Efnahagsmál

Fréttamynd

„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum

„Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“

Innherji
Fréttamynd

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólguskuldakreppa er hafin

Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu. Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annar bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.

Umræðan
Fréttamynd

Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks.

Erlent
Fréttamynd

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Helstu hætturnar fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna og Kína

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú hækkað vexti um 75 punkta þrjú skipti í röð. Eins og við mátti búast heyrast kröftug mótmæli frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum, varandi við yfirskotum við vaxtahækkanir. Ég er ósammála. Það er löngu orðið tímabært fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja á að grafa sig upp úr þeirri dýpstu holu sem hann hefur nokkurn tíma komið sér í.

Umræðan
Fréttamynd

Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag

Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa

Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm aumir ráðherrastólar

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna.

Umræðan
Fréttamynd

Peningaprentun fór úr böndunum í heimsfaraldri

Erfið staða efnahagsmála í Evrópu er ekki eingöngu vegna orkuskorts heldur einna helst afleiðing mikillar peningaprentunar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá vormánuðum 2020. Þetta er mat Lars Christensen, hagfræðings.

Innherji
Fréttamynd

„Þetta voru losara­­leg tíma­­mörk“

Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní.  Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Spá mesta hagvexti síðustu fimmtán ára

Hagvöxtur á Íslandi verður 7,3 prósent á árinu 2022 ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt verður síðar í dag. Svo mikill hagvöxtur hefur ekki verið hér á landi í fimmtán ár.

Innherji
Fréttamynd

Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008

Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merki um „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“ að mati SA

Nýjustu mælingar Þjóðskrár á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu má að mati Samtaka atvinnulífsins túlka sem „hraðan viðsnúning íbúðaverðs“, einkum í ljósi þess að áhrif aðgerða Seðlabanka Íslands eru ekki komin fram nema að hluta til.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi

Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi

Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni.

Innlent