Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dzeko með tvö í öruggum sigri Manchester City

Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í 16 liða úrslitunum

Hollendingurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool í seinni leik liðsins á móti tékkneska liðinu Spörtu Prag á Anfield í kvöld en Kuyt skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool mætir Lech Poznań eða Braga í 16 liða úrslitum en seinni leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool án Gerrard í seinni leiknum við Sparta Prag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki spila með Liverpool á Anfield á morgun þegar tékkneska liðið Sparta Prag kemur í heimsókn í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sparta Prag og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tékklandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn afgreiddi BATE Borisov - myndband

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar er það lagði BATE Borisov í Evrópudeildinni í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir AZ sem vann 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres byrjar í kvöld

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Fernando Torres verði í byrjunarliði Liverpool þegar að liðið mætir Utrecht í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir á Anfield á fimmtudag

Kristinn Jakobsson fær það verkefni að halda um flautuna í leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeildinni í fótbolta á fimmtudagskvöld. Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn og félagar úr leik en fimm lið komust áfram í kvöld

Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepe Reina: Ég átti að gera miklu betur

Liverpool er komið áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinn þrátt fyrir klaufalega mistök spænska markvarðarins Pepe Reina. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Steaua Búkarest í Rúmeníu og það nægði liðinu til þess að komast upp úr riðlinumk.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli nægði Liverpool til þess að komast áfram í 32 liða úrslitin

Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Steaua Búkarest í K-riðli Evrópudeildarinnar í Rúmeníu í dag og þetta eina stig nægði til þess að tryggja Liverpool-mönnum sæti í 32 liða úrslitum keppninnar þótt að einn leikur sé eftir. Liverpool er líka búið að tryggja sér sigur í riðlinum en liðið hefur enn ekki tapað leik í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli með tvö í öruggum sigri Manchester City

Manchester City tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með 3-0 sigri á austuríska liðinu Red Bull Salzburg á heimavelli í kvöld. Ítalska liðið Juventus er hinsvegar úr leik efir 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan í Póllandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres verður ekki með Liverpool á móti Steaua Búkarest

Fernando Torres verður hvíldur þegar Liverpool mætir Steaua Búkarest í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði að spænski framherjinn myndi ekki ferðast með liðinu því hann ætlaði að spara hann fyrir leikinn á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gerrard kom Liverpool til bjargar

Steven Gerrard var hetja Liverpool enn eina ferðina í kvöld er Liverpool lagði Napoli, 3-1, í Evrópudeild UEFA. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lech Poznan skellti Man. City

Pólska liðið Lech Poznan gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Man. City í Evrópudeild UEFA, 3-1. Annað mark Poznan var afar skrautlegt. Varnarmaður City skallaði í Arboleda og af honum fór boltinn í netið. Arboleda tognaði síðan við að fagna markinu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og það var þrumufleygur af löngu færi.

Fótbolti