Félagsmál

Fréttamynd

Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ

Ríkistjórnin notar krónu á móti krónu skerðingar til að reyna að fá öryrkja til að samþykkja óraunhæft starfsgetumat segir formaður Öryrkjabandalagsins. Félagsmálaráðherra segir að ráðast þurfi í breytingar á endurhæfingarkerfinu vegna mikillar fjölgunar öryrkja og því verði þetta að gerast samhliða.

Innlent
Fréttamynd

Málefni aldraðra eitt af stóru málum ársins

Stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri staðreynd að meðalaldur fólks fer hækkandi með ári hverju. Mikil fjölgun hefur orðið í aldursflokki aldraðra og segir landlæknir málaflokkinn vera áskorun enda hafi lengi verið vandi á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Freyja sigraði í Landsrétti

Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að skrifa undir

Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga.

Innlent
Fréttamynd

Að uppræta ójöfnuð

Velferðarkerfið okkar byggist á þeirri grundvallarforsendu að allir eigi að hafa sömu tækifæri. Þó getur ekkert velferðarkerfi að fullu jafnað þann aðstöðumun sem felst í því að sumir fæðist með silfurskeið í munni.

Skoðun
Fréttamynd

Útrýma megi barnafátækt á Íslandi

Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sé komið til móts við þarfir allra barna

Endurgreiðslur vegna gleraugna barna hafa ekki breyst í hálfan annan áratug. Á sama tíma hefur kostnaður við gleraugnakaup hækkað gríðarlega. Félagsmálaráðherra vinnur að breytingum í málefninu og endurskoðun upphæðar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra

Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir orð dómsmálaráðherra um valkvæða bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Bókunin sé alls ekki tilgangslaus líkt og ráðherra hélt fram í svari við fyrirspurn á þingi.

Innlent