Hvalveiðar

Fréttamynd

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma

Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Aftur­köllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals

Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar.

Innlent
Fréttamynd

Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax

Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Þegar murka má líf­tóruna úr dýrum

Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna að­gerða­leysis

Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hlýtur að teljast ó­á­sættan­legt“

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út.

Innlent
Fréttamynd

Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar.

Innlent
Fréttamynd

„Ef þetta væri slátur­hús væri því lokað tafar­laust“

Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta.

Innlent
Fréttamynd

Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni

Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 

Innlent
Fréttamynd

Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða

Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans

Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips

Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans.

Innlent
Fréttamynd

Spyrja hvort að hval­veiðum við Ís­land sé lokið fyrir fullt og allt

Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar

Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli

Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru.

Innlent