Innlent

Félagsbústaðir leyfa gæludýr

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Leigjendur Félagsbústaða mega nú halda hund.
Leigjendur Félagsbústaða mega nú halda hund.
Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hunda- og kattahald yrði leyft í fjölbýlishúsum félagsins.

Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði í haust um að hunda- og kattahald yrði leyft í félagslegum íbúðum. Málið var sent til frekari vinnslu hjá Félagsbústöðum og velferðarsviði og varð niðurstaðan sú að ekki væri rétt að standa gegn umræddu gæludýrahaldi.

Á fundi með leigjendum kom fram að það þætti eðlilegt að ákvæðum laga um fjölbýlishús væri fylgt en þar er meðal annars gerð sú krafa að afla þurfi samþykkis annarra íbúa. Þá þótti eðlilegt að útiloka tilteknar tegundir stórra hunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×