„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar 11. september 2024 20:02 Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Efnahagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun