Bandaríkin Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33 Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 27.4.2023 09:15 Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. Erlent 27.4.2023 07:41 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Erlent 27.4.2023 07:19 OnlyFans-tvífari Kim Kardashian látin eftir lýtaaðgerð Áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem var þekkt fyrir líkindi sín og Kim Kardashian lést eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Lífið 26.4.2023 23:22 „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. Erlent 26.4.2023 23:02 Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 22:14 Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. Innlent 26.4.2023 18:16 Talinn hafa strokið úr fangelsi og myrt mann Lögreglan í Mississippi leitar nú fjögurra manna sem struku úr fangelsi í ríkinu í vikunni. Talið er að einn þeirra hafi myrt mann og rænt bílnum hans. Erlent 26.4.2023 16:38 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Erlent 26.4.2023 15:45 Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Erlent 26.4.2023 09:53 Sanders ætlar ekki í framboð Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar sér ekki að reyna að verða forsetaefni Demókrataflokksins í þriðja skipti. Hann segist frekar ætla að styðja framboð Joe Biden og gera hvað sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að hann verði endurkjörinn sem forseti Bandaríkjann Erlent 25.4.2023 23:41 Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Lífið 25.4.2023 20:20 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. Erlent 25.4.2023 18:27 Barbie nú með Downs Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. Lífið 25.4.2023 16:06 Harry Belafonte er látinn Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri. Lífið 25.4.2023 13:52 Biden sækist formlega eftir endurkjöri Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 25.4.2023 10:29 Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Erlent 25.4.2023 09:48 Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Erlent 25.4.2023 08:56 Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Lífið 24.4.2023 23:12 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Erlent 24.4.2023 21:22 Don Lemon rekinn frá CNN Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. Erlent 24.4.2023 18:41 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Lífið 24.4.2023 18:31 Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Erlent 24.4.2023 16:00 Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. Erlent 24.4.2023 09:00 Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39 Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens. Lífið 23.4.2023 16:47 Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Erlent 23.4.2023 16:01 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 334 ›
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33
Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 27.4.2023 09:15
Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49
Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. Erlent 27.4.2023 07:41
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Erlent 27.4.2023 07:19
OnlyFans-tvífari Kim Kardashian látin eftir lýtaaðgerð Áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem var þekkt fyrir líkindi sín og Kim Kardashian lést eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Lífið 26.4.2023 23:22
„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. Erlent 26.4.2023 23:02
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26.4.2023 22:14
Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. Innlent 26.4.2023 18:16
Talinn hafa strokið úr fangelsi og myrt mann Lögreglan í Mississippi leitar nú fjögurra manna sem struku úr fangelsi í ríkinu í vikunni. Talið er að einn þeirra hafi myrt mann og rænt bílnum hans. Erlent 26.4.2023 16:38
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Erlent 26.4.2023 15:45
Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Erlent 26.4.2023 09:53
Sanders ætlar ekki í framboð Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar sér ekki að reyna að verða forsetaefni Demókrataflokksins í þriðja skipti. Hann segist frekar ætla að styðja framboð Joe Biden og gera hvað sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að hann verði endurkjörinn sem forseti Bandaríkjann Erlent 25.4.2023 23:41
Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Lífið 25.4.2023 20:20
Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. Erlent 25.4.2023 18:27
Barbie nú með Downs Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. Lífið 25.4.2023 16:06
Harry Belafonte er látinn Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri. Lífið 25.4.2023 13:52
Biden sækist formlega eftir endurkjöri Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 25.4.2023 10:29
Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Erlent 25.4.2023 09:48
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Erlent 25.4.2023 08:56
Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Lífið 24.4.2023 23:12
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Erlent 24.4.2023 21:22
Don Lemon rekinn frá CNN Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. Erlent 24.4.2023 18:41
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Lífið 24.4.2023 18:31
Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Erlent 24.4.2023 16:00
Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. Erlent 24.4.2023 09:00
Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39
Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens. Lífið 23.4.2023 16:47
Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Erlent 23.4.2023 16:01