Efnahagsmál

Fréttamynd

„Ekkert hrun“ í ferða­þjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrir­tæki illa fyrir

Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að mark­miði verður löng

Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.

Innherji
Fréttamynd

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­bólga eykst milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á undan á­ætlun í ríkis­fjár­málum

Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Taylor Swift talin valda verð­bólgu í Bret­landi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ari­on: Ferð­­a­­þjón­­ust­­a mun sækj­­a í sig veðr­­ið á næst­­a ári

Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna.

Innherji
Fréttamynd

Fast­eigna­kaup fjár­festa vís­bending um að fast­eigna­verð haldi á­fram að hækka

Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri níu af hverjum tíu í­búðum verið keyptar af fjár­festum á árinu

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.

Innherji
Fréttamynd

Hækkun fast­eigna­verðs „helsti drif­kraftur“ verð­bólgunnar síðasta ára­tug

Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.

Innherji
Fréttamynd

Óttast vaxandi at­vinnu­leysi á næstu misserum

Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið.

Innlent
Fréttamynd

Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar krónan heimilin?

Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan kostnað krónan leggur á heimilin og hvort hún raunverulega bætir líf okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxandi van­skil merki um víð­tækari vanda fram­undan

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín.

Innlent
Fréttamynd

Hag­fræð­ing­ur Kviku hef­ur „ekki ver­u­leg­ar á­hyggj­ur“ af auk­inn­i út­gáf­u rík­is­bréf­a

Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg.

Innherji
Fréttamynd

Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá

Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­tækja­lánin í met­hæðum vegna kaupa Þór­kötlu á fast­eignum í Grinda­vík

Tilfærsla frá íbúðalánum heimila til fyrirtækja í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu skýrir að hluta tugmilljarða stökk í nýjum útlánun til atvinnufyrirtækja í maímánuði og höfðu þau aldrei mælst meiri. Félagið Þórkatla, sem var stofnað fyrr á árinu til að annast uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði einstaklinga vegna eldsumbrotanna í nágrenni Grindavíkur, stóð að kaupum á um 200 fasteignum í maí.

Innherji
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin líði fyrir efna­hags­á­standið

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Auk­­in út­­gáf­­a rík­­is­br­éf­a kom mark­­aðn­­um í „opna skjöld­­u“ sem tald­i árið tryggt

Fyrirhuguð aukin útgáfa á ríkisbréfum í ár kom markaðnum í „opna skjöldu“ og markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu því skarpt við tíðindin. Sjóðstjórar töldu að ríkið væri búið að fjármagna útgjöld vegna kjarasamninga og jarðhræringa á Reykjanesi að minnsta kosti fram á næsta ár. Spurningin „hver á að fjármagna ríkissjóð í þetta skiptið?“ veldur mörgum skuldabréfafjárfestum áhyggjum.

Innherji
Fréttamynd

Út­flutnings­verð­mæti eldis­laxins meiri en loðnunnar

Útflutningur á eldislaxi hefur undanfarin fimm ár skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Þorskurinn trónir þar á toppnum, en heilt á litið hefur loðnan skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld. Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bestun Seðla­banka­stjóra

Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin.

Skoðun
Fréttamynd

Heimta auka­fund og „myndar­lega“ vaxtalækkun

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár.

Innlent