Bandaríkin Lukaku og Megan Thee Stallion hönd í hönd í brúðkaupi Fótboltastjarnan Romelu Lukaku og rapparinn Megan Thee Stallion gætu verið nýtt ofurpar. Þau sáust haldast í hendur og sitja við hlið hvors annars brúðkaupi argentínska landsliðsmannsins Lautaro Martinez. Lífið 30.5.2023 23:26 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. Erlent 30.5.2023 22:36 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Erlent 30.5.2023 22:35 Sackler-fjölskyldan kemst undan ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum Niðurstaða bandarísks áfrýjunardómstóls þýðir að Sackler-fjölskyldan, eigandi framleiðanda lyfsins OxiContins, kemst hjá persónulegri ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan þarf þó að sleppa takinu á lyfjafyrirtækinu og greiða milljarða dollara til að gera sátt um lyktir málaferla gegn því. Viðskipti erlent 30.5.2023 15:35 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Innlent 30.5.2023 15:12 Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Viðskipti innlent 30.5.2023 15:06 Stofnandi Theranos hefur afplánun Elizabeth Holmes, stofnandi fallna blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, hefur afplánun á ellefu ára fangelsisdómi í kvennafangelsi í Texas í dag. Henni var hafnað um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar dómnum. Erlent 30.5.2023 09:49 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Erlent 30.5.2023 07:46 „Sérstakt“ að sitja inni í réttarsal með Bryan Kohberger Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma. Innlent 28.5.2023 21:01 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Erlent 28.5.2023 19:06 Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. Erlent 28.5.2023 10:44 Svangur svartbjörn stal sætabrauði Svangur svartbjörn braust inn í bílskúr bakarís í bænum Avon í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Hann hræddi starfsfólk bakarísins sem náði þó að hrekja hann í burtu án þess að neinn slasaðist. Björninn hafði þó á brott með sér nóg af bollakökum sem hann át á bílastæðinu. Erlent 27.5.2023 17:05 Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Erlent 26.5.2023 16:54 Gera fólki kleift að búa í vitum Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að gefa eða selja á uppboði tíu rúmlega aldargamla vita á austurströnd landsins. Vitarnir spila lítið sem ekkert í öryggi sjófarenda lengur en með því að færa þá í eigu annarra vilja embættismenn tryggja að vitunum sé haldið við. Erlent 26.5.2023 14:28 Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna. Erlent 26.5.2023 13:00 Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Erlent 26.5.2023 11:44 Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. Erlent 26.5.2023 10:27 Bandaríkjamenn virðast vilja bæta samskiptin við Kína Ráðgjafar Joe Biden Bandaríkjaforseta segja hann meðvitaðan um að bandamenn Bandaríkjamanna við Kyrrahaf hafi afar takmarkaðan áhuga á að vera dregnir inn í langvarandi átök milli Bandaríkjanna og Kína. Innlent 26.5.2023 06:59 Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25.5.2023 22:52 „DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.5.2023 13:20 Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. Erlent 24.5.2023 23:30 Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24.5.2023 21:55 Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24.5.2023 18:39 Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42 Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Erlent 24.5.2023 10:34 Mútugreiðslumálið tekið fyrir í miðju forvali fyrir forsetakosningarnar Dómsmálið gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sakaður um bóhaldssvik í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels, verður tekið fyrir 25. mars næstkomandi. Erlent 24.5.2023 08:16 Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Erlent 24.5.2023 06:47 Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Erlent 23.5.2023 23:45 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 334 ›
Lukaku og Megan Thee Stallion hönd í hönd í brúðkaupi Fótboltastjarnan Romelu Lukaku og rapparinn Megan Thee Stallion gætu verið nýtt ofurpar. Þau sáust haldast í hendur og sitja við hlið hvors annars brúðkaupi argentínska landsliðsmannsins Lautaro Martinez. Lífið 30.5.2023 23:26
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. Erlent 30.5.2023 22:36
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Erlent 30.5.2023 22:35
Sackler-fjölskyldan kemst undan ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum Niðurstaða bandarísks áfrýjunardómstóls þýðir að Sackler-fjölskyldan, eigandi framleiðanda lyfsins OxiContins, kemst hjá persónulegri ábyrgð á ópíóíðafaraldrinum. Fjölskyldan þarf þó að sleppa takinu á lyfjafyrirtækinu og greiða milljarða dollara til að gera sátt um lyktir málaferla gegn því. Viðskipti erlent 30.5.2023 15:35
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Innlent 30.5.2023 15:12
Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Viðskipti innlent 30.5.2023 15:06
Stofnandi Theranos hefur afplánun Elizabeth Holmes, stofnandi fallna blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, hefur afplánun á ellefu ára fangelsisdómi í kvennafangelsi í Texas í dag. Henni var hafnað um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar dómnum. Erlent 30.5.2023 09:49
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Erlent 30.5.2023 07:46
„Sérstakt“ að sitja inni í réttarsal með Bryan Kohberger Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma. Innlent 28.5.2023 21:01
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Erlent 28.5.2023 19:06
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. Erlent 28.5.2023 10:44
Svangur svartbjörn stal sætabrauði Svangur svartbjörn braust inn í bílskúr bakarís í bænum Avon í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Hann hræddi starfsfólk bakarísins sem náði þó að hrekja hann í burtu án þess að neinn slasaðist. Björninn hafði þó á brott með sér nóg af bollakökum sem hann át á bílastæðinu. Erlent 27.5.2023 17:05
Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Erlent 26.5.2023 16:54
Gera fólki kleift að búa í vitum Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að gefa eða selja á uppboði tíu rúmlega aldargamla vita á austurströnd landsins. Vitarnir spila lítið sem ekkert í öryggi sjófarenda lengur en með því að færa þá í eigu annarra vilja embættismenn tryggja að vitunum sé haldið við. Erlent 26.5.2023 14:28
Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna. Erlent 26.5.2023 13:00
Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Erlent 26.5.2023 11:44
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. Erlent 26.5.2023 10:27
Bandaríkjamenn virðast vilja bæta samskiptin við Kína Ráðgjafar Joe Biden Bandaríkjaforseta segja hann meðvitaðan um að bandamenn Bandaríkjamanna við Kyrrahaf hafi afar takmarkaðan áhuga á að vera dregnir inn í langvarandi átök milli Bandaríkjanna og Kína. Innlent 26.5.2023 06:59
Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25.5.2023 22:52
„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.5.2023 13:20
Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. Erlent 24.5.2023 23:30
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24.5.2023 21:55
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24.5.2023 18:39
Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42
Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Erlent 24.5.2023 10:34
Mútugreiðslumálið tekið fyrir í miðju forvali fyrir forsetakosningarnar Dómsmálið gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sakaður um bóhaldssvik í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels, verður tekið fyrir 25. mars næstkomandi. Erlent 24.5.2023 08:16
Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Erlent 24.5.2023 06:47
Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Erlent 23.5.2023 23:45
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27