Jarðhiti

Fréttamynd

Mögu­legt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni

Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin funduðu með hin­segin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu

Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falda þarf orku­fram­leiðsluna vegna orku­skiptanna

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin.

Innlent
Fréttamynd

Máttu nota upp­finningu ný­sköpunar­stjóra

Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum.

Innlent
Fréttamynd

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir

Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Innherji
Fréttamynd

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð

Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stór­aukin eftir­spurn eftir jarð­hita

Miklum vexti er spáð næstu fimm árin í eftirspurn eftir heitu vatni eða um 3,4% árlega til ársins 2027 á landsvísu. Yfir allt spátímabilið er aukningin áætluð vera heil 63% og gæti rúmlega tvöfaldast miðað við háspá! Þetta kemur fram í nýrri skýrslu jarðvarmahóps orkuspárnefndar um eftirspurnaspá á landsvísu með jarðvarma til ársins 2060.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Innlent
Fréttamynd

Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám

Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Allur heimurinn öfundi Ísland

Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Innlent
Fréttamynd

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni

Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Innlent