Erlent

Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku

Samúel Karl Ólason skrifar
Áhugamenn koma sér fyrir í Mexíkó fyrir sólmyrkvann í kvöld.
Áhugamenn koma sér fyrir í Mexíkó fyrir sólmyrkvann í kvöld. AP/Fernando Llano

Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu.

Sólmyrkvar hafa lengi þótt merkileg fyrirbæri en í gegnum aldirnar hafa þeir ítrekað verið notaðir til mikilvægra vísindaverkefna. Forn-Grikkir notuðu til að mynda sólmyrkva til að áætla þvermál bæði jarðarinnar og tunglsins.

Áhugasamir geta séð hvernig tunglið bregður fyrir sólu, hvar og hvenær, á gagnvirku korti Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), sem finna má hér.

Fólk hefur ferðast í þúsundatali til að finna sér stað þar sem veður þykir líklegt til að leyfa fólki að sjá sólmyrkvann. Þeirra á meðal er Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar, en hann er staddur í Vermont í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld

Fylgjast má með herlegheitunum í útsendingum NASA hér að neðan. Neðri spilarinn er útsending úr sjónauka NASA sem sýnir sólmyrkvann.

Einnig má sjá útsendingu AP fréttaveitunnar hér að neðan frá Mexíkó, Texas, Arkansas og New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×