvakalegur á sviði. Getty/Paul Bergen Athyglisverð fyrirmynd. „Ég er fokking Peter Steel, segir Hörður við sjálfan sig,“ segir á einum stað í bókinni. (Bls. 186). Hörður hefur smám saman tekið á sig sjálfstætt líf, orðinn alvöru persóna. Ef ég myndi lesa fyrstu bókina um Hörð og svo þessa strax á eftir, myndi ég sjá mikinn mun á manninum? „Já. Hann hefur öðlast meira sjálfstraust sem lögreglumaður. Hann er aðeins minna þunglyndur og kominn smá húmor í hann. En sami maður inn við beinið. Einrænn og dálítið drykkfelldur.“ Það hlýtur að vera ákveðinn lúxus fyrir höfund að „eiga“ persónu sem er líkt og af holdi og blóði? „Ég er sammála því. Ég þarf enn að fá einhverjar grunnhugmyndir og smíða plott og allt það. En svo set ég mig bara í samband við Hörð og restin skrifar sig eiginlega sjálf.“ Stefán Máni vinnur fulla vinnu með rithöfundaferlinum og kvartar ekki. Fullorðið fólk á ekki að væla, segir hann.vísir/vilhelm Stefán Máni er ekki alveg tilbúinn að kvitta uppá það að Hörður sé hreinlega að taka yfir? „Útgefandinn yrði sáttur við það, svo mikið er víst. Svo ekki sé talað um aðdáendur Harðar, sem eru ansi margir og mjög heittrúaðir. En ég er ennþá skipstjóri á þessu skipi og tel mig ráða för, svona þangað til annað kemur í ljós.“ Módernisminn að drepa alla úr leiðindum Sko, ég tel þig algerlega einstakan í röðum rithöfunda. Þú skrifar ekki fagurbókmenntir, þú skrifar ekki glæpasögur … mér dettur í hug að helst megi skilgreina bækur þínar sem trylla, sem er kannski vafasöm skilgreining á bókmenntategund. Hvernig stuða svona skilgreiningar þig? „Þakka þér fyrir. Ég þigg að vera einstakur. En hitt stuðar mig ekki mikið. Það sem stuðar mig helst, og það er séríslenskt fyrirbæri, er að telja ekki spennutrylla og glæpasögur til „alvöru“ bókmennta.“ Já, svo er það… „Elstu bókmenntirnar eru gamansögur, ástarsögur og glæpasögur. Helvítis módernisminn kemst næst því að vera ekki alvöru bókmenntir. En það segi ég bara til að stuða lítinn minnihlutahóp. Reyndar sagði ég þetta ekki, heldur bað Hörður mig að koma þessu að.“ Ók. En er þetta ekki meira og minn póstmódernismi sem við erum að sjá núna? „Jú, sem er mun betra fyrirbæri en módernisminn, en auðvitað vandmeðfarið.“ Hvernig er módernisminn að leika bókmenntaskilning okkar? (Nú verður einkennilegur atburður því Hörður Grímsson treður sér óvænt inn í viðtalið.) „Hann er að drepa lesendur úr leiðindum. Módernismi er skrifaður fyrir bókmenntafræðinga, ekki almenning. Það er vandamálið. Og bókmenntafræðingarnir ráða því sem þeir vilja, svo sem með úthlutun listamannalauna? „Jess sir. Hneit þar. Þeir verðlauna leiðindin með árslaunum og viðhalda þannig vandamálinu.“ Blaðamaður Vísis er alveg til í þetta og gengur á lagið: Viðhalda og magna. Nú þarf allt að fara í gegnum Bechtel-próf og kynleysi. Og niðurstaðan sú að lesendahópurinn er að megninu til forréttindafemínistar? „Nú ertu að leggja fyrir mig gildru, Jakob minn. Hún Þóra vinkona mín segir að ef ég spurður um eitthvað sem inniheldur orðin forréttindi og femínismi, þá skuli ég þegja og ekkert segja.“ Athyglisvert... En mig langar til að venda kvæði mínu í kross. Mér finnst oft þegar ég les bækur þínar Stefán Máni eins og þær gætu allt eins átt heima á hvíta tjaldinu? Er það eitthvað sem þú veltir fyrir þér? Nú hefur Svartur á leik náttúrlega verið þýddur yfir á það format. Þetta eru myndrænar frásagnir? „Rétt hjá þér. Ég skrifa myndir, ekki orð. Það er að segja, ég hugsa myndrænt og lýsi því sem ég sé. Og ég er auðvitað mikill bíómyndakall og „movie buff“. Þannig að þetta er ekkert skrýtið.“ Svartur á leik breytti öllu Sko, hér er spurning sem mig hefur lengi langað til að spyrja þig að. Þú ert fæddur 1970. Áður en þú ferð að skrifa trylla (í leit að betra orði) sendir þú frá þér eftirtektarverðar bækur sem voru Hótel Kalifornía sem kom út 2001 og Israel 2002. Bækur sem hlutu mikið lof en svo eins og hendi sé veifað söðlar þú um? Hvað varð til þess? „Stutta svarið er Svartur á leik. Ég fékk hugmynd að glæpatrylli, skrifaði hann og gaf út. Það var hrikalega gaman að skrifa Svartur á leik, bókin sló í gegn og ég eignast allt í einu aðdáendur. Þetta var allt saman mikill hvati og ég fann eiginlega fjöl mína.“ Straumhvörf urðu þegar Stefán Máni sendi frá sér Svartur á leik. Hann hafði áður sent frá sér bækur sem hlutu einróma lof gagnrýnenda en þær höfðu ekki breiða skýrskotun.vísir/vilhelm En, fannst þér þá eins og hinar bækurnar hafi ekki ... tjahh, náð í gegn eða haft næga skýrskotun? „Þær slógu ekki beint í gegn. Ég er ánægður með þær báðar. Hótel Kalifornía á marga aðdáendur. En ég gæti ekki lifað á því að skrifa svona bækur. Ekki nema fá listamannalaun. En að mínu mati á list að höfða til fjöldans en ekki einhverrar elítu. Góð list er alltaf mainstream. Michelangelo, Rolling Stones, Hemingway…“ Og þá komum við að þessu smáa málsvæði sem íslenskan er. Og þar er erfitt um vik? „Ójá. Íslenskan stendur íslenskum rithöfundum fyrir þrifum. Að þýða bók yfir á annað tungumál kostar frá einni upp í tvær milljónir. Af hverju ætti enskur útgefandi að leggja í þann kostnað, þegar hann getur gefið út enskumælandi höfunda?“ Verður að heyra raddirnar í höfðinu Þú hefur verið þýddur eitthvað? „Já já. Nýkominn út í Bandaríkjunum, Finnlandi, Þýskalandi og Danmörku. Svíþjóð á næsta ári.“ Sko, ég hugsa að menn sjái það fyrir sér sem gríðarlega búbót en er það svo? „Ekki ennþá hjá mér. Það þarf ansi mikla sölu til að fá alvöru pening. Ég versla enn í Bónus. En stefni á Melabúðina einn daginn.“ Það hlýtur að koma. Við skulum taka enn eina vendingu… tónlist spilar mikið hlutverk í sögum þínum. Hlustar þú á tónlist þegar þú ert að skrifa? „Ég gerði það áður, til dæmis þegar ég var að skrifa Svartur á leik. Þá var eitthvað brjálað rokk í gangi. Núna er það kaffi og þögn. Í mesta lagi söngurinn í þvottavélinni. Ég verð að geta hlustað á raddirnar í höfðinu.“ Það hefur auðvitað verið talað mikið um það að persónur taki yfir, fari sínu fram en ég held ég hafi aldrei talað við höfund sem ber eins mikla virðingu fyrir því? Stefán Máni hefur alltaf fléttað tónlist inn í bækur sínar og það lítur hann á sem einskonar instrúksjónir fyrir leikstjóra, ef bækur hans verða kvikmyndaðar. Bækur hans eru ákaflega myndrænar.vísir/vilhelm Stefán Máni hlær við þessari spurningu. „Það er líklega vegna þess hve vænt mér þykir um Hörð og hversu nánir við erum.“ En varðandi tónlistina sem þú hefur þættað inn í bækur þínar, mér hefur alltaf í og með fundist það instrúksjónir fyrir leikstjóra. Eða er þarna að brjótast út einhver rokkaradraumur rithöfundarins? „Bæði. Mjög góð greining. Ég nota tónlist eins og leikstjóri myndi gera, til að skapa hughrif. Eins er ég sekur um rokkdrauma og fæ útrás fyrir það svona.“ Bíður rólegur eftir símtali frá Hollywood Stefán Máni játar spurður að hann spili á gítar, groddalega metahljóma og vinnukonugrip. En meira er það nú ekki. Blaðamaður veit ekki alveg af hverju hann er svona upptekinn af kvikmyndun á þessum bókum. Er eitthvað að frétta af hugsanlegri kvikmyndun á einhverri bóka þinna? Ég get ekki séð betur en að þú hafir lagt drög að helvíti fínni sjónvarpsseríu með Harðar-bókum þínum? „Það væri geggjað. Hannes Þór er að pæla í að gera bíómynd byggða á bók um Hörð Grímsson. Svo eru aðrar spennandi pælingar í gangi. Ég bíð líka rólegur eftir símtali frá Hollywood.“ En svo það sé bara sagt þá er ég á því að þetta sé ein þín allra besta bók. „Vá. Takk fyrir það,“ segir Stefán Máni og er hálfpartinn sleginn út af laginu. Já, algerlega áreynslu- og stælalaus. Hvað varstu lengi að vinna hana? „Gleður mig mjög að heyra. Ég hef verið um ár að vinna hana. Jafnvel lengur.“ Hvað finnst þér sjálfum? Þá með hvernig til tókst að þessu sinni? „Ég hreinlega veit það ekki. Ég er samt ánægður. Bókin er stór og breið og Hörður kemst í hann krappann. Það er mikill hasar í bókinni og það er skemmtilegt að skrifa hasar.“ Rúntar um með músík í bílnum og kannar aðstæður Mér finnst allt ganga upp. Samtölin renna vel, öll samskipti og svo eru svona aukafléttur sem ríma vel við meginplottið eins og til dæmis með stjórnmáladrauma Sléttuúlfsins lögreglustjórans. Stefán Máni er ánægður að heyra þetta. En mig langar til að vita að hve miklu leyti þú dregur eigið líf inn í sögurnar? „Ég nota eigið líf sama sem ekki neitt í mín skáldverk en öll reynsla sem lífið gefur mér nýtist að sjálfsögðu og gerir mig að betri höfundi. Stefán Máni segir þægilegar leiðir ekki eftirsóknarverðar. Það er á fjallabaksleiðinni sem töfrarnir eru.vísir/vilhelm Það er þægilegt að skrifa bækur sem gerast í umhverfi sem maður þekkir en það er líka skemmtileg áskorun að láta sögur eða senur gerast á stöðum sem ég þekki lítið eða ekkert. Eins er meira krefjandi að skrifa um konur og börn af því að ég er karl. Þess vegna geri ég mér far um að skrifa um hugarheim barns og skapa kvenkyns persónur. Ég vil aldrei fara auðveldu leiðina. Þar gerast ekki töfrarnir. Þeir verða til á fjallabaksleiðinni.“ Ók. En þessu tengt. Sögusviðið er Reykjavík nútímans og svo þvælist sagan vestur og til Grindavíkur. Að hve miklu leyti kannar þú aðstæður sögusviðsins? „Ég er nokkuð duglegur að kanna aðstæður. Finnst gaman að rúnta, hlusta á tónlist og skoða umhverfið. En stundum er ég bara að skálda.“ Við ræðum þá þekktu aðferð skáldsagnahöfunda að styðjast við eitthvað raunverulegt svo lesandinn eigi auðveldara með að staðsetja sig í söguheiminum? Sagan verður trúverðugari við það. Það kemur í ljós að Hörður á í vandræðum með áfengi og tóbak, sem kemur talsvert við sögu í bókunum en Stefán Máni reykir ekki og er hófdrykkjumaður. „Ég læt Hörð dálítið um þetta,“ segir Stefán og telur ekki útilokað að þar sé um frávarp að ræða. Hefur unnið frá tólf ára aldri og óttast það ekki Og svo er það þetta að Stefán Máni vinnur fullt starf með skrifum. Sem kallar fram spurninguna: Þú ert einn af tíu topphöfundum Íslands, þá hvað sölu varðar og hefur verið í tuttugu ár í það minnsta. Hvernig stendur á því að þú getur ekki lifað sómasamlegu lífi af þessu? „Bóksala hefur dregist mjög saman, heilt yfir línuna. Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa, þannig séð. Sumir eru á listamannalaunum en ég vil frekar vera bara í vinnu. Það er ekki svo slæmt. Gott að hugsa um eitthvað annað en bækurnar.“ Einmitt. Og sækirðu ekki einu sinni um listamannalaun? „Jú, ennþá. En sæki um lítið og fæ það yfirleitt. Það hjálpar, ekki spurning. En ég vil ekki þurfa að treysta á eitthvað svona.“ Þannig að þetta er klemma, upp að ákveðnu marki? „Það mætti orða það þannig. En ég kvarta ekki. Ég næ að skrifa, bækurnar mínar seljast mjög vel og ég á mjög marga dygga lesendur. Að vinna með þessu er enginn heimsendir. Það þurfa allir að vinna.“ Og árlega kemur frá þér bók, þetta hlýtur engu að síður að taka á? Eða er of mikill barlómur í rithöfundum finnst þér? „Ég er frá Ólafsvík og byrjaði 12 ára að vinna í fiski. Ég ólst ekki upp við væl og reyni að fara gegnum lífið án þess að væla. Fullorðið fólk á ekki að væla.“ Trúir á hið yfirskilvitlega Stefán Máni segir að einhver sterk innri þörf hafi knúið hann að skriftum. „Mætti nota orðið köllun. Þetta er minn helsti hæfileiki og ég nýt þess að virkja hann.“ Stefán Máni er bara með grunnskólapróf en í kringum 24 ára aldurinn tók hann til við að reyna sig á þessum vettvangi og byrjaði þá á ljóðum og smáprósa. Þá í Ólafsvík. „Já, ég er eins og Hörður, seinþroska.“ Stefán Máni gengur býsna langt með að telja persónu sína Hörð Grímsson raunverulega, lengra en flestir höfundar sem kannast vel við það að persónur taki á sig sjálfstætt líf.vísir/vilhelm Hvað ertu gamall þegar þú flytur í bæinn? „26 ára flutti ég alveg. En bjó í eitt ár í Hafnarfirði þegar ég var 23 eða 24 ára. Vann þar við hellulagnir og við uppbyggingu Ásvalla. Hef haldið með Haukum síðan í handbolta. Þú afsakar og fyrirgefur vonandi.“ Jú, ætli ég verði ekki að fyrirgefa það. En ef marka má sögur þínar þá toga Vestfirðirnir í þig? „Já, já. Magnað landslag og einhvern veginn mest úti á landi á Íslandi. Brimsaltir og svalir. „Peak landsbyggðin.“ Hörður er líkt og Stefán Máni borinn og barnfæddur Vestfirðingur og ber sterkar taugar til þessa afskekkta og veðurbarða landshluta, svo vitnað sé í bókina. Þar er mjög eftirminnilegur kafli þegar hann fer með son sinn á Suðureyri við Súgandafjörð og þeir gista þar. Snjóflóðin sitja í þér? „Algjörlega. Atburður sem enginn gleymir. Hamfarir.“ Þú hefur haldið þig við hið yfirskilvitlega í fari Harðar, er þetta eitthvað sem þú trúir á? „Já, ég geri það. Kannski er það þörfin eða vonin um að lífið sé eitthvað og meira en vinna og dauði. En ég trúi samt í alvörunni á fleiri víddir en þær sem við eigum að venjast.“ Með tvær bækur í vinnslu Með persónu sem sér hluti fyrir að einhverju leyti hlýtur að vera freistandi að stytta sér leiðir, með því að hann „sjái“ einfaldlega þann seka en Stefán Máni segir það ekki kost í stöðunni. „Nei, alls ekki. Það væri eins konar „Guð úr vélinni“ og það er alveg bannað,“ segir Stefán Máni og hristir höfuðið yfir þessari hugmynd blaðamannsins sem spyr að bragði: Ertu byrjaður að vinna að næstu bók? „Stutta svarið er já.“ En langa svarið? „Ég er að vinna að bók sem ég er mjög spenntur fyrir en veit ekki alveg hvernig mun þróast. Stundum hoppa ég í djúpu laugina og það er bæði áhættusamt og skemmtilegt. En ég er ekki alveg hættur að skrifa. En það er ekki víst að það ævintýri verði tilbúið til útgáfu að ári. Stefán Máni er nú með tvær bækur á teikniborðinu og önnur þeirra er um Hörð. En hann segist ekki vita hvort hún nær að koma út fyrir næstu jól, þannig að það er eins gott að Borg hinna dauðu dugi einlægum aðdáendum hans eitthvað.vísir/vilhelm Ég er sem sagt byrjaður að þróa nýjan spennutrylli með Herði Grímssyni. Vil ekki flýta mér með hana, gæti orðið flott bók. En ég er mun lengra kominn með bók sem ég er mjög spenntur fyrir en enginn bíður eftir. Það er heimspekileg, vísindaleg, tilvistarspekileg skáldsaga sem gerist fyrir og eftir heimsendi og fjallar um stóru spurningar lífsins. Hvaðan komum við, hver erum við og hvað gerist þegar við deyjum. Ekki bók um Hörð en bók sem hann kynni að meta og vonandi lesendur hans líka.“ Og þá er varla forsvaranlegt að trufla vinnandi fólk öllu lengur. Ekki samt að maður hafi einhvern sérstakan móral yfir því.
Hvernig er módernisminn að leika bókmenntaskilning okkar? (Nú verður einkennilegur atburður því Hörður Grímsson treður sér óvænt inn í viðtalið.) „Hann er að drepa lesendur úr leiðindum. Módernismi er skrifaður fyrir bókmenntafræðinga, ekki almenning. Það er vandamálið. Og bókmenntafræðingarnir ráða því sem þeir vilja, svo sem með úthlutun listamannalauna? „Jess sir. Hneit þar. Þeir verðlauna leiðindin með árslaunum og viðhalda þannig vandamálinu.“ Blaðamaður Vísis er alveg til í þetta og gengur á lagið: Viðhalda og magna. Nú þarf allt að fara í gegnum Bechtel-próf og kynleysi. Og niðurstaðan sú að lesendahópurinn er að megninu til forréttindafemínistar? „Nú ertu að leggja fyrir mig gildru, Jakob minn. Hún Þóra vinkona mín segir að ef ég spurður um eitthvað sem inniheldur orðin forréttindi og femínismi, þá skuli ég þegja og ekkert segja.“
Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira