Kosningar 2007 Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna. Innlent 30.3.2007 12:02 Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar. Innlent 29.3.2007 20:27 Seðlabankinn hvetur til varfærni Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember. Innlent 29.3.2007 19:35 Vísir opnar kosningavef Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á hér á Vísi. Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta til dæmis spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti. Innlent 29.3.2007 18:24 Björn vill stofna 240 manna varalið lögreglu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar sér að stofna 240 manna launað varalið lögreglu sem hægt yrði að kalla út þegar á þyrfti að halda. Þetta kom fram í erindi sem Björn hélt á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Innlent 29.3.2007 18:14 Baráttusamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum Nýtt framboðsafl, Baráttusamtökin, sem berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi borgarinnar, býður fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ein meginkrafan er að lágmarksbætur verði 210 þúsund krónur á mánuði. Innlent 29.3.2007 12:24 Heilbrigðismálin verða aðalmálið Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér á vísir.is eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðalmál Alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi. Innlent 28.3.2007 17:07 Sýnir kosningafundi vikulega Fréttastofa Stöðvar tvö og Ísland í dag efna til almennra borgarafunda í öllum kjördæmum og sýna í beinni útsendingu hvern miðvikudag fram að kosningum 12. maí. Fyrsti fundurinn verður í Stykkishólmi í kvöld fyrir Norðvesturkjördæmi og næstu vikur ferðast fréttastofan eftir kjördæmum réttsælis kringum landið. Innlent 27.3.2007 22:06 Ómar í hópi foringjanna „Ómar var hrókur alls fagnaðar. En það kemur kannski engum á óvart. Hann fór með tuttugu vísur á þeim klukkutíma sem þessi taka tók. Og samdi meira að segja eina á staðnum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Krónikunnar. Innlent 27.3.2007 22:07 Grétar Mar leiðir listann Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður, mun leiða lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var kynnt á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í gær. Innlent 27.3.2007 22:07 Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna. Innlent 27.3.2007 16:03 Tveir stjórnarkostir langvinsælastir Jafn margir segjast nú vilja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur haldi áfram í ríkisstjórn og að Samfylking og vinstri grænir myndi ríkisstjórn. Rúm þrjátíu prósent nefna hvorn valmöguleika. Aðrir kostir eru mun óvinsælli. Innlent 26.3.2007 21:47 Óskar Bergsson kosningastjóri Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Auk þess að vera varaborgarfulltrúi hefur hann sinnt starfi formanns framkvæmdaráðs Reykjavíkur frá árinu 2006. Innlent 26.3.2007 21:47 Misskilningur Landssambands eldri borgara Stjórn Landsambands eldri borgara viðurkennir nú að heilbrigðisráðherra hafi farið að lögum um úthlutun Framkvæmdasjóðs og að málin hafi verið rædd á fundi sjóðsstjórnarinnar. Ásakanir um frjálslega meðferð ráðherra á fé sjóðsins hafi verið misskilningur. Innlent 26.3.2007 19:20 Leynifundur D og VG er slúður segir Steingrímur J. Steingrímur J. Sigfússon segir það rakalausan þvætting og slúður að hann og Geir Haarde hafi rætt mögulega stjórnarmyndun eftir kosningar á leynifundi í liðinni viku. Sagan sé runnin undan rifjum spunameistara framsóknarmanna og sé í raun alvarleg óheilindaásökun á Geir H. Haarde. Um helgina hefur verið mikið slúðrað um meintan leynifund Geirs Haarde og Steingríms J. og hafa fylgt spekúlasjónir um að þar væru menn að kanna grunn að mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Þetta segir Steingrímur að sé rakalausan þvætting sem runnin sé undan rifjum spunastráka Framsóknarflokksins. Þar vísar Steingrímur til bloggsíðu Péturs Gunnarssonar sem birti fyrst þessa sögu - en Pétur hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Segir Steingrímur að þetta feli í sér alvarlega ásökun á Geir Haarde þar sem hann sé í raun borin þeim sökum að hafa rofið trúnað við Framsóknarflokkinn. Innlent 26.3.2007 19:03 Segir ESB-aðild handan við hornið Ísland mun ganga í Evrópusambandið fyrr en síðar, ekki síst vegna vaxandi þrýstings atvinnulífsins. Þetta er skoðun Jóns Baldvins Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Innlent 26.3.2007 17:52 Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Innlent 25.3.2007 17:22 Guðjón Arnar ekki sáttur Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins. Innlent 25.3.2007 11:53 Íslandshreyfingin með 5% og dregur saman með Samfylkingu og Vg Fylgi Samfylkingar eykst aðeins, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Framsóknarflokkur stendur í stað. Fimm prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Fylgi annarra flokka dalar. Þetta er fyrsta könnunin eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt. Hún fengi þrjá þingmenn. Innlent 24.3.2007 21:15 Þarf að taka til í skrám „Þessi mikli fjöldi hlýtur að skýrast af því að skrár þeirra flokka sem eiga sér langa prófkjörshefð eru orðnar mjög bólgnar og það þarf að taka til í þeim,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um úttekt Fréttablaðsins á flokkskrám stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru rúmlega 85 þúsund Íslendingar skráðir í stjórnmálaflokk. Innlent 24.3.2007 22:09 Íslandshreyfingin með fimm prósent Fimm prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti framboð sitt. Ómar Ragnarsson segir þetta ánægjulegar niðurstöður. Innlent 24.3.2007 22:09 40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar. Innlent 24.3.2007 10:06 Frambjóðendur VG á ferð um Danmörku og Svíþjóð Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Innlent 23.3.2007 16:37 Búist við samkomulagi um auglýsingakostnað á morgun Ekki er búist að samkomulag náist um að takmarka kostnað við auglýsingar í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í vor fyrr en á morgun. Innlent 23.3.2007 16:22 VG enn í sókn Vinstri grænir fengju 17 þingmenn, ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Gallúps fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Það er fjórum þingmönnum meira en Samfylkingin fengi, en átta þingmönnum minna en Sjálfstæðisflokkurinn, sem fengi 25 menn. Framsóknarflokkurinn fengi fimm þingmenn og Frjálslyndir þrjá. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á Alþingi. Innlent 23.3.2007 07:07 Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Innlent 22.3.2007 19:01 Íslandshreyfingin - lifandi land kynnir framboð sitt í dag Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir munu í dag kynna framboð sitt til Alþingis á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að framboðið hafi hlotið nafnið „Íslandshreyfingin - lifandi land" og hafi verið úthlutað listabókstafnum I. Áherslumál framboðsins verða kynnt á fundinum en áætlað er að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fundurinn verður sem fyrr segir í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan tvö síðdegis. Innlent 22.3.2007 08:43 Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Innlent 18.3.2007 00:32 « ‹ 6 7 8 9 ›
Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna. Innlent 30.3.2007 12:02
Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar. Innlent 29.3.2007 20:27
Seðlabankinn hvetur til varfærni Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember. Innlent 29.3.2007 19:35
Vísir opnar kosningavef Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á hér á Vísi. Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta til dæmis spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti. Innlent 29.3.2007 18:24
Björn vill stofna 240 manna varalið lögreglu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar sér að stofna 240 manna launað varalið lögreglu sem hægt yrði að kalla út þegar á þyrfti að halda. Þetta kom fram í erindi sem Björn hélt á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Innlent 29.3.2007 18:14
Baráttusamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum Nýtt framboðsafl, Baráttusamtökin, sem berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi borgarinnar, býður fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ein meginkrafan er að lágmarksbætur verði 210 þúsund krónur á mánuði. Innlent 29.3.2007 12:24
Heilbrigðismálin verða aðalmálið Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér á vísir.is eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðalmál Alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi. Innlent 28.3.2007 17:07
Sýnir kosningafundi vikulega Fréttastofa Stöðvar tvö og Ísland í dag efna til almennra borgarafunda í öllum kjördæmum og sýna í beinni útsendingu hvern miðvikudag fram að kosningum 12. maí. Fyrsti fundurinn verður í Stykkishólmi í kvöld fyrir Norðvesturkjördæmi og næstu vikur ferðast fréttastofan eftir kjördæmum réttsælis kringum landið. Innlent 27.3.2007 22:06
Ómar í hópi foringjanna „Ómar var hrókur alls fagnaðar. En það kemur kannski engum á óvart. Hann fór með tuttugu vísur á þeim klukkutíma sem þessi taka tók. Og samdi meira að segja eina á staðnum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Krónikunnar. Innlent 27.3.2007 22:07
Grétar Mar leiðir listann Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður, mun leiða lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var kynnt á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í gær. Innlent 27.3.2007 22:07
Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna. Innlent 27.3.2007 16:03
Tveir stjórnarkostir langvinsælastir Jafn margir segjast nú vilja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur haldi áfram í ríkisstjórn og að Samfylking og vinstri grænir myndi ríkisstjórn. Rúm þrjátíu prósent nefna hvorn valmöguleika. Aðrir kostir eru mun óvinsælli. Innlent 26.3.2007 21:47
Óskar Bergsson kosningastjóri Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Auk þess að vera varaborgarfulltrúi hefur hann sinnt starfi formanns framkvæmdaráðs Reykjavíkur frá árinu 2006. Innlent 26.3.2007 21:47
Misskilningur Landssambands eldri borgara Stjórn Landsambands eldri borgara viðurkennir nú að heilbrigðisráðherra hafi farið að lögum um úthlutun Framkvæmdasjóðs og að málin hafi verið rædd á fundi sjóðsstjórnarinnar. Ásakanir um frjálslega meðferð ráðherra á fé sjóðsins hafi verið misskilningur. Innlent 26.3.2007 19:20
Leynifundur D og VG er slúður segir Steingrímur J. Steingrímur J. Sigfússon segir það rakalausan þvætting og slúður að hann og Geir Haarde hafi rætt mögulega stjórnarmyndun eftir kosningar á leynifundi í liðinni viku. Sagan sé runnin undan rifjum spunameistara framsóknarmanna og sé í raun alvarleg óheilindaásökun á Geir H. Haarde. Um helgina hefur verið mikið slúðrað um meintan leynifund Geirs Haarde og Steingríms J. og hafa fylgt spekúlasjónir um að þar væru menn að kanna grunn að mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Þetta segir Steingrímur að sé rakalausan þvætting sem runnin sé undan rifjum spunastráka Framsóknarflokksins. Þar vísar Steingrímur til bloggsíðu Péturs Gunnarssonar sem birti fyrst þessa sögu - en Pétur hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Segir Steingrímur að þetta feli í sér alvarlega ásökun á Geir Haarde þar sem hann sé í raun borin þeim sökum að hafa rofið trúnað við Framsóknarflokkinn. Innlent 26.3.2007 19:03
Segir ESB-aðild handan við hornið Ísland mun ganga í Evrópusambandið fyrr en síðar, ekki síst vegna vaxandi þrýstings atvinnulífsins. Þetta er skoðun Jóns Baldvins Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Innlent 26.3.2007 17:52
Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Innlent 25.3.2007 17:22
Guðjón Arnar ekki sáttur Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins. Innlent 25.3.2007 11:53
Íslandshreyfingin með 5% og dregur saman með Samfylkingu og Vg Fylgi Samfylkingar eykst aðeins, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en Framsóknarflokkur stendur í stað. Fimm prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna. Fylgi annarra flokka dalar. Þetta er fyrsta könnunin eftir að Íslandshreyfingin boðaði framboð sitt. Hún fengi þrjá þingmenn. Innlent 24.3.2007 21:15
Þarf að taka til í skrám „Þessi mikli fjöldi hlýtur að skýrast af því að skrár þeirra flokka sem eiga sér langa prófkjörshefð eru orðnar mjög bólgnar og það þarf að taka til í þeim,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um úttekt Fréttablaðsins á flokkskrám stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru rúmlega 85 þúsund Íslendingar skráðir í stjórnmálaflokk. Innlent 24.3.2007 22:09
Íslandshreyfingin með fimm prósent Fimm prósent segjast myndu kjósa Íslandshreyfinguna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem er fyrsta könnunin sem gerð er eftir að flokkurinn kynnti framboð sitt. Ómar Ragnarsson segir þetta ánægjulegar niðurstöður. Innlent 24.3.2007 22:09
40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar. Innlent 24.3.2007 10:06
Frambjóðendur VG á ferð um Danmörku og Svíþjóð Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Innlent 23.3.2007 16:37
Búist við samkomulagi um auglýsingakostnað á morgun Ekki er búist að samkomulag náist um að takmarka kostnað við auglýsingar í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í vor fyrr en á morgun. Innlent 23.3.2007 16:22
VG enn í sókn Vinstri grænir fengju 17 þingmenn, ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Gallúps fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Það er fjórum þingmönnum meira en Samfylkingin fengi, en átta þingmönnum minna en Sjálfstæðisflokkurinn, sem fengi 25 menn. Framsóknarflokkurinn fengi fimm þingmenn og Frjálslyndir þrjá. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á Alþingi. Innlent 23.3.2007 07:07
Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Innlent 22.3.2007 19:01
Íslandshreyfingin - lifandi land kynnir framboð sitt í dag Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir munu í dag kynna framboð sitt til Alþingis á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að framboðið hafi hlotið nafnið „Íslandshreyfingin - lifandi land" og hafi verið úthlutað listabókstafnum I. Áherslumál framboðsins verða kynnt á fundinum en áætlað er að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fundurinn verður sem fyrr segir í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan tvö síðdegis. Innlent 22.3.2007 08:43
Fundum Alþingis frestað fram yfir kosningar Samþykkt var að fresta fundum Alþingis klukkan hálfeitt í nótt fram yfir þingskosningar eftir maraþonfundi sem staðið höfðu frá því klukkan hálftíu í morgun. 45 frumvörp urðu að lögum í dag og níu þingsályktunartillögur voru samþykktar. Innlent 18.3.2007 00:32
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent