Bandaríkin Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Erlent 3.10.2023 15:30 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. Erlent 3.10.2023 11:47 Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Erlent 3.10.2023 07:36 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Erlent 2.10.2023 21:54 Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. Erlent 2.10.2023 18:32 Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Lífið 2.10.2023 11:29 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. Erlent 2.10.2023 10:06 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Erlent 2.10.2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05 Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22 Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. Erlent 29.9.2023 22:43 Handtekinn vegna morðsins á Tupac Lögreglan í Las Vegas hefur handtekið mann vegna morðsins á rapparanum Tupac Shakur árið 1996. Erlent 29.9.2023 16:58 Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. Erlent 29.9.2023 15:59 Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. Erlent 29.9.2023 11:04 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. Erlent 29.9.2023 08:06 Springsteen frestar tónleikum vegna alvarlegs magasárs Bruce Springsteen og hljómsveit hans E Street Band hafa frestað öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru fram að áramótum. Ástæðan er magasárssjúkdómur sem rokkstjarnan bandaríska glímir við. Lífið 28.9.2023 13:00 Opinberuðu fyrsta heimasmíðaða kafbátinn Tsai Ing-wen, forseti Taívan, opinberaði í morgun fyrsta heimasmíðaða kafbát ríkisins. Yfirvöld í Taívan vinna að nútímavæðingu herafla ríkisins og uppbyggingu í hergagnaframleiðslu í skugga mögulegrar innrásar frá Kína. Erlent 28.9.2023 12:05 „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. Erlent 28.9.2023 11:03 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Erlent 28.9.2023 06:43 Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Innlent 27.9.2023 23:41 Forsetahundurinn heldur áfram að bíta fólk Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. Erlent 27.9.2023 15:27 Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. Erlent 27.9.2023 12:46 Travis King vísað frá Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí. Erlent 27.9.2023 10:58 Verkfalli handritshöfunda aflýst Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Erlent 27.9.2023 08:53 8 Mile-leikarinn Nashawn Breedlove látinn Bandaríski leikarinn og rapparinn Nashawn Breedlove, sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, er látinn. Hann varð 46 ára. Lífið 27.9.2023 08:19 Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Erlent 26.9.2023 16:00 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 334 ›
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Erlent 3.10.2023 15:30
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. Erlent 3.10.2023 11:47
Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Erlent 3.10.2023 07:36
Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Erlent 2.10.2023 21:54
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. Erlent 2.10.2023 18:32
Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Lífið 2.10.2023 11:29
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. Erlent 2.10.2023 10:06
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Erlent 2.10.2023 07:15
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05
Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22
Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. Erlent 29.9.2023 22:43
Handtekinn vegna morðsins á Tupac Lögreglan í Las Vegas hefur handtekið mann vegna morðsins á rapparanum Tupac Shakur árið 1996. Erlent 29.9.2023 16:58
Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. Erlent 29.9.2023 15:59
Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. Erlent 29.9.2023 11:04
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. Erlent 29.9.2023 08:06
Springsteen frestar tónleikum vegna alvarlegs magasárs Bruce Springsteen og hljómsveit hans E Street Band hafa frestað öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru fram að áramótum. Ástæðan er magasárssjúkdómur sem rokkstjarnan bandaríska glímir við. Lífið 28.9.2023 13:00
Opinberuðu fyrsta heimasmíðaða kafbátinn Tsai Ing-wen, forseti Taívan, opinberaði í morgun fyrsta heimasmíðaða kafbát ríkisins. Yfirvöld í Taívan vinna að nútímavæðingu herafla ríkisins og uppbyggingu í hergagnaframleiðslu í skugga mögulegrar innrásar frá Kína. Erlent 28.9.2023 12:05
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. Erlent 28.9.2023 11:03
DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Erlent 28.9.2023 06:43
Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Innlent 27.9.2023 23:41
Forsetahundurinn heldur áfram að bíta fólk Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. Erlent 27.9.2023 15:27
Fjöldi ávísana vegna Ozempic og skyldra lyfja hefur fjórfaldast Fjölda ávísana vegna lyfja á borð við Ozempic sem skrifað er upp á ársfjórðungslega í Bandaríkjunum hefur fjórfaldast frá 2020. Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 voru níu milljón lyfseðlar gefnir út vegna lyfjanna. Erlent 27.9.2023 12:46
Travis King vísað frá Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí. Erlent 27.9.2023 10:58
Verkfalli handritshöfunda aflýst Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Erlent 27.9.2023 08:53
8 Mile-leikarinn Nashawn Breedlove látinn Bandaríski leikarinn og rapparinn Nashawn Breedlove, sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, er látinn. Hann varð 46 ára. Lífið 27.9.2023 08:19
Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Erlent 26.9.2023 16:00